Þjóðarspegillinn-2022-forsíðumynd
 • Dagar
 • Klukkustundir
 • Mínútur
 • Sekúndur

*English Below: Call for Abstracts and Special sessions

Kall eftir ágripum
og sér málstofum

Þjóðarspegillinn XXIII: Ráðstefna í félagsvísindum, verður haldinn 27. og 28. október 2022

Í ár verður sú nýlunda kynnt til sögunnar að ráðstefnan nær yfir tvo daga. Hún hefst á fimmtudeginum 27. október með inngangsfyrirlestri og pallborðsumræðum. Á föstudeginum 28. október verða málstofur og veggspjaldakynningar. Ráðstefnan fer fram í húsakynnum Háskóla Íslands en undantekning verður þó gerð ef þátttakendur í sömu málstofu óska eftir að taka þátt rafrænt.

Þjóðarspegillinn er opinn öllum sem hafa áhuga á félagsvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu. Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna. Þjóðarspegillinn veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði félagsvísinda.


Leiðbeiningar um innsend ágrip

Ágrip skal innihalda:

 • Stutta lýsingu / efnisatriði kynnt til sögunnar
 • Markmið / rannsóknarspurning
 • Aðferð
 • Helstu niðurstöður
 • Ályktun / helsti lærdómur

Ágrip má vera á bilinu 170 – 250 orð að lengd.
Taka skal fram a.m.k. þrjú lykilorð.
Vanda skal til málfars.
Æskilegt er að hver þátttakandi sem tekur þátt á Þjóðarspeglinum flytji aðeins eitt erindi.
Senda skal inn ágrip á sama tungumáli og erindið verður flutt (íslensku eða ensku).

Hér að neðan má sjá þau þemu sem hægt er að haka við þegar send eru ágrip á ráðstefnuna:

1. Afbrot, ofbeldi, löggæsla; 2. Alþjóðastjórnmál; 3. Atvinnulíf og vinnumarkaður; 4. Byggðafræði; 5. Börn og ungt fólk; 6. Covid-19; 7. Dægurmenning; 8. Efnahagsmál; 9. Endurskoðun; 10. Ferðamál; 11. Fjölbreytileiki og inngilding/aðild; 12. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar; 13. Foreldrar og fjölskyldulíf; 14. Fátækt og félagsleg einangrun; 15. Fólksflutningar; 16 Háskólaumhverfið; 17 Heimsmarkmiðin; 18. Heilsa og heilbrigði; 19 Kyn og kyngervi; 20. Loftslags- og umhverfismál; 21. Lög og reglugerðir; 22. Mannauðsmál; 23. Markaðsfræði; 24. Menntun, nám, skólakerfið; 25. Nýsköpun; 26. Ójöfnuður og félagsleg lagskipting; 27. Umönnun; 28. Stjórnun; 29. Upplýsingafræði; 30. Velferð; 31. Rannsóknaraðferðir félagsvísinda; 32 Safnafræði; 33. Sjálfbærni; 34. Þjóðsagnir og menningararfur; 35. Tækni og samfélag

Senda inn ágrip

Einstaklingar senda inn ágrip og merkja við eitt til tvö þemu sem ágrip fellur undir. Hægt verður að senda inn ágrip fyrir erindi og veggspjaldakynningu til 24. ágúst 2022.

Senda inn tillögu að sér málstofu

Sérfræðingar og fræðafólk getur sótt um að halda sér málstofu á Þjóðarspeglinum. Tillaga að málstofu skal berast eigi síðar en 25. júní 2022 á netfangið, thjodarspegillinn hjá hi.is Taka skal fram: Titil, lýsingu og faglegan rökstuðning fyrir sér málstofu (hámark 250 orð). Nafn skipuleggjanda, stofnun og netfang. Ef samþykkt, ber skipuleggjandi ábyrgð á málstofunni.

