Orðræða og átök um arfleifð og ímynd
Málstofustjóri: Vilhelmína Jónsdóttir
Í þessari málstofu verða kynntar nýjar og yfirstandandi rannsóknir í þjóðfræði. Fyrirlestrarnir eiga það sameiginlegt að fjalla um ráðstafanir stjórnvalda, löggjöf og stefnumótun á sviði mennta- og menningararfsmála. Rannsóknirnar fjalla um fjölbreytta arfleifð á borð við sögustaði, lestrarmenningu og sagnadans. Ráðandi orðræða er tekin til gagnrýninnar greiningar og glímt við álitaefni sem m.a. tengjast togstreitu um varðveislu, eyðileggingu, skilgreiningarvald, þátttöku, útilokun og þjóðarímynd
Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.
Víkurgarður: um beinagrindur og borgarskipulag
Í miðborg Reykjavíkur lætur Víkurgarður, elsti kirkjugarður Reykvíkinga, lítið fyrir sér fara. Garðurinn hvíldi hljóður undir gangstéttarhellum og steinsteypu við Fógetagarðinn og skrifstofubyggingu sem áður hýsti Landssímann og Póst & síma. Þegar fyrir lá að ný hótelbygging yrði reist á hinum svokallaða Landssímareit var mótmælt kröftuglega og þess krafist að garðurinn yrði friðlýstur sem menningararfur og grafarró látinna ekki raskað. Í opinberri umræðu heyrðust einnig raddir sem spurðu m.a. hvort að miðborgin væri fyrir lifandi eða liðna. Fyrirlesturinn er hluti af yfirstandandi doktorsrannsókn í þjóðfræði þar sem fjallað er um lýðræðislega þátttöku í varðveislu menningararfs með áherslu á manngert umhverfi. Rannsóknin byggir á því að hugtakið menningararfur lýsi fyrst og fremst ferli merkingarmyndunar og þess vegna sé nauðsynlegt að veita fleiri sjónarmiðum athygli en aðeins sjónarhorni sérfræðinga. Í fyrirlestrinum verður fjallað um deilurnar um Víkurgarð og ljósi varpað orðræðu samfélagsins og þau ólíku sjónarmið sem vegast á í tengslum við borgarskipulag og menningararfsvörslu. Að auki eru löggjöf og stjórnvaldsákvarðanir skoðaðar til að greina möguleika og skort á möguleikum til þátttöku og áhrifa. Með djúpviðtölum við ólíka hagsmunaaðila dregur rannsóknin fram mismunandi sjónarmið sem vegast á þegar kemur að menningararfsvörslu í borgarumhverfi og hvort ferlar samfélagsins séu til þess fallnir að skapa lýðræðislegt samtal um menningararf.
Lykilorð: menningararfur, borgarskipulag, þátttaka
Lost in transmission?
In the present paper, I examine how the framing of the Faroese chain dance as „ICH “, with the purpose of „safeguarding“ it affects the community of active dancers. As many countries are approaching „safeguarding of ICH“ within the frame of the UNESCO 2003 convention, it has become clear that although the efforts come in a variety of forms, interventions can have unforeseen side effects. The aim of this study has been to explore potential tension between chain dance staged and performed as „intangible heritage “on the one hand and as perceived by active dancers as „individual experience” at the other hand. My fieldwork (2016-2019) includes qualitative interviews and participant observations with chain dancers, educational staff, and officials, along with analyses of media coverage of the dance. My findings indicate that even though many dancers see the support from official instances as crucial to the survival of their tradition, adapting to fixed perceptions of tradition as official heritage comes with challenges. I argue that the framing of the Faroese chain dance as „ICH“ places the community of active dancers in a dilemma, as they strive to maintain their personal understanding of what form of the dance is important to safeguard, whilst attempting to embrace official bodies in the group of „legitimate heirs“ of the dance.
Lykilorð: intangible cultural heritage, tradition, safeguarding
,,Það ættu allir að vera eins og Ari“. Lestrarátakið Tími til að lesa undir smásjá
Lestur er oft sagður vera bestur og stjórnvöld hafa ítrekað reynt að auka lestur hjá börnum landsins. Eitt dæmi er lestrarátakið Tími til að lesa. Með vísun í hugmyndina um bókmenntaþjóðina og orðræðu sem fengin er að láni úr íþróttum vildu stjórnvöld ,,virkja keppnisskap þjóðarinnar“ til að setja heimsmet í lestri á tímum samkommubanns í apríl síðast liðnum. Í þessari rannsókn eru opinber heimsíða og Facebooksíða átaksins ásamt kynningum stjórnavalda á verkefninu greind með aðferðum gagnrýninnar orðræðugreiningar í þeim tilgangi að varpa ljós á opinbera orðræðu um lestur og lestrarmenningu. Niðurstöður sýna að þó að heimsmetstilraunin sé kynnt sem eitthvað skemmtilegt fyrir krakka á erfiðum tímum er hún líka tæki fyrir stjórnvöld til að reyna að uppfylla pólitísk lestrarmarkmið með foreldra sem verkfæri. Þetta var ekki aðeins gert með því að búa til mynd af lestri sem æskilegri hegðun heldur einnig sem hluta af íslenskri menningu. Einnig má segja að lestur hafi verið gerður að tákni fyrir heilbrigði á tímum sýkingar og því á ábyrgð allra ekki síst foreldra sem áttu að hvetja börnin sín til lesturs. Rannsóknin er hluti af doktorsverkefni í þjóðfræði þar sem áherslur á lestur og lestrarmenningu í íslensku samfélagi eru teknar til skoðunar.
Lykilorð: lestrarátak, viðsjárverðir tímar, þjóðfræði