Þjóðarspegillinn
Ráðstefna í félagsvísindum
Fólk á gangi á Háskólatorgi HÍ
Þjóðarspegillinn XX Ráðstefna í félagsvísindum
Velkomin á Þjóðarspegilinn
Þjóðarspegillinn XX Ráðstefna í félagsvísindum
Velkomin á Þjóðarspegilinn
Daði_Már_Kristófersson

Ávarp sviðsforseta

Í ár er Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum haldinn í tuttugasta sinn. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta – og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við.

Aðalhvatamenn ráðstefnunnar voru þeir Friðrik H. Jónsson, prófessor í sálfræði og fyrrum forstöðumaður Félagsvísindastofnunar og Ingjaldur Hannibalsson prófessor í viðskiptafræði og fyrrum deildarforseti viðskiptafræðideildar.

Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað í rúman áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning. Þannig hafa fyrirlesarar í gegnum tíðina verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af.

Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunnar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði. Árlega tekur jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.

Daði Már Kristófersson

Daði_Már_Kristófersson

Ávarp sviðsforseta

Í ár er Þjóðarspegillinn – Ráðstefna í félagsvísindum haldinn í tuttugasta sinn. Ráðstefnan var fyrst haldin árið 1994 en að henni stóðu félagsvísindadeild og viðskipta – og hagfræðideild Háskóla Íslands. Síðar bættist lagadeild við.

Aðalhvatamenn ráðstefnunnar voru þeir Friðrik H. Jónsson, prófessor í sálfræði og fyrrum forstöðumaður Félagsvísindastofnunar og Ingjaldur Hannibalsson prófessor í viðskiptafræði og fyrrum deildarforseti viðskiptafræðideildar.

Frá skipulagsbreytingum Háskóla Íslands árið 2008 hafa allar deildir Félagsvísindasviðs staðið að ráðstefnunni. Nafn ráðstefnunnar, Þjóðarspegill, hefur verið notað undanfarinn áratug. Þjóðarspegillinn hefur orðið meginvettvangur kynningar á rannsóknum í félagsvísindum á Íslandi. Frá upphafi var því lögð áhersla á að ráðstefnan væri vettvangur þar sem fræðafólk gæti kynnt rannsóknir og efnt til samræðna við almenning. Þannig hafa fyrirlesarar í gegnum tíðina verið hvattir til að haga erindum sínum og efni þannig að nemendur og almenningur geti haft gagn og gaman af.

Umsjón og skipulagning ráðstefnunnar hefur frá upphafi verið í höndum starfsfólks Félagsvísindastofnunnar en margir aðilar innan félagsvísindasviðs hafa í gegnum tíðina lagt hönd á plóg og komið að undirbúningi ráðstefnunnar. Á síðastliðnum tuttugu árum hefur ráðstefnan vaxið mikið að umfangi. Þjóðarspegillinn er nú þverfræðileg ráðstefna á sviði félagsvísinda þar sem taka þátt sérfræðingar og fræðafólk af ýmsum fræðasviðum svo sem lögfræði, félagsfræði, bókasafns- og upplýsingafræði, aðferðafræði, afbrotafræði, fötlunarfræði, félagsráðgjöf, hagfræði, mannfræði, sálfræði, námsráðgjöf, kynjafræði, viðskiptafræði, uppeldis- og menntunarfræði, stjórnmálafræði, safnafræði og þjóðfræði. Árlega tekur jafnframt þátt erlent fræðafólk, sérfræðingar hinna ýmsu stofnana, sjálfstæðir rannsakendur og fræðafólk frá öllum háskólum landsins. Það er von mín Þjóðarspegillinn haldi áfram að þróast, vaxa og dafna um ókomna framtíð.

Daði Már Kristófersson

252
Fræðafólk
52
Málstofur
209
Ágrip
205
Erindi

Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga, mun setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi

Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.

De Haas er höfundur (ásamt Stephen Castles og Mark Miller) bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World.

Hein de Haas
Hein de Haas

Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga, mun setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi

Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl.

