Veggspjöld

Relationship between Mediterranean diet, body composition and physical fitness in 13 to 16-years old Icelandic students

Physical activity, physical fitness and adherence to the Medi­terranean diet (MD) are preventative factor of obesity. The aim of this study was to examine the association between physical fitness, body composition, and adherence to MD in 13 – 16 years old adolescents. A cross-sectional study was conducted, with 387 subjects of 13 – 16 years old students (54% boys) from secondary schools in Reykjavik. The ALPHA Fitness Test was used to measure physical fitness and body composition. The Medi­terranean Diet (KIDMED) questionnaire was used to assess adherence to MD. One-way ANOVA and Bonferroni post-hoc tests were performed for the associations between MD, body composition, and fitness according to gender and age. The results showed that boys had lower body fat percentage, and wider waist circumference, but no significant difference was found in BMI between genders. High/medium MD group had better performance in endurance test than those with low MD. Among boys, high/medium MD group had lower fat percentage and better performance on the sprint test than low MD group. MD was strongly related to endurance performance. The current findings indicate that MD is a strong determinant of lifestyle related health among ado­lescents in Iceland.

Þórdís Gísladóttir, Pablo Galan-Lopez and Francis Ries

Lykilorð: Mediterranean diet, body composition, physical fitness

22_poster_2020
Ógnanir og ofbeldi í garð félagsráðgjafa

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort félagsráðgjafar á Íslandi upplifi ógnanir og ofbeldi í starfi. Lagt var upp með að ná til allra starfandi félags­ráðgjafa á Íslandi sem skráðir voru í Félagsráðgjafafélag Íslands. Notast var við megindlega aðferð í formi spurningalista sem lagður var fyrir rafrænt. Þátttakendur voru 271 talsins og var svarhlutfall 54,7%. Kynjaskipting var á þá vegu að 94,1% þátt­takenda voru konur og 5,9% karlar. Flestir þátttakendur voru annars vegar á aldursbilinu 31-35 ára og hins vegar 56 ára og eldri, eða 17,3% í báðum tilfellum. Algengasta tegund ógnana og tilfinningalegs of­beldis sem þátttakendur lýstu reyndist vera að skjólstæðingur hafði hrópað eða öskrað á þá, en 70,5% þátttakenda höfðu upplifað slíkt. Algengasta tegund líkamlegs ofbeldis var að skjólstæðingur togaði í eða ýtti félagsráðgjafa af mikilli hörku en 5,5% þátttakenda lýstu slíku. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að félagsráðgjafar sem starfa í barnavernd og/eða fara á heimili skjólstæðinga sinna eru líklegri til að verða fyrir ofbeldi í starfi. Yngri félagsráðgjafar eru líklegri til þess að verða fyrir ofbeldi í starfi en eldri en niðurstöðurnar benda ekki til þess að munur sé á milli kynja. Rannsóknin sýnir að stór hluti félags­ráðgjafa hér á landi verður fyrir ógnunum og til­finningalegu ofbeldi í starfi og dæmi eru um að þeir verði fyrir líkamlegu ofbeldi. Höfundar telja mikilvægt að brugðist verði við niðurstöðunum til að tryggja betur öryggi félagsráðgjafa í starfi.

Freydís Jóna Freysteinsdóttir og Björn Már Sveinbjörnsson Brink

Lykilorð: félagsráðgjafar, ofbeldi, ógnanir

Veggspjald_Ógnanir og ofbeldi í garð félagsráðgjafa
Innleiðing Kanban í nýtt teymi: Hvað er á bak við töfluna?

