Rannsóknir í stjórnmálafræði

Íslenska kosningarannsóknin (ÍsKos)

Íslenska kosningarannsóknin (ÍsKos) er viðamikil rannsókn um íslenska kjósendur, stjórnmálaflokka og stjórnmálaviðhorf, sem hefur verið framkvæmd við hverjar Alþingiskosningar frá 1983. Í dag gegnir ÍsKos burðarhlutverki í rannsóknum á íslenskum stjórnmálum og samfélagi.

Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði vann frumkvöðlastarf í uppbyggingu innviða í íslenskum félagsvísindum þegar hann hleypti kosningarannsókninni af stokkunum árið 1983. Með árunum hefur umfang og rannsóknateymi ÍsKos stækkað, er hún nú í formi spurningakannana sem eru lagðar fyrir kjósendur eftir kosningar, fyrir kjósendur á meðan á kosningabaráttu stendur og fyrir frambjóðendur stjórnmálaflokka í kjölfar Alþingiskosninga.

Rannsóknarteymið

Agnar Freyr Helgason, dósent í stjórnmálafræði, Eva H. Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði, Hulda Þórisdóttir dósent í stjórnmálafræði, Jón Gunnar Ólafson, nýdoktor og Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus. Þau eru um þessa mundir að vinna að bók um kosningarnar 2021 sem mun koma út hjá Háskólaútgáfunni og ber vinnuheitið Lognmolla í ólgusjó.

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Innviðasjóður og rannsóknasjóður RANNÍS, Alþingi og Rannsóknarsjóður HÍ

Rannsóknin tengist námi í stjórnmálafræði

Útgefið efni um rannóknina

Byggt á gögnum ÍsKos hafa verið birtar fjölmargar greinar og bækur, sem hafa meðal annars fjallað um breytingar á málefnaásum íslenskra stjórnmála, kosningaþátttöku, ánægju með virkni lýðræðis, pólitískt traust, tilkoma nýrra flokka og margt fleira. Nýverið kom út bókin Electoral Politics in Crisis sem byggði á gögnum ÍsKos, um afleiðingar efnahagshrunsins á íslensk stjórnmál – en bókina má nálgast í opnum aðgangi hér.

Sjá lista yfir ritrýndar útgáfur um rannóknina hér

 

Thjodarspegill_stubbur 2 2021