Rannsóknir í mannfræði

Myrkur og ljós: Þverþjóðleg tengsl Íslands og Kanaríeyja

Þessi rannsókn skoðar kynþáttafordóma á 19. og fyrrihluta 20. aldar. Rannsóknin notar safn brjóstmynda sem finna má á Kanarýeyjum til þess nálgast kynþáttafordóma og nýlendutengsl. Brjóstmyndirnar voru keyptar frá Frakklandi og fluttar til eyjanna í lok 19. aldar til að hafa til sýnis á fornleifasafni sem hýsir líkamsleifar og efnismenningu frumbyggja Kanaríeyja. Flestar brjóstmyndirnar voru þó gerðar um miðja 19. öld, m.a. af nokkrum Íslendingum, þegar kynþáttavísindi voru í mótun.

Rannsóknin spyr: Hvaða ljósi varpar saga brjóstmyndanna á Kanaríeyjum á sögu kynþáttafordóma, sem og þverþjóðlegra tengsl í gegnum nýlendustefnu? Hvað segir hún um hlutverk Íslands í þessari sögu? Eitt af markmiðum verkefnisins er að gera sýnilega sögu kynþáttafordóma og mótun kynþáttavísinda sem þátt í tengja saman ólík svæði utan og innan Evrópu.

Þetta er mikilvægt í samtíma sem einkennis af sterku ákalli um afnýlenduvæðingu og uppgjör við misrétti og fordóma fortíðarinnar. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni (CERM-Creating Europe through Racialized Mobilities) sem skoðar einnig tengsl Kanaríeyja og Íslands í nútíma, sem og hreyfanleika og misskiptingu.

Rannsóknarteymið

Kristín Loftsdóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði leiðir rannsóknina og er aðalrannsakandi. Í rannsóknarverkefninu CERM sem þetta verkefni er hluti af er alþjóðlegur hópur fræðifólks. Rannsóknin er styrkt af Rannsóknarsjóði Íslands og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands

Fréttir sem tengjast rannsókninni

Birtar fræðigreinar um rannsóknina

  • Kristín Loftsdóttir. Væntanlegt (2023). Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu
    Sögufélagið.
  • Kristín Loftsdóttir, (2022). Hidden Stories: Plaster Busts in Gran Canaria as Folded
    Objects. Interventions, 1-18.
  • Kristín Loftsdóttir. 2020. Andlit úr gifsi og samtenging heimsins . Ritið, 3(2): 203-234. DOI:
    10.33112/ritid.20.3.9

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

  • 5. Jafnrétti kynjanna
  • 10. Aukinn jöfnuður
  • 16. Friður og réttlæti
Thjodarspegill_stubbur 2 2021
Skráning á póstlista

Skráning á póstlista

Nafn persónu, stofnunar eða félagasamtaka