Rannsóknir í kynjafræði

UISH – Viðbrögð við kynferðislegri áreitni á vinnustöðum

Kynferðisleg áreitni ógnar heilsu og velferð starsfólks á norrænum vinnumarkaði og viðheldur kynjamisrétti. Rannsóknin er liður í norrænu rannsóknarverkefni um viðbrögð við kynferðislegri áreitni innan vinnustaða, með sérstaka áherslu á lögregluna. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kynferðisleg áreitni viðgengst innan lögreglunnar á Íslandi (hér má vera hlekkur á aðra þjóðarspegilssíðu, sem ég hef óskað eftir að verði gerði um vinnumenningu lögreglunnar).

Markmið verkefnisins er að þróa þjálfun sem tekur mið af vinnumenningu lögreglunnar og valdeflir starfsfólk til þess að bæta starfsumhverfi sitt og stemma stigu við kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. Þjálfunin byggir á aðferðum sem þróaðar hafa verið á Norðurlöndunum og sérstök áhersla er á gagnvirkt nám, aukna samkennd og samtal á milli starfsfólks. Við þróun þjálfunarinnar verður leitast við að auka skilning og þekkingu á viðbrögðum starfsfólks á aðgerðum gegn kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, sérstaklega innan lögreglunnar.

Rannsóknin er liður í því að stuðla að inngildandi vinnuumhverfi innan lögreglunnar, en vonir eru bundnar við að þjálfunin verði í lok rannsóknarinnar orðinn hluti af skyldubundinni menntun lögreglumanna og annarri menntun sem veitir aukin starfsréttindin innan lögreglunnar. Niðurstöður rannsóknarinnar verða einnig mikilvægt innlegg í rannsóknir á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum, og þá sérstaklega hvernig megi stemma stigu slíkri áreitni innan lögreglunnar.

Rannsóknarteymið

Finnborg S. Steinþórsdóttir, aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ. Gyða M. Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ. Laufey Axelsdóttir, nýdoktor í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ. 

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Rannsóknin er styrkt af Nordforsk.

Rannsókn tengist námi í kynjafræði og stjórnmálafræði

Útgefið efni um rannsóknina

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

  • 3. Heilsa og vellíðan
  • 4. Menntun fyrir alla
  • 5. Jafnrétti kynjanna
  • 8. Góð atvinna og hagvöxtur
  • 17. Samvinna um markmiðin
Thjodarspegill_stubbur 2 2021
Skráning á póstlista

Skráning á póstlista

Nafn persónu, stofnunar eða félagasamtaka