Rannsóknir í hagfræði

Teymi um tekjuuppbót

Að leggja mat á gæði sem ekki hafa skýrt markaðsverð er vandasamt en um leið mikilvægt verkefni til að undirbyggja opinbera stefnumótun og ákvarðanir. Rannsóknarhópurinn Teymi um tekjuuppbót (ConCIV) vinnur að mati á virði óáþreifanlegra gæða á grundvelli tekjuuppbótaraðferðarinnar.

Fjárhagslegt virði gæða er fundið með því að mæla þá tekjuaukningu sem þyrfti til að vega upp á móti velferðartapi eða aukningu sem gæðin hafa í för með sér.

Dæmi um slíkt er virði þess að þjást af tilteknum heilsukvilla. Tölfræðileg tengsl milli tekna, heilsu og lífsánægju eru notuð til að meta óbein fórnarskipti milli tekna og heilsu. Slíka greiningu er hægt að nota fyrir aðra mikilvæga þætti lífsins, t.d. til að meta virði félagslegra samskipta og öryggis.

Tekjuuppbótaaðferðin hefur aðferðarfræðilega kosti umfram aðrar aðferðir sem meta virði gæða sem ekki hafa markaðsverð. Niðurstöður byggðar á aðferðinni eru enn af skornum skammti en það er þó ört að breytast.

Rannsóknarteymið og samstarfsaðilar

Teymi um tekjuuppbót samanstendur af fræðimönnum frá ýmsum löndum og á ýmsum stigum starfsferils síns og nýtur það mikilvægra stofnanatengsla. Teymið er undir stjórn Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar um hópinn má finna á hér.

Fjármögnun

Rannsóknin er styrkt úr ýmsum sjóðum, svo sem Rannsóknarsjóði Íslands, Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands, Styrktarsjóði Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar, Jafnréttissjóði, Eimskipasjóði, Nýsköpunarsjóði námsmanna og fleiri sjóðum.

Útgefið efni um rannsóknina

Lista af birtum greinum í tengslum við rannsóknir rannsóknarhópsins Teymi um tekjuuppbót má finna hér

Rannsóknin tengist námi í hagfræði

Thjodarspegill_stubbur 2 2021