Aðferðir verkefnastjórnunar hafa notið síaukinna vinsælda vegna þarfar skipulagsheilda til þess að auka skilvirkni og mæta síbreytilegum kröfum nútíma viðskiptaumhverfis. Kanban aðferðin er einföld en áhrifarík. Hún miðar meðal annars að því að gera vinnuna fyrirsjáanlegri og vinnuálag jafnara. Rannsókn þessi var gerð í samstarfi við ónefnda skipulagsheild, þátt­takendur voru ellefu. Markmið rannsóknarinnar var að innleiða tól, í von um að það myndi aðstoða þátttakendur við að bæta starfshætti sína og vinna á skilvirkari hátt. Vegna eðli rannsóknar var framkvæmd starfendarannsókn. Fyrsta skref var að safna gögnum um núverandi stöðu verkefna­stjórnunar innan skipulagsheildarinnar. Gögnum var safnað með þremur einstaklingsviðtölum og rýnihóp. Eftir greiningu gagna var ákveðið að innleiða Kanban töflu þar sem hún var talin koma til móts við þarfir skipulagsheildarinnar. Þátttakendur notuðu töfluna í þrjár vikur en á þeim tíma voru gerðar vikulegar athuganir í formi töflufunda. Að þeim tíma loknum átti seinni rýnihópur sér stað, markmið hans var að safna gögnum um reynslu og upplifun þátttakanda á notkun töflunnar. Niður­stöður sýna að þrátt fyrir stuttan reynslutíma þá sáu þátt­takendur mikinn ávinning af notkun töflunnar. Þátttakendur sögðust hafa verið skilvirkari og skipulagðari, einkum varðandi aðhald og yfirsýn. Rannsókn þessi sýnir fram á að á stuttum tíma getur innleiðing aðferða og tóla verkefnastjórnunar leitt gott af sér, eins og til dæmis skil­virkari vinnubrögð, betra skipulag og meiri yfirsýn yfir verkefni.

Svanhvít Helga Magnúsdóttir og Inga Minelgaité

Lykilorð: kanban, starfendarannsókn, verkefnastjórnun

127_poster_2020
Vinnuverndarfræðsla og öryggisþjálfun íslenskra ungmenna í vinnu

Flest íslensk ungmenni vinna á sumrin frá 14-15 ára aldri og mörg vinna líka með skóla. Lög tryggja ungmennum rétt til öruggs vinnuumhverfis og til öryggisþjálfunar en til að ung­mennin eigi tök á að nýta þennan rétt þurfa þau að fá fræðslu um hann í skóla. Lítið er hins vegar vitað um umfang og gæði þeirra vinnuverndarfræðslu og öryggisþjálfunar sem íslenskum ungmennum er boðið upp á. Markmið rannsóknarinnar er að skoða umfang og gæði annars vegar vinnuverndarfræðslu í skólum og hins vegar öryggisþjálfunar ungmenna í vinnu. Rann­sóknin byggir á blönduðum rannsóknaraðferðum. Annar vegar á spurningakönnun sem lögð var fyrir 2800 13-19 ára ungmenni, slembivalin úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 48,6%. Hins vegar á 12 hópviðtölum og sjö einstaklingsviðtölum við samtals 45 ung­menni. Niðurstöðurnar sýna að mikið skortir upp á umfang og gæði hvoru tveggja vinnuverndarfræðslu í skólum og öryggis­þjálfunar ungmenna í vinnu. Einungis 30% höfðu fengið ein­hverja vinnuverndarfræðslu og 14% öryggisþjálfun. Að auki var vinnu­verndarfræðslan sem í boði var ómarkviss og öryggis­þjálfunin einkenndist af óvirkri, einstefnu kennslu. Átti það sér­staklega við í verslunar- og veitingastörfum, algengustu störfum ungmennanna. Sú ályktun er dregin að efla þurfi vinnu­verndar­fræðslu í skólum og að upplýsa þurfi atvinnurekendur um skyldu þeirra til að tryggja öryggi starfsmanna sinna.

Margrét Einarsdóttir og Ásta Snorradóttir

Lykilorð: vinnuverndarfræðsla, öryggisþjálfun, ungmenni

Öryggisþjálfun 13-19 ára ungmenna í vinnu
A Community of Practice and Gender Budgeting in research and higher education organisations

