Rannsóknir í félagsráðgjöf

Samfélagsleg nýsköpun í velferðarþjónustu

Markmið verkefnisins er hanna opið menntaefni, námsskrá og námsvef í samfélagslegri nýsköpun. Sérstök áhersla er lögð á nýsköpun í velferðarþjónustu sem snýr að valdeflingu viðkvæmra hópa í samfélaginu. Þróun námsefnisins byggir m.a. á ítarlegri þarfagreiningu sem felst í stefnugreiningu, eigindlegum viðtölum við samfélagsfrumkvöðla og rýnihópum með þátttöku ólíkra hópa svo sem notenda, þriðja geirans, fagfólks og rannsakenda. Námsefnið verður prófað á vinnustofum í ólíkum löndum og á grunni þess verður til verkfærakista fyrir alla þá sem hafa hug á að vinna slík verkefni til að bæta samfélagið.

Rannsóknaverkefnið gagnast samfélaginu þar sem við erum að búa til tæki og tól fyrir alla þá sem vilja nýta sér aðferðir samfélagslegrar nýsköpunar í velferðarþjónustu.

Rannsóknarteymið

Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild og forsvarskona Vaxandi miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun og Stefanía Kristinsdóttir, doktorsnemi og verkefnisstjóri.

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Styrkt af Erasmus + og unnið í samstarfi við Háskólinn í Vives í Belgíu og samfélagsfyrirtækin KMP- og Stimmuli í Grikklandi, Xwhy í Litháen og Almannaheill, samtök þriðja geirans á Íslandi.

Rannsóknin tengist námi í félagsráðgjöf

Thjodarspegill_stubbur 2 2021