De Haas er höfundur (ásamt Stephen Castles og Mark Miller) bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World.

1. nóvember 2019 Dagskrá
Smelltu á tímasetningu og fáðu upplýsingar um málstofur
Veggspjaldasýning í tengslum við Þjóðarspegilinn
1. hæð Háskólatorgs dagana 28. október til 1. nóvember

Í sérstakri veggspjalda málstofu eru örkynningar þar sem höfundar nokkurra veggspjaldanna kynna þau. Málstofan verður í Lögbergi, stofu 102. Nánari upplýsingar má finna hér.

Vinnutími og vaktavinna í hópum starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði

Mikil umræða hefur verið hérlendis um lengd vinnutíma og vakta­­vinnu, nú síðast í tengslum við kjaraviðræður á almennum og opinberum vinnumarkaði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða hópar ynnu einkum vaktavinnu og skiluðu löngum vinnu­degi. Rannsóknin byggir á heilbrigðiskönnum meðal slembi­­úrtaks 18-75 ára Íslendinga sem svöruðu spurningalista með pósti eða á netinu á árinu 2015. Spurningarnar vörðuðu meðal annars vinnutíma og umfang vaktavinnu auk bakgrunns­spurninga. Alls svöruðu 1599 einstaklingar spurningalistanum og voru heimtur tæp 60%. Konur voru síður í fullri vinnu og mun síður í reglubundinni yfirvinnu en karlar. Elstu og yngstu starfs­mennirnir voru einnig síður í fullri vinnu og yfirvinnu en starfs­menn á öðrum aldri. Full vinna og yfirvinna var einnig algengari hjá giftum og fráskildum en einhleypum. Þá var yfirvinna al­geng­ari í einkageiranum en hjá hinu opinbera. Karlar voru frekar í vaktavinnu að hluta til, en konur frekar í vaktavinnu að fullu. Vakta­vinna var algengari hjá yngri starfsmönnum en þeim eldri, hjá einhleypum og hjá grunnskólamenntuðum frekar en fram­halds- eða háskólamenntuðum. Vaktavinna var einnig algengari á Reykjavíkursvæðinu en landsbyggðinni. Loks voru starfsmenn sem unnu hjá öðrum frekar í vaktavinnu en þeir sem unnu sjálf­stætt. Rannsóknir benda til að óhóflegt vinnuálag tengist meðal annars löngum vinnudegi og vaktavinnu. Þessir starfs­þættir dreifast með ólíkum hætti meðal einstakra hópa á ís­lenskum vinnu­markaði. Aðgerðir til að bæta aðbúnað vakta­vinnufólks eða stytta vinnutíma hafa því ólíka þýðingu eftir því hvaða starfsmannahópur á í hlut.

Rúnar Vilhjálmsson

Er þörf á að endurskoða löggjöf sem mótar samskipti aðila vinnumarkaðarins?

Lög um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 (vinnulöggjöfin), var lögtekin árið 1938. Helsta markmið vinnulöggjafarinnar er að tryggja vinnufrið í landinu. Vinnulöggjöfin skapar ramma fyrir sam­skipta- og leikreglur á íslenskum vinnumarkaði. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort vinnulöggjöfin, hafi náð megin­markmiðum sínum eða hvort þurfi að gera á henni breyt­ingar. Gerð er ítarleg greining á núverandi vinnulöggjöf. Skoðaðar eru sérstaklega þær breytingar sem hafa verið gerðar á vinnu­löggjöfinni frá árinu 1938 til dagsins í dag. Enn fremur er gerð greining á fyrirkomulagi kjarasamninga og greindar helstu ástæður verkfalla á almennum og opinberum vinnumarkaði. Kannað er, með hliðsjón af þessari greiningu hvort vinnu­lög­gjöfin gegni hlutverki sínu nægilega vel og hvort nauðsyn­legt sé að breyta henni og þá hvernig. Fækka samningseiningum á vinnu­stöðum og minnka líkur á „höfrungahlaupi“. Skerpa þarf á vinnu­lagi við gerð viðræðuáætlana. Kröfugerðir og samnings­áherslur þurfa að vera skýrari. Veita þarf ríkissáttasemjara heimild til að fresta vinnustöðvun. Samræma þarf lagareglur um verk­föll og verkbönn á milli vinnumarkaða. Heimila þarf að fresta boðaðri vinnustöðvun á hinum opinbera vinnumarkaði eftir að hún er hafin. Skerpa þarf reglur varðandi uppsagnir starfsmanna á meðan á vinnudeilu stendur. Kjarasamningar verði afturvirkir. Taka upp sérlög um sáttastörf í vinnudeilum þar sem m.a. verður opnað fyrir leið gerðardóma í langvinnum vinnudeilum.