The paper critically reflects on the opportunities and obstacles of Community of Practice (CoP) in developing and imple­ment­ing gender budgeting to challenge gender biases in decision-making of research organisations. We employ a case study with the GenBUDGET CoP as a case. The CoP includes sixteen members in ten organisations, and is part of an international network of CoPs, set-up and supported by the Horizon 2020 project ACT in 2019-2021. Through ‘Targeted Implementation Projects’ (TIPs), the CoP aims to take action as a community, develop shared knowledge on how to implement gender budgeting and deal with resistances. The within-case analysis explores: What is the po­tential for a CoP to create knowledge about gender budgeting, a relatively new subject, when experience and know­ledge about the subject is at different place? The analysis draws on the experiences and knowledge documented on the CoP’s monthly meetings, including the Cop members experiences with the TIPs, the progress of their work and the opportunities and barriers they face in their own organisations. The findings reveal, among other things, that some of the CoP members face resistances from key decision-makers in their organisations and need to convince them to employ the gender budgeting tool. However, being part of a H2020 project is important, as it pushes gender equality projects forward.

Laufey Axelsdóttir, Finnborg S. Steinþórsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir

Lykilorð: community of practice, gender budgeting, research organisations

232_poster_2020
Ónógur svefn meðal íslenskra grunnskólanema

Þrátt fyrir fjölda svefnrannsókna, er enn margt á huldu um útbreiðslu svefnvenja meðal ungmenna. Næg­ur nætursvefn er mikilvægur fyrir þroska, heilsu og náms­getu ungs fólks. Markmið rannsóknarinnar var að athuga nánar ónógan svefn meðal íslenskra skólanema. Nemendur (N=7.159) á landinu öllu svöruðu stöðluðum spurningalist um Heilsu og lífskjör skólanema (HBSC) í 6., 8. og 10. bekk árið 2018. Þeir voru spurð­ir hvenær þeir færu venjulega að sofa og hvenær þeir vöknuðu á virkum dögum. Nægur svefn miðaðist við skil­grein­ingu Alþjóðaheilbrigðis­stofnunar­innar og er 9-12 klst./nótt í 6. bekk, og 8-10 klst./nótt fyrir nem­endur í 8. og 10. bekk. Í heild fengu 30% nemendanna ónógan svefn. Ónógur svefn var algengari meðal pilta en stúlkna, og meðal nemenda í 10. bekk samanborið við nemendur í 6. og 8. bekk. Nemendur sem bjuggu með báðum lífforeldrum fengu oftar nægan svefn en aðrir nemendur. Nemendur sem áttu foreldra af erlendum uppruna fengu sjaldnar nægan svefn en aðrir nemendur. Ónógur svefn var tíðari á landsbyggðinni en Reykjavíkursvæðinu. Loks, nemendur sem bjuggu við lakastan efnahag eða þann besta fengu síður nægan svefn en aðrir nemendur. Af þessu má ráða að umtalsverður hluti íslenskra ungmenna nær ekki nægum nætursvefni. Út­breiðsla ónógs svefns er misjöfn eftir hópum ungmenna. Mikil­vægt er að gefa nánari gaum að nætursvefni íslenskra ung­menna, einkum í þeim hópum þar sem staðan er lökust.

Guðrún Kristjánsdóttir og Rúnar Vilhjálmsson

Lykilorð: ónógur svefn, íslensk ungmenni, hópamunur

Ónógur svefn meðal íslenskra grunnskólabarna
Þróun líkamlegrar hreyfingar meðal íslenskra ungmenna

Fjölmargar rannsóknir leiða í ljós gildi hreyfingar fyrir þroska og líðan ungmenna. Engu að síður er hreyfingu ungs fólks verulega ábótavant, þótt vandinn sé mis mikill eftir hópum. Rannsóknin athugar þróun hópamunar á líkamlegri hreyfingu íslenskra grunnskólanema frá 2006-2018. Landskönnunin Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) fór fram árin 2006, 2010, 2014 og 2018 meðal nemenda í 6., 8. og 10. bekk. Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunin (WHO) ráðleggur að ungmenni stundi „líkamlega hreyfingu samanlagt í 60 mínútur eða meira á dag.“ Athugaður var hópamunur í dagafjölda hreyfingar og þróun hópamunarins á tímabilinu. Einungis 21% ungmennanna hreyfði sig nær daglega í 60 mínútur eða meir. Í heild jókst hreyfingin nokkuð með árunum og náði hámarki 2014. Stúlkur hreyfðu sig að jafnaði færri daga en piltar. Elstu unglingarnir hreyfðu sig sömuleiðis minna en þeir sem yngri voru. Lakari efnahagur fjölskyldu tengdist minni líkamlegri hreyfingu. Samspil kom í ljós milli bakgrunnsþátta og árs, sem sýndi að hópamunur var að nokkru leyti breytilegur yfir tímabilið. Niðurstöðurnar sýna viðvarandi ónóga hreyfingu íslenskra ungmenna, ekki síst stúlkna, eldri nemenda og nemenda sem búa við lakari efnahag fjölskyldu. Með undantekningum hélst hópamunur nokkuð stöðugur frá 2006 til 2018. Vinna þarf að aukinni hreyfingu íslenskra ungmenna með fræðslu, hvatningu og auknum tækifærum innan og utan skólanna.

