Rannsóknir í mannfræði

Aðlögun aðfluttra og innflytjenda í landsbyggðum á Íslandi

Viðfangsefni rannsóknarinnar er upplifun innflytjenda og Íslendinga af aðlögun og því hvernig aðkomufólk verður þátttakendur í samfélaginu í landsbyggðum utan höfuðborgarsvæðisins. Um allt land hafa orðið miklar samfélagsbreytingar með breyttum atvinnuháttum, svo sem aukinni ferðaþjónustu, sem hafa falið í sér aukinn hreyfanleika fólks. Landsbyggðir á Íslandi eru því í dag að meira eða minna leyti fjölmenningarlegar. 

Markmið rannsóknarinnar er að athuga viðhorf  og skilgreiningar Íslendinga og fólks af erlendum uppruna á því hvað aðlögun felur í sér og hvernig hún gengur fyrir sig. Sjónum er meðal annars beint að reynslu fólks af flutningum til staðanna og hvernig því er tekið.  

Um er að ræða mannfræðilega vettvangsrannsókn. Rannsakendur dvelja í þrjá mánuði á hverju svæði; taka viðtöl við mismunandi einstaklinga af ólíkum uppruna, þar á meðal Íslendinga sem ekki hafa mikið af innflytjendum að segja og innflytjendur sem ekki hafa mikil samskipti við Íslendinga. Fólk sem tekur þátt í rannsókninni  er spurt um kosti og galla búsetu á hverjum stað og um þætti sem hafa  áhrif á upplifun þess og möguleika á þátttöku í samfélaginu eins og aðgengi að þjónustu, aðgengi að íslenskunámskeiðum og um hindranir og tækifæri á vinnumarkaði.

Rannsóknarteymið

Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði, Pamela Innes, prófessor í mannfræði og Anna Wojtynska nýdoktor í mannfræði 

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Rannsóknin er styrkt af National Science Foundation USA

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

  • 1. Engin fátækt
  • 4. Menntun fyrir alla
  • 8. Góð atvinna og hagvöxtur
  • 10. Aukinn jöfnuður
  • 16. Friður og réttlæti

Fréttir sem tengjast rannsókninni

Rannsóknin tengist námi í mannfræði

Thjodarspegill_stubbur 2 2021
Skráning á póstlista

Skráning á póstlista

Nafn persónu, stofnunar eða félagasamtaka