Rannsóknir í safnafræði

Turfiction

Rannsóknarverkefnið skoðar hvernig megi læra af íslenskum torfhúsa-arkitektúr að “opna rými í heiminum fyrir aðrar lífverur” (van Dooren 2014:5), á tímum þegar samfélög og vistkerfi standa frammi fyrir auknum áskorunum í kjölfar hlýnunar og útdauða tegunda. Í upphafi tuttugustu aldar, voru torfhús, vistarverur Íslendinga í yfir þúsund ár, álitin hindrun gegn nútíma framförum og þeim útrýmt.

Rannsóknin felur í sér endurmat á torfhúsa-arkitektúr með það fyrir augum að skilja verufræðilega tilvist hans, tengsl manna og annarra lífvera sem og margbrotna hæfni lífveranna sem skapa og lifa í torfbænum. Verkefnið hafnar mannhverfri sýn á arkitektúr og nálgast torfhús sem vistkerfi eða ofurlífveru, sem samanstendur af flóknu rótarkerfi, mold, sveppum, örverum, plöntum, fléttum, steinum, timbri, skordýrum, kúm, kindum og mannfólki.

Markmið verkefnis er að miðla lífi, getu og kænsku torfhúsins með frásögnum af félags- og efnislegum tengslum, fjöltegunda-tengslum (e. multispecies relations) og hvernig tegundirnar bindast tíma og rými. Þetta myndar grundvöll til þess að endurhugsa arkitektúr framtíðarinnar með tilliti til samlífis lífveranna og ábyrgð manna gagnvart þeim og umhverfinu.

Rannsóknin er stefnumót félags- og náttúruvísinda, arkitektúrs og lista. Hún miðlar þverfaglegri sýn á torfbæinn sem vistkerfi og dregur fram möguleika arkitektúrs til að hlúa að vistkerfishugsun, efnahringrásum, samlífi lífveranna og lífræðilegum fjölbeytileika.

Rannsóknarteymið

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Háskóli Íslands, Rannís, NosHs. fjármagna verkefnið sem er unnið í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands, Aalto University, ásamt fjölmörgum sjálfstætt starfandi fræða- og listafólki.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands og Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur.

Rannsóknin tengist námi í safnafræði

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

 • 3. Heilsa og vellíðan
 • 4. Menntun fyrir alla
 • 5. Jafnrétti kynjanna
 • 6. Hreint vatn og hreinlætisaðstaða
 • 7. Sjálfbær orka
 • 9. Nýsköpun og uppbygging
 • 11. Sjálfbærar borgir og samfélög
 • 12. Ábyrg neysla og framleiðsla
 • 13. Aðgerðir í loftslagsmálum
 • 14. Líf í vatni
 • 15. Líf á landi
 • 16. Friður og réttlæti
 • 17. Samvinna um markmiðin
Thjodarspegill_stubbur 2 2021