Rannsóknin felur í sér endurmat á torfhúsa-arkitektúr með það fyrir augum að skilja verufræðilega tilvist hans, tengsl manna og annarra lífvera sem og margbrotna hæfni lífveranna sem skapa og lifa í torfbænum.
Þessi rannsókn er hluti af heildarmarkmiði ROCS rannsóknasetursins og svarar sífellt háværara kalli eftir athugunum sem fást við að endurheimta og þróa þekkingu um heiminn sem samtvinnaða heild.