Þjóðarspegillinn-banner-rannsóknir

Rannsóknir í félagsvísindum

Æska Gíneu-Bissá: áskoranir og tækifæri

Um rannsóknina

Um er að ræða röð rannsókna sem skoða áskoranir ungs fólks í Gíneu-Bissá en rúmlega 60% íbúanna eru yngri en 25 ára eins og víðar í Afríku sunnan Sahara. Fyrsta skrefið var að leggja spurningalista fyrir rúmlega tvö þúsund 15-17 ára gamla nemendur í skólum höfuðborgarinnar Bissá í samstarfi við Rannsóknir og greiningu/Planet Youth. Sú nálgun gerir mögulegan samanburð gíneanskra unglinga við íslenska og evrópska jafnaldra hvað varðar meðal annars áfengisneyslu, reykingar, notkun vímugjafa, reynslu af ofbeldi og afbrotum, afstöðu til skólans og framtíðaráforma.

Auk þessa beinast rannsóknirnar að ójöfnuði meðal ungs fólks, aðgengi þeirra að veraldarvefnum og notkun félagsmiðla. Í nóvember og desember 2022, var lagður spurningalisti fyrir rúmlega 2,000 nemendur í sex háskólum í Bissá, að hluta til með svipaðar áherslur en aðlagaðar að markhópnum. Í rannsóknunum er einnig stuðst við eigindlega aðferðafræði til að varpa sem fjölbreyttustu ljósi á aðstæður ungs fólks í landinu, þar með talið áhrifum Covid á skólanemendur, unglinga sem eru utan skóla og Kóranskóladrengi sem lifa af betli.

Rannsóknirnar fjallar um æsku sem er að finna sér farveg í lífinu og er að kljást við margs konar áskoranir. Niðurstöður hafa verið kynntar á fundum og ráðstefnum í Bissá, meðal annars með stjórnvöldum, skólastjórum, kennurum, alþjóðlegum stofnunum og ungu fólki. Rannsóknarhópurinn hvetur til stefnumótunar um framtíð ungs fólks sem byggja á grunni rannsóknarniðurstaðna um þær áskoranir og tækifæri sem það stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að vinna með því að lausnum.

Auk þess veita rannsóknirnar tækifæri fyrir kennara og nemendur að kynnast aðstæðum samstarfsaðilanna á gagnkvæman hátt.

Rannsóknarteymið

Aladje Balde, rektor Jean Piaget háskóla og forseti Lýðheilsustofnunar Gíneu-Bissá (INASA), Fatou N´dure Baboudóttir, doktorsnemi í þróunarfræðum við HÍ, Geir Gunnlaugsson barnalæknir og prófessor emerítus í hnattrænni heilsu við HÍ, Hamadou Boiro, doktorsnemi í mannfræði við HÍ og rannsakandi við Miðstöð félagsvísinda í Bissá (INEP), Jon Edmund Bollom, prófessor í mannfræði, Jónína Einarsdóttir prófessor í mannfræði við HÍ , Zeca Jandi doktorsnemi í félagsfræði við Universidade Federal de Bahia, Salvador, Brasilíu og rannsakandi við Miðstöð félagsvísinda í Bissá (INEP), Stefán Hrafn Jónsson, félagsfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, William Gomes Ferreira vararektor Jean Piaget háskóla

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Fjármögnun frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og Erasmus+

University Jean Piaget; Instituto Nacional de Estudos e Pesquisa (INEP); Universidade Lusófona Guiné-Bissau; Universidade Amilcar Cabral; Universidade Colinas de Boé; Escola Politécnico Tchico Té; Universidade Católica, Háskóli Íslands, Planet Youth; Rannsóknir og greining, Háskólinn í Reykjavík.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021