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson

Health behaviours and academic engagement among adolescents starting high school

Physical activity (PA) is known to decline in late adolescence, es­pecially as academic commitment increases. The aim of this study was to investigate association of PA with academic en­gage­ment and describe the characteristics of health and health behaviours of three groups of different activity level among adolescents. A cross sectional study of 16-year-old adolescents (n=290; 52% girls). The participants were classified in three groups based on their participation in PA; sport-group, inter­mediate physical activity and sedentary-group. Cardio­respire­tory fitness (CRF) was assessed by graded bicycle test and body composition by height and weight for BMI, waist circumference (WC), and 7 skinfolds for body fat percentage (%BF). PA, aca­demic engagement and health behaviours were self-reported. Boys were more active than girls; the division into activity groups being 52/14/34% for the boys and 33/22/46% for the girls respectively for sport/intermediate/sedentary-groups (p= 0.001). Among girls the intermediate-group spent most time on homework, while girls in the sport-group had the highest average grades and a correlation was found between academic achievement and CRF in girls (r=0.262, p=0.001).  None of these find­ings applied for the boys. %BF was lowest in the sport-group of both sexes and health behaviours were also more optimal in the sport-group. PA does not seem to interfere with academic engage­ment, but strengthens positivity towards school and health behaviours.

Þórdís Gísladóttir, Ingibjörg Kjartansdóttir, Sigurbjörn Árni Arngrímsson og Anna Sigríður Ólafsdóttir

Job strain, gender and wellbeing at work: A case study of public sector line managers

The trends of the last few decades in the public sector have posed higher demands on organisational service and manage­ment, with regard to efficiency and quality. The aim of the study is to further the understanding of public sector line managers’ work-related wellbeing and health in relation to job strain, gender and workplace social support.

An on-line survey was sent to all senior and middle line managers (N=357) in three administrative departments of Iceland’s largest municipality. The response rate was 64.7%. Multivariate logistic regression was used to analyse the data.

A minority of respondents experience high job strain. However, for these managers, the risk of experiencing emotional exhaustion is about five-fold, compared to those not experiencing high job strain. Social support is an important buffering against job strain and enhances wellbeing. Female managers are more likely than their male counterparts to report myositis, back or shoulder pain, sleeping difficulty and excessive worrying.

Inga Jóna Jónsdóttir

The Buenos Aires punk scene: towards an intersectional utopianism

This PhD research project, already underway, aims to study the Buenos Aires punk scene at the end of the twentieth century. This cultural phenomenon has not yet been investigated in any depth or detail, hence its importance. The research is conducted from an interdisciplinary approach, through the realm of Cultural Studies. Its theoretical framework draws on post-sub­cultural studies, socio-criticism, intersectionality and utopianism. The main goal is to examine the critical significance, social functions and ethical values of the punk cultural manifestations. Therefore, the Buenos Aires punk scene socio-discursive dynamics are explored from an innovative perspective, through the method of textual and discursive analysis, by using written material, documentaries, music records, fanzines, pamphlets, personal narratives and related documents.

