Rannsóknir í hagfræði
Kolefnislosun íslenska fiskiskipaflotans
Fiskveiðar eru stór hluti af íslenska hagkerfinu, samanborið við önnur lönd. Kolefnislosun frá fiskiskipum er því óvanalega mikil á Íslandi, eða tæplega 4% af heildarlosun Íslands. Miklar breytingar hafa hins vegar átt sér stað bæði í tækni og náttúrulegum skilyrðum fiskveiða.
Rannsóknin gengur út á að skoða þróun losunar og meta hvaða þættir hafa mest áhrif á losun frá fiskveiðum. Niðurstöðurnar sýna að verulegur samdráttur hefur orðið í losun íslenskra fiskiskipa á undanförnum tveimur áratugum, sem er þveröfugt við þróun losunar fiskveiða á heimsvísu. Samdrátturinn skýrist helst af stækkandi fiskistofnum, sérstaklega árangrinum sem hefur náðst í að stækka þorskstofninn. Stærri stofn krefst minni fyrirhafnar í veiðum sem dregur úr losun.
Rannsóknin sýnir að stundum er hægt að ná góðum árangri á mörgum sviðum sjálfbærrar þróunar samtímis með skynsamlegum aðgerðum.
Fjármögnun og samstarfsaðilar
Unnið í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun