Þjóðarspegillinn-banner-rannsóknir

Rannsóknir í félagsvísindum

Náttúruleg tilraun á umbótum menntamála

Um rannsóknina

Við notum breytingu á menntakerfi Íslands sem náttúrulega tilraun til að mæla áhrif fjölda ára í framhaldsskóla á árangur á fyrsta ári í háskóla. Lengd framhaldsskólanáms á Íslandi var stytt um eitt ár með þjöppun á námskrá. 

Rannsóknin nýtur góðs af miklum fjölbreytileika í aldri bæði innan hópsins sem var rannsakaður og samanburðarhópanna sem gerir okkur kleift að aðgreina áhrif styttingu framhaldsskólanáms frá áhrifum aldurs þegar háskólanám er hafið. 

Við komumst að þeirri niðurstöðu að stytting framhaldsskóla, úr þremur árum í fjögur, leiddi til þess að háskólanemar á fyrsta ári ljúka færri einingum, fá lægri meðaleinkunn í loknum áföngum og er hættara við brottfalli. Niðurstöður benda til þess að áhrifin skýrist að hluta til af aldri við innritun í háskóla. Þetta á sérstaklega við um konur á meðan karlar verða fyrir skaðlegum áhrifum, jafnvel þó aldur sé tekinn með í reikninginn.

Rannsóknarteymið

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Gísli Gylfason, doktorsnemi við Paris School of Economics.

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Fjármögnun var engin en samstarfsaðilar voru Menntamálastofnun, sem hjálpaði til með gagnaöflun, Helgi E. Eyjólfsson hjá menntamálaráðuneyti og kennslusvið HÍ.

Útgefið efni um rannsóknina

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

  • 4. Menntun fyrir alla
  • 5. Jafnrétti kynjanna
Thjodarspegill_stubbur 2 2021