bækur

Bækur gefnar út af íslensku félagsvísindafólki

Sund_kápa
Sund

Sundlaugarnar eru helsti samkomustaður heillar þjóðar sem sækir þangað næði eða samveru, hreinsun og heilsubót sálar og líkama. Sundið er lífsnauðsyn fyrir eyjarskeggja, undursamlegur leikvöllur hinna ungu og nærandi þeim sem eldri eru. Í sundi birtist samfélagið sjálfu sér … á sundfötunum.

Rekstur og hagfræði_kápa
Rekstur og hagfræði

Bókin var upphaflega tekin saman vegna kennslu í rekstrarhagfræði fyrir MBA nemendur en ætti að nýtast öðrum háskólanemum og þeim sem vilja læra meira um rekstur og viðskipti. Gylfi býr yfir langri reynslu af kennslu, rannsóknum og nýtingu fræðanna í íslensku viðskiptaumhverfi.

Andlit til sýnis_kápa
Andlit til sýnis

Bókin Andlit til sýnis varpar öðru ljósi á söguna með því að gera miðlægt lítið safn á Kanaríeyjum á 19. öld sem snýr að líkamsleifum frumbyggja, þar sem finna má brjóstmyndir Íslendinga. Í þessari gripandi frásögn rekur Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur, sögur þeirra og tengsl við aðrar brjóstmyndir á þessu safni frá ólíkum heimshornum. Hverjar eru sögur þeirra og hvað varð til að þær rötuðu á þetta safn?

Rannsóknir í viðskiptafræði
Rannsóknir í viðskiptafræði III

Rannsóknir í viðskiptafræði er ritröð þar sem birtir eru ritrýndir kaflar um rannsóknir á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða.

Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi - bókakápa
Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi

Í þessu riti er leitað skýringa á langtímaþróun byggðarlaga og landsvæða og ljósi varpað á þá þætti sem áhrif hafa á ákvarðanir einstaklinga um að flytja á brott, vera um kyrrt eða snúa aftur heim, jafnframt því sem mat er lagt á framtíðarhorfur í búferla-flutningum og byggðaþróun.

PS_rannsVidsk
Rannsóknir í viðskiptafræði II

Rannsóknir í viðskiptafræði er ritröð þar sem birtir eru ritrýndir kaflarum rannsóknir á bæði fræðilegum og hagnýtum þáttum viðskiptafræða.

skattur á menn - bókakápa
Skattur á menn

Þessi bók er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók fyrir þá sem eru að hefja nám í skattarétti í háskólum landsins. Einnig getur hún nýst sem handbók eða uppflettirit fyrir þá sem þurfa á upplýsingum að halda um skattamál sín.

Grimm bókakápa
Grimm Ripples: The Legacy of the Grimms’ Deutsche Sagen in Northern Europe

This book sheds new light on the central role of the Grimms’ all too often neglected Deutsche Sagen (German Legends), published in 1816-1818 as a follow up to their famous collection of fairy tales. As the chapters in this book demonstrate, Deutsc

Málarinn og menningarsköpun - bókakápa
Málarinn og menningarsköpun – Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874

Bókin inniheldur 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins, leynilegs málfundarfélags í Reykjavík.  Áhrif þessa starfs á leikhús, hönnun, þjóðsagna-og forngripahönnun, þjóðlega búninga og þjóðfræðislega umræðu.

Baráttan um bjargirnar bókakápa
Baráttan um bjargirnar – Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags

Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för.

LoftsdottirWe
We are All Africans Here: Race, Mobilities and West Africans in Europe

Europe is often described as „flooded“ by migrants or by Muslim „others,“ with Western African men especially portrayed as a security risk. At the same time the intensified mobility of privileged people in the Global North is celebrated as creating an increasingly cosmopolitan world.

Exceptionalism
Exceptionalism

Exceptionalism offers comparative case studies from different parts of the world, showcasing the way in which exceptionalism has come to occupy an important narrative position in relation to different nation-states, including the United States, the United Kingdom, the Nordic countries, various European nations and countries in Latin America, Africa and Asia.

Fisheries and Aquaculture
Fisheries and Aquaculture
The Food Security of the Future

The Food Security of the Future takes a multidisciplinary approach in evaluating the fisheries and aquaculture sectors from the scientific and practical perspectives of industry professionals.

Verkefnastjórnun
Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project

Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki.

Rannsóknir og viðskiptafræði I
Rannsóknir og viðskiptafræði I

Viðskiptafræði er fjölbreytt fræðigrein innan félags- vísinda með margvísleg tengsl við aðrar greinar. Þessi bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Ritröðin Í stuttu máli

Ritröðin er vettvangur til miðlunar rannsókna félagsvísindafólks á Íslandi, hugsuð til að koma vísindalegri þekkingu á framfæri á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Hver bók tekur fyrir afmarkað málefni sem skírskotar til brýnna samfélagslegra úrlausnarefna samtímans. Lögð er áhersla á að bækurnar séu læsilegar en uppfylli um leið ýtrustu kröfur vandaðrar fræðimennsku. Markmiðið er að þær þjóni jafnt almenningi, fjölmiðlafólki, stjórnmálamönnum, námsmönnum og fræðasamfélaginu og séu framlag til upplýstrar samfélagsumræðu um aðskiljanlegustu málefni íslensks samfélags. Bækurnar eru ritrýndar og gefnar út af Háskólaútgáfunni í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Hagfræði_kápa
Hagfræði daglegs lífs – í stuttu máli

Margir halda að hagfræði fjalli einungis um verðbólgu, atvinnuleysi og vexti. En hagfræði hjálpar okkur að skilja líf okkar og umhverfi. Hún er í raun allt í kringum okkur. Þannig lýsir hagfræðin ákvörðunum okkar, hvernig hinn skynsami maður ætti að taka ákvarðanir, en jafnframt hvernig ákvarðanataka okkar fellur oft ekki að þessari fullkomnu skynsemi einfaldrar hagfræði og hvaða hvatar kunni að stjórna slíkum ákvörðunum.

kynthattafordomar.kapa
Kynþáttafordómar – í stuttu máli

Í bókinni eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma.

Afangastadir_kapa
Áfangastaðir – í stuttu máli 

Markmið bókarinnar er að draga upp nýja mynd af því hvernig áfangastaðir verða til og þróast. Með hliðsjón af uppbyggingu ferðamennsku á Ströndum er rýnt í samband ferðaþjónustu og samfélaga og sýnt hvernig náttúra og menning eru samofin svið en ekki aðgreind eins og oft er látið í veðri vaka.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021