First indications appoint to a clear paradigm shift that becomes evident by the end of the military junta period in 1984. From then on, the punk scene progressively ramifies its discursive legacy into new ideological and political strands. Consequently, I propose to evidence that the Buenos Aires punk culture is a dynamic example of an intersectional utopian impulse, emerging from the anti-oppressive rawness facing the shadow of dictatorship to the materialization of critical discourses shaping alternative social realities nowadays.

Hasan Karakilinc

Kort af háskólasvæðinu
Skoðaðu staðsetningu bygginga HÍ
Þjóðarspegillinn 2019 Málstofur
Málstofur flokkaðar eftir byggingu
ERINDI: Mæður og manneskjur frá fyrstu frumuskiptingu: Fjölmiðlaumfjöllun um þungunarrof í Bretlandi og á Íslandi. "Öll viðkvæmni óþörf" - um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs. Kvenleikanum ögrað: Að hafna móðurhlutverkinu eða að sjá eftir því að hafa orðið móðir. „Ekki vera að hrófla við þessum lögum“ Um baráttuna fyrir nýjum þungunarrofslögum Þungunarrof og hið stöðuga bakslag.
ERINDI: Börn í ábyrgðarhlutverki • Reynsla íslenskra barna af því að alast upp við fátækt • Seigla: "Maður vildi alltaf sýna að maður væri bara hress og harður" • Skortur og félagsleg áhrif: Upplifanir barna af erlendum uppruna af fátækt
ERINDI: A Conceptual Model of Community-Based Initiatives and Rural Development: Two Case Studies of Engagement and Empowerment in Iceland and Guatemala • Neolocalism, Revitalization, and Rural Tourism Development in Húnaþing vestra
ERINDI: Höfð að háði og spotti. Sögur af málhalta fólkinu Jóni og Solveigu • Hædd og spottuð? Sagan á bak við sögurnar • Andlegt ofbeldi í samanburði við annað ofbeldi • Miski vegna afleiðinga eineltis
ERINDI: Heilsulæsi eldra fólks á Norðurlandi sem býr heima: Fyrstu niðurstöður • Áframhaldandi samvera:undibúningur hjóna fyrir efri árin • Sjálfræði - að hafa, geta og vilja
ERINDI: The transition from an Emigration to an Immigration Country. The case of Iceland 1960–2018 • „Vegna þess að við erum frekar dugleg með íslenskuna, þá bara get ég ekki kvartað neitt“: Innflytjendafjölskyldur og fötluð börn • Trú á flakki – Ólík viðhorf sækja íslenska múslíma heim • Flakk og framhaldslíf: lundar og hvítabirnir á mannöld • Transnationalism and grassroots movements: Polish migrants’ protests in Iceland
ERINDI: Analyzing team spirit through players´ use of symbolic gestures: A case study of Argentina versus Iceland at the men´s 2018 football World Cup • The social and psychological underpinnings of Iranian wrestlers • Út vil ek
ERINDI: Áhrif þekkingarstjórnunar á fjölskyldufyrirtæki í sjávarútvegi • Þekkingarstjórnun fyrir fyrirtæki með einkaleyfishæfa þekkingu • Útvistun í litum og meðalstórum þekkingarfyrirtækjum • Hlutverk kerfisbundinnar skráningar upplýsinga í verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi •
ERINDI: Nýsköpun og fæðuöryggi. Nýjar áskoranir í sjávarútvegi • Greining á umfangi endurvigtarsvika • Framleiðni í fiskveiðum eftir skipaflokkum • Hverjir fá auðlindarentuna í íslenskum sjávarútvegi?
