Rannsóknir í félagsfræði og félagsráðgjöf

Fæðingarorlof og foreldrahlutverk: Jafnrétti í reynd?

Í maí 2000 samþykkti Alþingi einróma lög nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof. Lögin fólu í sér afar róttækar breytingar á aðstæðum nýbakaðra foreldra. Samkvæmt markmiðum laganna áttu þau að stuðla að því að börn nytu samvista við foreldra sína og auðvelda konum og körlum að samþætta atvinnu- og fjölskyldulíf. Þessi lög voru í gildi þar til heildarendurskoðun leiddi til laga nr. 144/2020.

Í þessari rannsókn  er spurt að hvaða leyti löggjöfin hafi náð hinu tvíþætta markmiði. Gögn, sem aflað með könnunum meðal foreldra á fjórum tímapunktum yfir tæplega 20 ára tímabil, voru nýtt til að greina breytingar á þátttöku mæðra og feðra í umönnun fyrsta barns og breytingar á vinnumarkaðs- þátttöku mæðra og feðra ári fyrir fæðingu barnsins og þar til það nær þriggja ára aldri.

Niðurstöður sýna að frá gildistöku laganna hafa feður aukið þátttöku sína í umönnun barna sinna og dregið hefur saman með foreldrum hvað varðar atvinnuþátttöku og vinnutíma.

Rannsóknin nýtist íslensku samfélagi með margvíslegum hætti, t.d. við stefnumótun til framtíðar en hún hefur einnig vakið alþjóðlega athygli og höfundar hafa greint frá niðurstöðum víða um heim. Litið hefur verið til reynsla Íslands við stefnumótun bæði í einstökum löndum og hjá Evrópusambandinu og því hafa niðurstöður rannsóknarinnar einnig nýst á alþjóðavettvangi.

Rannsóknarteymið

Guðný Björk Eydal prófessor í félagsráðgjöf og Ingólfur V. Gíslason prófessor í félagsfræði, Ásdís A. Arnalds nýdoktor við Félagsráðgjafardeild og forstöðumaður Félagsvísindastofnunar

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Rannsóknarsjóður RANNÍS, Rannsóknarsjóður Háskóla Íslands og Jafnréttissjóður Íslands styrkja rannsóknina og samstarfsaðilar eru Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, International Network on Leave Policy Research, og CA21150 – Parental Leave Policies and Social Sustainability 

Rannsóknin tengist námi í félagsfræði og í félagsráðgjöf

Útgefið efni um rannsóknina

Heimsmarkmið sem tengjast rannsókninni

  • 1. Engin fátækt
  • 3. Heilsa og vellíðan
  • 5. Jafnrétti kynjanna
  • 8. Góð atvinna og hagvöxtur
  • 10. Aukinn jöfnuður
Thjodarspegill_stubbur 2 2021
Skráning á póstlista

Skráning á póstlista

Nafn persónu, stofnunar eða félagasamtaka