Rannsóknir í þjóðfræði

Ísbirnir á villigötum

Markmið verkefnisins var að auka þekkingu á fjölþættum tengslum dýra, manna og umhverfis á tímum heimsvæddrar loftslagshlýnunar og hækkandi sjávarmáls. Áhersla var lögð á að rannsaka ferðir ísbjarna til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Unnið var út frá sjónarhorni samtímlista, listfræði og þjóðfræði, þannnig að í verkefninu voru mörk menningar og raunveruleika skoðuð sem og samverkandi áhrif loftslagsbreytinga á umhverfisrof og fólksflutninga.

Í rannsókinni var safnað saman textum, myndum, hljóði, lífsýnum og öðru efni sem tengist ferðum ísbjarna til landsins. Aðferðafræðin fól í sér sértæka nálgun á tengslum þeirra heimilda sem aflað var við menningar- og umhverfislegt samhengi ásamt því að draga fram, túlka og miðla þeirri undirliggjandi merkingu sem finna má innan sjónræns og ritaðs efnis.

Með því að setja dýrið í forgrunn og beina ljósi að hinu margbreytilega hlutverki þess í veröldinni sem lífveru, sambýlisveru, gesti, umhverfisvísi, afsteypu og skrautmun í senn var leitast við að afbyggja „öðrun” þess í mannheimum. Um leið voru niðurstöðurnar mikilvægt framlag til orðræðunnar um hlutgervingu manna og dýra, sem jafnframt varpa ljósi á spurningar um eignarhald í umhverfispólitísku samhengi.

Rannsóknarteymið

Verkefnið er hýst innan Listaháskóla Íslands og er unnið undir stjórn aðalrannsakendanna Bryndísar H. Snæbjörnsdóttur, prófessors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, og Mark Wilson, prófessors í myndlist við University of Cumbria í Bretlandi.

Meðrannsakendur verkefnisins eru Kristinn Schram, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands, og Æsa Sigurjóndóttir, dósent í listfræði við Háskóla Íslands. Verkefnið er unnið þvert á fræðigreinar, en þátttakendur koma úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands, Institute of the Arts í University of Cumbria (UK), félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands, og íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsakenndur, auk áðurnefndra, voru Aðalheiður Alice Eyvör Pálsdóttir, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, María Dalberg, Katla Kjartansdóttir, Jón Jónsson, Atli Freyr Hjaltason og Vitalina Ostimchuk

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís og samstarfsaðilar eru Listaháskóli Íslands, Háskóli Íslands, Anchorage Museum í Alaska (US), Listasafnið á Akureyri, Bureau of Ocean Energy Management (US), Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Ströndum, Stofnun Árna Magnússonar og Þjóðminjasafn Íslands.

Rannsóknin tengist námi í þjóðfræði

Fréttir sem tengjast rannsókninni

Útgefið efni um rannsóknina

 • Sigfúsdóttir, Ó. G. 2022. “Art as Disruptive Catalyst: Snæbjörnsdóttir/Wilson on Their Practice in and Beyond the World of Art.” Art in Iceland Issue 2, pp. 185-203. 
 • Sigurjónsdóttir, Æ., ed. 2022. „In Debatable Lands: Dialogues from Shared Worlds. Kópavogur: Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum.
 • Sigurjónsdóttir, Æ. 2022. “Dead or Alive – Polar Bears Adrift: Snæbjörnsdóttir/Wilson’s Visitations exhibition in Akureyri Art Museum.”
 •  In Debatable Lands: Dialogues from Shared Worlds, edited by Æ. Sigurjónsdóttir. Gerðarsafn – Kópavogur Art Museum, pp. 203-249. Sigurjónsdóttir, Æ. 2020.
 • Snæbjörnsdóttir, B. and M. Wilson. 2019. “North as Meaning in Design and Art.” In Ecologies of Change: The Place of Art in a Northern Imaginary, edited by Mäkikalli, Holtand Hautala-Hirvioja, pp.195-209. Rovaniemi: Lapland University Press.
 • Snæbjörnsdóttir, B. and M. Wilson. 2019. “On the Oblique Imperative: What Revealing Conceals and Concealing may Reveal.” In The Bear: Culture, Nature, Heritage, edited by Nevin, Convery and Davis. Woodbridge, UK: Boydell & Brewer. Snæbjörnsdóttir, B. and M. Wilson. 2020.
 • “Shooting the Messenger: no parallel, the impossible alien and an end to island life.” Antennae, The Journal of Nature in Visual Culture, pp. 118 – 135. 
 • Snæbjörnsdóttir, B. and M. Wilson. 2022. “Data Plus Affect: Interspecific Accommodation in the Models of Art.” In Animal Remains: Perspectives of the Non-Human in Literature and Culture, edited by Bezan and McKay. New York and London: Routledge.

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

 • 13. Aðgerðir í loftslagsmálum
 • 14. Líf í vatni
 • 15. Líf á landi
Thjodarspegill_stubbur 2 2021