Ráðstefna Þjóðarspegilsins 2024
Ráðstefna Þjóðarspegilsins verður haldin 31. október og 1. nóvember
Ráðstefna Þjóðarspegilsins er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna. Hún veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði félagsvísinda.
Ráðstefnan hefst fimmtudaginn 31. október með opnunarerindi og pallborði en föstudaginn 1. nóvember hefjast svo hefðbundnar málstofur. Ráðstefnan er haldin í húsakynnum Háskóla Íslands , hún er opin öllum sem hafa áhuga á félagsvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu.
Senda inn ágrip
Tekið verður á móti innsendum ágripum frá 6. ágúst – 5. september 2024. Athugið að þegar aðgangur er stofnaður þarf að skrá netfang sem notað verður í öllum samskiptum og upplýsingagjöf.
Sérmálstofur
Rannsóknarhópar og aðrir sem vilja vera saman í málstofu geta óskað eftir að taka þátt í sérmálstofu sem eru fyrir fram skipulagðar af hópnum. Hver og einn sendir inn sitt ágrip og fylgir leiðbeiningum í umsóknarkerfinu. Þ.e. viðkomandi hakar við ,,sérmálstofu“ undir liðnum Efnisflokkar og skrifar svo heiti sérmálstofunnar hjá næstu spurningu. Skipuleggjendur ráðstefnunnar geta, ef ástæða er til, bætt erindum í sérmalstofur.
Mikilvægar dagsetningar:
Kall eftir ágripum: 6. ágúst – 5. september 2024
Niðurstaða ritrýni: 1. október 2024
Dagskrá birt: 22. október 2024
Ráðstefna: 31. október og 1. nóvember 2024
Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir er varða ráðstefnuna má senda tölvupóst á okkur thjodarspegillinn@hi.is
Reglur um innsend ágrip
Ágrip skal innihalda:
- Stutta lýsingu / efnisatriði kynnt til sögunnar
- Markmið / rannsóknarspurning
- Aðferð, lýsa skal hvaða gögnum er byggt á og gagnaöflun
- Helstu niðurstöður
Athugið að:
- Ágrip skal vera á bilinu 170 – 250 orð að lengd.
- Ekki skal geta heimilda í ágripi.
- Texti ágrips skal vera skýr og aðgengilegur og vanda skal til málfars.
- Ágrip birtast í dagskrá og ágripabók eins og þau eru send inn.
- Hver einstaklingur getur að hámarki verið höfundur/meðhöfundur að þremur erindum.
- Hver höfundur flytur aðeins eitt erindi, þó hann sé meðhöfundur að öðrum erindum.
- Senda skal inn ágrip á sama tungumáli og erindið verður flutt (íslensku eða ensku).
- Yfirlitsrannsóknir (meta analysis eða systematic reveiw) þurfa að vera yfirgripsmiklar og gera grein fyrir aðferðum.
- Ráðstefnan er vettvangur fræðafólks til að kynna rannsóknarniðurstöður. Hugtakið fræðafólk nær ekki yfir BA og BS nemendur.
- Dagar
- Klukkustundir
- Mínútur
- Sekúndur