PALLBORÐSGESTIR: Ásmundur Einar Daðason, Félags- og jafnréttismálaráðherra • Dovelyn Rannveig Mendoza, sérfræðingur, Migration Policy Institute • Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs, Samtök atvinnulífsins • Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður, AFL starfsgreinafélag • Róbert Farestveit, hagfræðingur, ASÍ
ERINDI: Viðhorf Íslendinga til innflytjenda og fjölmenningar • Kvennavinna: Erlendar fagkonur í láglaunastörfum • Pólitísk þátttaka innflytjenda á Íslandi • Tengsl við Ísland: Stafræn tengsl innflytjenda og þátt­taka þeirra í nærsamfélaginu • Stuðningur vina á unglingsárum eftir þjóðernisuppruna
ERINDI: Stefna í reynd í íslensku fjármálafyrirtæki • Umbylting á stefnu skipulagsheildar • Kvikmyndir, mannauður og samkeppnishæfni • Samfélagsábyrgð og samkeppnishæfni
ERINDI: Náttúru-/virki. Menningararfur, söfnun og efnismenning barna í Mývatnshrauni • Vald fagurfræðinnar? Söfnun Matthíasar Þórðarsonar 1908-1947 • Hið breytilega samband manna og hluta. Efnismenning fortíðar og varðveisla samtímans •
ERINDI: Markaðssetning áfangastaða: Mikilvægi samþættingar markaðsskilaboða • Menning, saga og ferðamenn • Upplifun heimamanna af ferðamennsku á einstökum svæðum
ERINDI: Ofbeldi og hótanir á vinnustað • Vinnutengd heilsa 13-19 ára íslenskra ungmenna: Munur eftir kyni? • Viðhorf atvinnurekenda til starfsfólks með skerta starfsgetu • Starfsendurhæfing innflytjenda: ögranir, árangur og aðgengi • Vinnustreita og kulnun meðal íslenskra félagsráðgjafa
ERINDI: Rannsókn á starfsánægju lyfjafræðinga á íslenskum vinnumarkaði Samanburður þriggja starfsvettvanga • How to assess the impact of social support on work-related wellbeing? A case study of line managers • Impact of community, central management and leadership skills on job satisfaction and success • „Ég er allavegana góð fyrirmynd“: Upplifun kvenna í topp stjórnendastöðum á að koma jafnvægi á krefjandi störf og heimilislíf. • Vinnuálag í tengslum við vaktavinnu og vinnutíma á íslenskum vinnumarkaði
ERINDI: Skýjalausnir og gerfigreind – viðskiptafræðileg skilgreining til greiningar á samkeppnishæfni • Viðhorf endurskoðenda til endurskoðunarnefnda • Gender difference in financial literacy
ERINDI: Starfsánægja og hvatning • „Gott fyrsta starf“: Erlendir starfsmenn á íslenskum hótelum • Frá Madrid til Mánárbakka: Uppbygging ferðaþjónustu í dreifðum byggðum – áskoranir varðandi vinnuafl
ERINDI: Þjónustuhneigð? • Erlendar kvikmyndahátíðir: þátttaka íslenskra framleiðenda • Staðsetning viðburða og væntingar ólíkra markhópa • Gæði, ímynd, árangur • Þróun á ímynd áfangastaða
ERINDI: The Gypsy shantytown at the doorstep: urban (in)formalities in the Roman peripheries • Sígaunasögur á Íslandi • How specific is Romani migration to Iceland: Reflections on preliminary research
ERINDI: Sjónarhóll – ráðgjafmarmiðstöð: viðhorf foreldra og fagaðila til þjónustunnar • Reynsla notenda af endurhæfingarþjónustu • Áhrif þjónustu, stjórnsýslukerfa og stefnumótunar á möguleika fólks með hreyfihamlanir til að komast á milli staða • Sérfræðingar í eigin málum: Réttur fatlaðs fólks til virkrar þátttöku í stefnumótun og lagasetningu • Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlun á Íslandi •
ERINDI: Áhrif öráreitni á kynjasálfsmynd (e. Sexual identity) og tjáningu kynverundar • Gleðispillar og vandræðagemlingar: Hrif, móðurhlutverkið og fötlun • Tíðni ofbeldis gegn fötluðum konum: Ný íslensk rannsókn •
