bækur
Útgefið efni tengt félagsvísindum
Baráttan um bjargirnar – Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags
Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för.
Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi
Í þessu riti er leitað skýringa á langtímaþróun byggðarlaga og landsvæða og ljósi varpað á þá þætti sem áhrif hafa á ákvarðanir einstaklinga um að flytja á brott, vera um kyrrt eða snúa aftur heim, jafnframt því sem mat er lagt á framtíðarhorfur í búferla-flutningum og byggðaþróun.
Rannsóknir í viðskiptafræði II
Rannsóknir í viðskiptafræði er ritröð þar sem birtir eru ritrýndir kaflarum rannsóknir á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða.
Skattur á menn
Þessi bók er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók fyrir þá sem eru að hefja nám í skattarétti í háskólum landsins. Einnig getur hún nýst sem handbók eða uppflettirit fyrir þá sem þurfa á upplýsingum að halda um skattamál sín.
Grimm Ripples: The Legacy of the Grimms’ Deutsche Sagen in Northern Europe
This book sheds new light on the central role of the Grimms’ all too often neglected Deutsche Sagen (German Legends), published in 1816-1818 as a follow up to their famous collection of fairy tales. As the chapters in this book demonstrate, Deutsc
Málarinn og menningarsköpun – Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874
Bókin inniheldur 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins, leynilegs málfundarfélags í Reykjavík. Áhrif þessa starfs á leikhús, hönnun, þjóðsagna-og forngripahönnun, þjóðlega búninga og þjóðfræðislega umræðu.
Ritröðin Í stuttu máli
Ritröðin er vettvangur til miðlunar rannsókna félagsvísindafólks á Íslandi, hugsuð til að koma vísindalegri þekkingu á framfæri á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Hver bók tekur fyrir afmarkað málefni sem skírskotar til brýnna samfélagslegra úrlausnarefna samtímans. Lögð er áhersla á að bækurnar séu læsilegar en uppfylli um leið ýtrustu kröfur vandaðrar fræðimennsku. Markmiðið er að þær þjóni jafnt almenningi, fjölmiðlafólki, stjórnmálamönnum, námsmönnum og fræðasamfélaginu og séu framlag til upplýstrar samfélagsumræðu um aðskiljanlegustu málefni íslensks samfélags. Bækurnar eru ritrýndar og gefnar út af Háskólaútgáfunni í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Kynþáttafordómar – í stuttu máli
Í bókinni eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma.
Áfangastaðir – í stuttu máli
Markmið bókarinnar er að draga upp nýja mynd af því hvernig áfangastaðir verða til og þróast. Með hliðsjón af uppbyggingu ferðamennsku á Ströndum er rýnt í samband ferðaþjónustu og samfélaga og sýnt hvernig náttúra og menning eru samofin svið en ekki aðgreind eins og oft er látið í veðri vaka.