Rannsóknir í viðskiptafræði

Aldursfordómar á vinnumarkaði

Með vaxandi þátttöku eldra fólks á vinnumarkaði hafa aldursfordómar fangað athygli vísindamanna og almennings. Það er skiljanlegt þar sem aldursfordómar geta haft alvarlegar fjárhagslegar og heilsufarslegar afleiðingar fyrir þolendur. Í þessari rannsókn eru aldursfordómar á íslenskum vinnumarkaði rannsakaðir með því að kanna hvort eldri umsækjendur séu metnir öðruvísi en yngri umsækjendur af ráðningaraðilum. Notast er við tilraunasnið þar sem ráðningaraðilum er skipt slembið í tvennt og þeir látnir meta ferilskrár (yngri/eldri).

Niðurstöður okkar sýna að ráðningaraðilar vilja síður ráða eldri umsækjendur samanborið við yngri umsækjendur. Niðurstöður sýna einnig að eldri umsækjendur eru verr metnir með tilliti til líkamlegrar hæfni, heilsu og aðdráttarafls samanborið við yngri umsækjendur. Loks sýndu ungir og minna reyndir ráðningaraðilar fleiri merki um aldursfordóma en eldri og reynslumeiri ráðningaraðilar. Farið er yfir afleiðingar fyrir stofnanir og fyrirtæki ásamt því að undirstrikuð er nauðsyn þess að þjálfa ráðningaraðila.

Rannsóknin tengist námi í viðskiptafræði

Rannsóknarteymið

Kári Kristinsson prófessor í Viðskiptafræðideild, Auður Valdimarsdóttir o.fl.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021