ERINDI: „Ég skil ekki alveg af hverju enginn tók eftir því að þarna væri ofbeldi í gangi“. Hver er upplifun íslenskra kvenna og kvenna af erlendum uppruna sem fara úr ofbeldissamböndum? • Ungir menn, karlmennskuhugmyndir og samþykki í kynlífi
ERINDI: Critiquing ‘thinking as usual’ about disability and normal development in childhood disability research • Að verða fullorðin: Raddir og reynsla ungs fatlaðs fólks. „ bestu mómentin eru þegar ég fæ tækifæri til að vera bara ég“ • Innbyrðing, andóf og vald: Samstaða og mikilvægi hennar í fötlunaraktívisma • Hvernig tryggjum við að raddir barna séu í brennidepli? Reynsla og áskoranir í rannsóknum með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra
ERINDI: Foreldrar, fæðingarorlof og staða á vinnumarkaði • Fæðingarorlof og æðstu stjórnendur: kynjaójafnrétti á íslenskum vinnumarkaði • Fæðingarorlof í prentmiðlum 2000-2017 • „Það er auðvitað bara, það er bardagi“. Um samræmingu fjölskyldu og atvinnu á meðal doktorsmenntaðra • Áhrif kyns, aldurs og fjölskyldugerðar á starfsferilsþróun doktorsmenntaðra á Íslandi
ERINDI: Alþjóðlegar siðareglur: Nýjar áherslur í fagmennsku • Viðmið úrskurða um góð og vinnubrögð blaða- og fréttamanna • Traust á íslenskum fréttamiðlum
ERINDI: Framkvæmd eignarnáms - málstofan og hlutverk matsnefndar eignarnámsbóta • Framkvæmd eignarnáms - lagaumhverfi • Er eignarnám skilvirkt réttarúrræði fyrir eignarnema? • Eignarnámsframkvæmd frá sjónarhóli eignarnámsþola • Framkvæmd eignarnáms: Er breytinga þörf?
ERINDI: „Ekkert að frjetta nema bágindi” - Þjóðsagnasafnarar segja hug sinn í bréfum til Jóns Árnasonar • Tilhugalíf í textum • Birtingarmyndir fátæktar í dagbók frá 19. öld: “Hafa börnin oft grátið af sulti og kulda.” • „Annars vorum við foreldrar þess sársaknaða ástvinar sinnulitlir”. Sorgin í skrifum bændafólks á Ströndum á 19. öld. •
ERINDI: Sinn er siður í landi hverju • Hvað segja bændur þá? • Bændur, býli og börn • Send í sveit - Sælan og skuggahliðarnar • Sjálfboðaliðar í sveit. Um erlend ungmenni sem vinna kauplaust á sveitaheimilum
ERINDI: „Einnota samfélag, viljum við það? Fólk er aðeins farið að pæla, gera við og búa hlutina til sjálft“ • Alin upp erlendis – rofin náms- og starfsferilssaga • Árangur vinnumarkaðsaðgerða í kjölfar efnahagshruns
ERINDI: CARE - umönnun og þjónusta við eldra fólk • Er þörf á að endurskoða löggjöf sem mótar samskipti aðila vinnumarkaðarins? • Vinnutími og vaktavinna í hópum starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði • Health behaviours and academic engagement among adolescents starting high school • Job strain, gender and wellbeing at work: A case of public sector line managers • The Buenos Aires punk scene: towards an intersectional utopianism
ERINDI: Eru leyndarmál sem segja má frá? – Vernd uppljóstrara í íslenskum rétti • Af steinum og sleggjum og glerhúsum – fáein orð um uppljóstrara frá sjónarhóli refsiréttar og sakamálaréttarfars • Frumvarp nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis • Vernd uppljóstrara og atvinnulífið
ERINDI: Skuggavirði óhóflegrar áfengisneyslu • The Shadow Price of Inadequate Sleep • Mat á virði hlutfallslegrar efnahagslegrar stöðu • Virði þess að vera í kjörþyngd og samspil þess við þyngd maka • Að meta velferð til fjár: Siðfræðileg greining á tekjuuppbótaraðferð