Rúnar Vilhjálmsson

Lykilorð: líkamleg hreyfing, unglingar, hópamunur

Þróun líkamlegrar hreyfingar meðal íslenskra ungmenna
Góðir hlutir gerast hægt: Áhrif stýrðrar kennslu Engelmanns og fimiþjálfunar á lestrarkunnáttu 11 ára drengs með einhverfu og AMO

Lestur eykur orðaforða, tilfinningu fyrir málinu og stuðlar að því að fólk geti tekið virkan þátt í samfélaginu. Mikilvægt er að skólar hlúi að nemendum með lestrarörðugleika með viðeigandi inngripi svo þeir dragist ekki aftur úr. Stýrð kennsla Engelmanns og fimiþjálfun eru dæmi um raunprófaðar kennsluaðferðir. Stýrð kennsla byggist á þeirri hugmyndafræði að allir geti lært með skýrum leiðbeiningum. Kennarar fylgja yfirgripsmiklu handriti með dæmum um verkefni sem skipt er niður í lítil skref en þau stýra framvindu kennslunnar. Áhersla er lögð á hrós, rétta leið­réttingu rangra svara og sýnikennslu. Fimiþjálfun byggist á því að ná fram fimi nemenda í ákveðnum verkefnum og að svörun þeirra verði áreynslulaus, rétt og hröð. Aðferðin getur bæði reynst sem kennslu- og matstæki á framvindu kennslu­nnar. Þátt­takandi þessarar rannsóknar hafði tekið þátt í sam­bærilegu verkefni tvisvar áður og var því markmið rannsóknar­innar að kanna áframhaldandi áhrif kennslu­aðferðanna á lestrar­getu 11 ára drengs með einhverfu og athyglisbrest með ofvirkni. Kennslu­stundir fóru fram fjórum sinnum í viku yfir sjö vikna tíma­bil. Áður en það hófst voru grunnskeiðsmælingar teknar og að því loknu eftirfylgni­mælingar. Niðurstöður sýndu fram á aukna færni þátttakanda í að þekkja og hljóða lágstafi. Fyrir kennslutímabilið þekkti hann 7 stafi en undir lok þess þekkti hann 22. Bendir þetta til þess að aðferðirnar stýrð kennsla og fimi­þjálfun hafi skilað árangri.

Björg Einarsdóttir, Elín Margrét Ólafsdóttir og Zuilma Gabríela Sigurðardóttir

Lykilorð: stýrð kennsla, fimiþjálfun, raunprófuð kennsla

101_poster_2020
Event Details
  • Start Date
    30/10, 2020 09:00
  • End Date
    30/10, 2020 16:45
Höfundar erinda
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA/MS nemi / MA/MSc student
Annað / Other
Doktorsnemi / PhD student
Annað / Other
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Prófessor / Professor
Annað / Other
Nýdoktor / Post doc
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA/MS nemi / MA/MSc student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Annað / Other
MA/MS nemi / MA/MSc student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Nýdoktor / Post doc
Háskóli Íslands / University of Iceland
Nýdoktor / Post doc
Háskóli Íslands / University of Iceland
Dósent / Associate Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Event Details
  • Start Date
    30/10, 2020 09:00
  • End Date
    30/10, 2020 16:45