Þjóðarspegillinn
Ráðstefna í félagsvísindum
Dagar
Klukkustundir
Mínútur
Sekúndur
Nýnemar í HÍ
Þjóðarspegillinn Ráðstefna í félagsvísindum
Þjóðarspegillinn Ráðstefna í félagsvísindum

Þjóðarspegillinn, ráðstefna í félagsvísindum, er haldinn ár hvert við Háskóla Íslands. Í rúma tvo áratugi hefur ráðstefnan verið vettvangur fyrir fræðilega umræðu um það sem efst er á baugi á sviðinu.

Á ráðstefnunni gefst fræðafólki í félagsvísindum tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og eru þar árlega flutt mörg fjölbreytt erindi um nýjar og spennandi rannsóknir. Í ráðstefnuvikunni er veggspjaldasýning þar sem fræðafólk, meistara- og doktorsnemar kynna rannsóknir sínar.

Ráðstefnan hefur frá upphafi verið vel sótt af fræðafólki, nemendum og almenningi.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Þjóðarspegilinn XXI sem haldinn verður 30. október 2020.

Frestur til að skrá sig rennur út 25. ágúst 2020.

Um fyrirkomulag ráðstefnunnar

Fyrirkomulag ráðstefnunnar er þannig að fræðafólk tekur höndum saman og skipuleggur sameiginlegar málstofur með 2-5 faglega tengdum erindum. Gert er ráð fyrir að hver málstofa sé um 1,45 klst. Ekki er tekið við einstökum ágripum nema undir sérstökum kringumstæðum og því hvetjum við áhugasama til að leita samstarfs við annað fræðafólk á sviðinu og skipuleggja málstofur í sameiningu.

Einnig er hægt að senda inn ágrip að veggpjaldi sem mun vera til sýnis  á veggspjaldasýningu dagana 26. til 30. október. Vinsamlegast athugið að í ár verða ekki örkynningar veggspjalda. Reglur um veggspjöld hafa þó verið rýmkaðar og nú geta höfundar sent inn ágrip um veggspjöld sem fjalla um nýlegar rannsóknir sem hafa jafnvel verið birt á öðrum vettvangi.

Áhugasamir þátttöku þurfa að fylla út Skráningaform fyrir höfunda ágripa sem finna má neðar á síðunni. Vinsamlegast athugið að ágrip fyrir erindi og veggspjöld eiga að innihalda stutta lýsingu á markmiði rannsóknar, aðferðum og helstu niðurstöðum eða lærdómi. Ágripin munu birtast í ágripabók sem verður aðgengileg á vefsíðu Þjóðarspegilsins og á Skemmunni.

Einnig þarf að skrá allar málstofur sérstaklega með því að fylla út Skráningarform fyrir ábyrgðarmann málstofu / málstofustjóra. Þar þarf m.a. að fylla út upplýsingar um ábyrgðaraðila málstofunnar en sá aðili sér um að skipuleggja málstofuna og er í samskiptum við starfsfólk Félagsvísindastofnunar og fyrirlesara málstofunnar í aðdraganda ráðstefnunnar.

Reglur um þátttöku

Vinsamlegast athugið að hver og einn getur aðeins verið höfundur að tveimur erindum, þ.e. aðalhöfundur að einu og meðhöfundur að öðru, óháð fræðasviði. Þar að auki geta leiðbeinendur nemenda í framhaldsnámi verið meðhöfundar með tveimur erindum nema sinna.

Þátttaka doktorsnema er óháð aðkomu leiðbeinenda en að erindum/veggspjöldum meistaranema þurfa leiðbeindur að vera skráðir meðhöfundar.

Grunnnemendur geta ekki verið aðalhöfundar erinda eða veggspjalda.

Rules for participation

Please note that participants can send in two presentations at most. One can only be a first author of one presentation and a co-author of another, regardless of academic field. In addition to that, supervisors of postgraduate students may co-author two presentations.

Doctoral students may participate independent of their supervisors.

Poster and presentations of master students must be co-authored by their supervisors.

Undergraduate students cannot be first authors of posters or presentations.

The structure of the conference, in short

In the conference scholars, professionals and other specialists in the field of social sciences collaborate and jointly organize seminars (IS: málstofa) with 2-5 relevant presentations (each seminar is 1,45 hours). Single presentations will not be accepted, although we may consider special circumstances. We therefore urge those who are interested in participating in the conference to seek out collaboration with other scholars to arrange seminars.

Participants may also register an abstract for a poster that will be displayed in a poster exhibition from the 26th to the 30th of October. Please note that this year there will be no presentations in relation to the posters.  Authors may send in abstracts for recent posters that have already been presented elsewhere.

To participate authors have to fill out the Registration form in English which is provided below. Authors must provide an abstract includes a title, a short description of the aim of the study, description of methods, results and conclusion. All abstracts will be published in a Book of abstracts and will be accessible at the conference’s website

Each seminar must registered by filling out the Registration form for Seminar Chairperson / persons responsible. This should be done by the individual who oversees and organizes the session and is in contact with the Social Science Research Institute and the seminar presentors in the preperation stages.

 

Skráning á Þjóðarspegilinn 2020 fer fram rafrænt.

Höfundar þurfa að fylla út skráningarform fyrir höfunda fyrir hvert og eitt erindi og veggspjald sem þeir senda inn. Málstofur þarf einnig að skrá sérstaklega í Skráningarform fyrir ábyrgðarmann málstofu / málstofustjóra

Þjóðarspegillinn 2019 í tölum

252
Fræðafólk
52
Málstofur
209
Ágrip
205
Erindi
Kort af háskólasvæðinu
Skoðaðu staðsetningu bygginga HÍ
Svipmyndir af ráðstefnunni
Ljósmyndir frá Þjóðarspeglinum 2019
Thjodarspegill_stubbur
Finndu málstofu 2019