ERINDI: Sköpun íslenskrar þjóðarímyndar: Karlmennska eða kerlingabækur? • „Vandræðalausn“ eða „vel heppnaður gjörningur“: Viðhorf borgarbúa til húsaflutninga á miðborgarsvæðinu • Rödd fólksins: Danska hetjukvæðastríðið (1847-1848) • Kirkjan á Íslandi og tengsl hennar við veraldleg yfirvöld frá þjóðveldi til vorra daga
ERINDI: Sociology of Religion and Milieu Analysis. The veneration of the folk saint La Santa Muerte (Saint Death/Holy Death) in the USA and Mexico in transnational perspective • Glímt við mann og björn: Birtingarmyndir jaðarsettra menningarhópa í tveimur frásögnum • „…hafa þær þó alla stund fóstrað á skauti sér sagnafræði vora og þjóðsögur. “ • „Nokkuð skapþung, en trú og dygg“ Birtingarmynd kvenna í Íslenskum þjóðsögum • Þjóðtrúarleg mörkun annarskonar líkama
ERINDI: Tilkynningar til lögreglu: einkenni þolenda sem tilkynna ekki brot til lögreglu • Viðhorf íslenskra lögreglunema til skoptvopnaburðar lögreglumanna • Er neysla Íslendinga á kannabis að aukast og afstaða þeirra í fíkniefnamálum að breytast? • Ofbeldi í samfélaginu og afleiðingar þess. Hvað þarf til að uppræta ofbeldi gegn börnum? •
ERINDI: Manndráp á Norðurlöndum: Samanburður milli landa • Haturstjáning í íslensku samhengi • Emotional Labour in Police Work: Are police officers who live and work in the rural and remote areas ever off-duty? • Aðgengi fyrir alla: Breyttar áherslur í þjónustu lögregu við þolendur kynferðisbrota
ERINDI: CMC-líkanið um neyslu barna á máltíðum • Viðhorf og upplifun af skólaíþróttum • Með hvaða hætti getur hegðun þjálfara dregið úr brottfalli handknattleiksiðkenda? •
ERINDI: " Are organisations embracing and implementing the UN Sustainable Development Goals?" • Messaging sustainability to key stakeholders: A case study on energy companies in Iceland • The reasons why energy companies want to be responsible business players. A study of Corporate Social Responsibility in the energy sector • Tourism and Corporate Environmental Management in Iceland: Industry perspectives on drivers and barriers
ERINDI: Sami, gamli þorparinn. Um þorp og borg í íslenskum kvikmyndum í ljósi byggðaþróunar • Byggðafesta innflytjenda í smáum þéttbýlistöðum á Íslandi • Menntun og byggðafesta • Búsetusaga og búsetufyrirætlanir þorpsbúa • Byggðafesta ungra kvenna – áhrifavald slúðurs
ERINDI: „Er þetta ekki bara einhver sýniþörf í manni? Ha?“: Dægurtónlistarfólk á Íslandi • Íslensk tónlist í tölum: Hvað vitum við? • Umfjöllun um íslenska tónlist í breskum fjölmiðlum og áhrif Bjarkar • From “Do It Yourself” to “Do It Together”: The new-school underground music scene in Reykjavik • Þjóðarsjálfsmyndir og togstreitan um „hið íslenska“ í dægurtónlist
ERINDI: Þegar hreyfanleiki og kyrrstaða togast á: Kyn, hneigðir og ástir • Hvers konar jafnrétti? - Færninálgunin og jafnrétti á vinnustaðnum Icelandair • The Tide is Turning? Gender Stereotypes and Motherhood-Penalty in the World’s Most Gender Equal Country • „Þetta er búið að vera þúsund sinnum erfiðari róður heldur en mig óraði fyrir“ • „Það var alltaf bara ætt inn, það var ekkert: er ég að trufla?“
