Fyrirlestrar og aðrir viðburðir

Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins – innflytjendur og flóttafólk

Dagana 24. apríl til 29. maí 2024 voru haldin vikulega erindi um innflytjendur og flóttaflóttafólk. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á öll erindin og stutt ágrip um hvert þeirra.

Innflytjendur og flóttafólk – erindi 24. apríl

Gylfi Magnússon deildarforseti Viðskiptafræðideildar fjallar um lýðfræði Íslands án innflytjenda

Árdís K. Ingvarsdóttir kallaði sitt erindi: Útlendingur, innflytjandi eða fólk í leit að alþjóðlegri vernd.

Innflytjendur og flóttafólk – erindi 30. apríl

Kári Hólmar Ragnarsson fjallaði um breytingar í regluverki ESB sem eru fyrirhugaðar og þær settar í samhengi við þróun innan ESB í málefnum flóttafólks. Breytingarnar eru almennt í þá veru að þrengt er að rétti fólks til þess að sækja um alþjóðlega vernd innan Evrópusambandsríkja, einungis takmarkaðar aðgerðir eru fyrirhugaðar til þess að bregðast við stöðu helstu móttökuríkja (Ítalíu, Grikklands, Möltu), auknar heimildir verða til þess að endursenda fólk til viðkomuríkja utan Evrópu og sérstakar heimildir til þess að draga úr réttarvernd í „neyðaraðstæðum“. Einnig fjallaði Kári um hvernig líklegt er að þessar breytingar skili sér til Íslands, þótt þessar reglur verði ekki hluti af EES-samningnum.

Innflytjendur og flóttafólk – erindi 7. maí

Hið nýja Ísland: Um gildi innflytjenda og innfæddra.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði lýsir rannsóknum sem sýna hvernig gildi þjóða hafa áhrif á lífskjör og hvers konar gildi eru best til þess fallin að tryggja batnandi lífskjör. Síðan var fjallað um gildi Íslendinga í þessu samhengi og hvernig þau eru líkleg til þess að breytast vegna mikils aðflutnings fólks frá Austur Evrópu á síðustu árum.

„En eru þetta ekki mestallt  útlendingar…?“

Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði fjallaði um fólksflutninga og vöxt landsbyggðanna frá aldaskiptum

Innflytjendur og flóttafólk 15. maí. Yfirskrift erinda er „Aðlögun og inngilding innflytjenda í samfélagið“.

Efnahagsleg samlögun innflytjenda á Íslandi:

Kolbeinn Stefánsson, dósent í Félagsráðgjafadeild fjallaði um ýmsar leiðir til að meta aðlögun og inngildingu innflytjenda í samfélagið. Ein vísbending er að greina hvernig þeim vegnar á vinnumarkaði, svo sem að bera saman atvinnutekjur þeirra og sambærilegra innfæddra og hvort tekjur innflytjenda batna samfara lengri dvöl á landinu. Í erindinu voru kynntar greiningar á grundvelli skráargagna Hagstofu Íslands þar sem atvinnutekjur mismunandi innflytjendahópa eru bornar saman við atvinnutekjur vinnandi fólks með íslenskan bakgrunn og þróun þeirra rakin fyrir tíma að teknu tilliti til kyns, aldurs, menntunar og fjölda ára búsetu á landinu. Niðurstöðurnar benda til þess að nokkur munur sé á innflytjendum eftir uppruna þeirra en að almennt batni tekjur innflytjenda þegar dvölin lengist og nálgist tekjur sambærilegra einstaklinga með íslenskan bakgrunn án þess þó að þeir nái þeim að fullu.

Jafnrétti og bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna:

Brynhildur Flóvenz, dósent í Lagadeild. Forsenda aðlögunar og inngildingar innflytjenda í samfélagið er jafnrétti og bann við mismunun hvort heldur er innan eða utan vinnumarkaðar. Í erindinu verður fjallað um hvort og þá hvernig íslensk lög tryggja jafnrétti og bann við mismunun gagnvart innflytjendum.

Einkum var fjallað um lög nr. 85/2018 um jafna meðferð utan vinnumarkaðar og lög 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði og framkvæmd þeirra.

Innflytjendur og flóttafólk – erindi 22. maí

Innflytjendur í umönnunarstörfum og framtíðaráskoranir
Halldór S. Guðmundsson, dósent í Félagsráðgjafardeild. Á síðustu árum hafa verulegar breytingar átt sér stað í velferðarþjónustunni vegna aukins fjölda starfsmanna af erlendu bergi. Í erindinu verður leitast við að varpa ljósi á hluta þessara breytinga og þar með á hlutdeild innflytjenda og einstaklinga með erlendan bakgrunn í gangverki velferðarþjónustunnar á Íslandi. Horft verður sérstaklega til þjónustu við aldrað fólk, bæði velferðarþjónustu sveitarfélaga, sjúkrastofnana og hjúkrunarheimila og þeirra áskorana sem leiða af mannaflaþörf til að tryggja rekstur þjónustunnar. Þá verður velt upp áskorunum við að mæta umönnunarþörfum aldraðra innflytjenda sem nú eða síðar munu þurfa stuðning íslenskrar velferðarþjónustu.

„En svo breytast þau þegar þau labba út úr viðtalinu” Upplifun starfsfólks sem þjónustar hinsegin flóttafólk.
Guðbjörg Ottósdóttir, dósent í Félagsráðgjafardeild. Fjallað er um hluta af niðurstöðum Rannís rannsóknarinnar Hinsegin flóttafólk í hinsegin paradís sem tengjast sjónarhornum og reynslu starfsfólks á vettvangi félagsþjónustu og félagasamtaka í Reykjavík.

Innflytjendur og flóttafólk – erindi 29. maí

Það er ekki Rómafólk á Íslandi…eða hvað?
Marco Solimene, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands. Litið yfir rannsóknir á Rómafólki á Íslandi. Hættan á sérstakri tegund kynþáttafordóma, sem einnig er þekkt sem anti-gypsyism, er skoðuð út frá hinu íslenska tilviki.

This contribution presents an overview of an ongoing research project on the Roma presence in Iceland.  By unraveling the peculiarity of the Icelandic case, it also reflects on the dangers behind a specific form of racism known as anti-Gypsyism.

Ungir innflytjendur á Íslandi: Tengsl við skóla og samfélagið. 
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands fóryfir nýja rannsókn þar sem upplýsinga var aflað meðal grunn- og framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tengsl ungs fólks við jafnaldra, skólaumhverfið, hverfið sitt, borgina og samfélagið í heild voru könnuð. Farið var yfir nokkra lykilþætti í upplifun þess að tilheyra meðal ungmenna með erlendan bakgrunn í samanburði við jafnaldra sem hafa íslenskan bakgrunn.

Vegna mikilvægi aðlögunar/inngildingar (e. integration) fyrir innflytjendur sjálfa og samfélagið í heild, hefur fjöldi rannsókna verið gerðar til auka skilning á þáttum er auðvelda eða hindra aðlögunarferli innflytjenda. Þungamiðjan í aðlögunarferlinu er að innflytjendur upplifi að þeir tilheyri samfélaginu, en þessi tilfinning er sérstaklega mikilvæg á unglingsárunum. Þrátt fyrir hraðan vöxt innflytjenda á Íslandi hafa þessir þættir ekki verið kannaðir hér á landi.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021