Call for Abstracts
and Special sessions

Þjóðarspegillinn XXIII: Conference in the Social Sciences, will be held on the 27. and 28. October 2022

This year Þjóðarspegillinn will be a two-day event. It starts on Thursday, October 27, with a keynote speech and panel discussion. On Friday 28 October, there will be seminars, special sessions, and a poster presentation. The conference will take place at the University of Iceland. An exception will be made for participants in the same seminar wishing to participate electronically.

Þjóðarspegillinn is open to anyone interested in the social sciences and is free of charge for participants and other interested parties. The conference is a forum for active dialogue with the community outside the walls of the universities. Þjóðarspegillinn provides scholars, experts, and others with the opportunity to share knowledge, learn from each other, strengthen professional connections, and collaborate in the field of social sciences.


Instructions for submitting abstracts

Abstract should include:

 • Short description on the topic
 • Purpose / research question
 • Methods
 • Main findings /results
 • Implications

Abstracts can be in the range of 170 – 250 words in length.
The abstract must be free from grammatical errors and spelling mistakes.
At least three keywords must be included.
Participants are limited to one presentation at Þjóðarspegillinn.
An abstract must be submitted in the same language as it will be presented (Icelandic or English).

Below is a list of themes to choose from when you submit your abstract (in Icelandic):

1. Afbrot, ofbeldi, löggæsla; 2. Alþjóðastjórnmál; 3. Atvinnulíf og vinnumarkaður; 4. Byggðafræði; 5. Börn og ungt fólk; 6. Covid-19; 7. Dægurmenning; 8. Efnahagsmál; 9. Endurskoðun; 10. Ferðamál; 11. Fjölbreytileiki og inngilding/aðild; 12. Fjölmiðlar og samfélagsmiðlar; 13. Foreldrar og fjölskyldulíf; 14. Fátækt og félagsleg einangrun; 15. Fólksflutningar; 16 Háskólaumhverfið; 17 Heimsmarkmiðin; 18. Heilsa og heilbrigði; 19 Kyn og kyngervi; 20. Loftslags- og umhverfismál; 21. Lög og reglugerðir; 22. Mannauðsmál; 23. Markaðsfræði; 24. Menntun, nám, skólakerfið; 25. Nýsköpun; 26. Ójöfnuður og félagsleg lagskipting; 27. Umönnun; 28. Stjórnun; 29. Upplýsingafræði; 30. Velferð; 31. Rannsóknaraðferðir félagsvísinda; 32 Safnafræði; 33. Sjálfbærni; 34. Þjóðsagnir og menningararfur; 35. Tækni og samfélag

Submission of abstracts

Individuals submit abstracts and select one or two topics most relevant to their work. It will be possible to submit abstracts for oral or poster presentations until 24. August 2022.

A proposal for a special session

Experts and scholars can request to hold Special sessions at Þjóðarspegillinn which must be submitted no later than 25 June 2022, to thjodarspegillinn@hi.is. A proposal for a special session should provide information on the session title, brief description (no more than 250 words), and a justification for the special session. The name of the proposer, institution, and e-mail. If approved, the proposer is responsible for the session.

Þjóðarspegillinn-2022-forsíðumynd-mobile
Þjóðarspegillinn XXII Rafræn ráðstefna í félagsvísindum
Þjóðarspegillinn hefur frá upphafi verið vel sóttur af fræðafólki, nemendum og almenningi. Á málstofum ráðstefnunnar eru mörg fjölbreytt erindi um nýjar og spennandi rannsóknir. Allar málstofur verða í beinu streymi, sjá dagskrá hér. Aðgangur er öllum opinn og ókeypis.

Þjóðarspegillinn is an annual conference in the field of social sciences. Each year a wide range of papers are presented representing the diversity of research in the field. The conference is open to all and there is no admission fee. This year Þjóðarspegillinn will be an online event like last year, see program below.
Kort af háskólasvæðinu
Skoðaðu staðsetningu bygginga HÍ
Svipmyndir af ráðstefnunni
Ljósmyndir frá Þjóðarspeglinum 2019
Thjodarspegill_stubbur 2 2021
Finndu málstofu