ERINDI: Óbyggðirnar kalla: Loftslagsorðræða í ríki Pútíns • Blóðrauð sól: Loftslagsvandi Kína • Kjarnorka (?): Um loftslagsorðræðuna í Japan • Dauðans alvara: Loftslagsmál og náttúruvernd í Rómönsku Ameríku •
ERINDI: Fertility developments and family dynamics in Iceland at the turn of the 21st century • Framtíð íslenskrar lýðfræði
ERINDI: Rökræðukönnun og lýðvistun (Deliberative polling and Crowdsourcing) • Viðhorf almennings og tillaga stjórnlagaráðs (Public opinion and the Constitutional Council‘s Proposal) • Lýðræðislegt samráð: Þátttaka almennings, aðkoma hópa (Public consultation: participation and inclusion) • Heildarendurskoðun í áföngum (A Complete revision in stages) • Skipulegar rökræður í hópum: Lögmæti og virkni (Mini-public deliberation: Legitimacy and function) •
ERINDI: Þróun þekkingartengsla milli háskóla og atvinnulífs. Læknisfræðileg verkfræði við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg 1948-2018 • Öryggisnet? Staðsetning og tengslanet áhættufjárfesta sem fjárfesta í umdeilanlegum sprotafyrirtækjum • Hvernig eru Agile aðferðir nýttar á Íslandi? • Opinber nýsköpun - Hvernig geta stjórnvöld stuðlað að frekari nýsköpun hjá opinberum vinnustöðum? •
ERINDI: Fjármálaorð á fleygiferð • Greiningardeild Íðorðabankans • Leitin að fjármálaorðum
ERINDI: Mæður og manneskjur frá fyrstu frumuskiptingu: Fjölmiðlaumfjöllun um þungunarrof í Bretlandi og á Íslandi • "Öll viðkvæmni óþörf" - um sjálfsákvörðunarrétt kvenna til þungunarrofs • Kvenleikanum ögrað: Að hafna móðurhlutverkinu eða að sjá eftir því að hafa orðið móðir • „Ekki vera að hrófla við þessum lögum“ Um baráttuna fyrir nýjum þungunarrofslögum • Þungunarrof og hið stöðuga bakslag
ERINDI: Samkeppni á smásölumarkaði með lyf á Íslandi • Útflutningur hráefna: Hagræn áhrif • Eiga markaðslausnir erindi á orkumarkað? • Er skynsamlegt að takmarka lánstíma fasteignalána?
ERINDI: Félagslegt réttlæti í tónlistarnámi á Íslandi • Intersection of class, race, gender and ability: Analysis of social networks and power relations in diverse classroom settings • Mótun millistéttarsjálfsins í Menntaskólanum: Að þróa sjálfsmynd frá upprunavettvangi dreifbýlis og/eða lægri stétta • Stétt og fjöldamótmæli
ERINDI: Nýsköpunarverkefnið um Stuðlagil: Tækifæri fyrir nemendur til starfsþróunar í rannsóknum • Stuðlagil: Tengsl stafræns veruleika og náttúrulegs efnisheims • Stuðlagil: Upplifun ferðamanna af áfangastað á fyrstu stigum uppbyggingar • Stuðlagil: Viðhorf og væntingar heimamanna við breyttu landslagi Efra-Jökuldals • Áfangastaðir í krafti ferðamanna?
ERINDI: Reynsla kennara af því að styðja nemendur með námsörðugleika • Upplifun nemenda af stuðningi kennara • „Það mætti vera meiri samfella“: Reynsla starfsfólks í sérfræðiþjónustu
ERINDI: Hvað er það sem „aðrir“ ekki sjá í starfi félagsmiðstöðva? • Neysla, nýting og nýsköpun • MACOS fyrirbærið - – Mannfræði sem meginviðfangsefni í menntun
ERINDI: ,,Snýst fyrst og fremst um mannleg samskipti“ Verkefnastjórinn sem leiðtogi og mikilvægi leiðtogaeinkenna verkefnastjóra • Verkefnastjórinn sem leiðtogi: Mikilvægi leiðtogaeinkenna verkefnastjóra • Straumlínustjórnun fyrir skapandi fyrirtæki?
Svipmyndir af fyrri ráðstefnum
Ljósmyndir frá Þjóðarspegli fyrri ára
Thjodarspegill_stubbur
Finndu málstofu