Nýsköpun og sjálfbærni

 


Áhrif Tækniþróunarsjóðs: bætt kolefnisspor og aukin sjálfbærni

Höfundar: Gunnar Óskarsson and Guðjón Helgi Egilsson

 

Ágrip:

Umhverfismál og sjálfbærni hafa líklega aldrei verið meira í umræðunni en um þessar mundir og stöðugt er verið að leita nýrra leiða til að draga úr kolefnisspori, vernda umhverfið, auka sjálfbærni og skiptir þá litlu máli um hvaða atvinnugrein eða viðfangsefni er að ræða. Á grundvelli tæknibreytinga og vaxandi þekkingar á ýmsum sviðum vísindasamfélagsins fer umfang nýsköpunar stöðugt vaxandi. Tækniþróunarsjóður er ein af mikilvægustu lykilstoðum í íslensku nýsköpunarsamfélagi, en styrkir sjóðsins hafa aukist umtalsvert og þrefölduðust á árunum 2012-2018. Í ljósi ofangreindra breytinga er áhugavert að fá innsýn í það hversu mikla áherslu styrkþegar leggja á umhverfismál og sjálfbærni í þeim verkefnum sem Tækniþróunarsjóður styrkir. Í þessu skyni var byggt á eigindlegum viðtölum sem tekin voru í tengslum við áhrifamat Tækniþróunarsjóðs, annars vegar árin 2009-2013 og hins vegar árin 2014-2018. Tekin voru eigindleg viðtöl við 7 styrkþega á fyrra tímabilinu og 16 styrkþega á því síðara. Á meðan nánast enginn viðmælandi minntist á umhverfismál eða sjálfbærni á fyrra tímabilinu var áherslan umtalsverð á bæði atriðin á síðara tímabilinu, jafnvel hjá sömu viðmælendunum. Af þessu má draga þann lærdóm að aukin vitundarvakning um umhverfismál og sjálfbærni hafi orðið á milli þeirra tímabila sem voru til skoðunar í þessari rannsókn og að verkefni styrkt af Tækniþróunarsjóði stuðla í auknum mæli að verndun umhverfisins, minna kolefnisspori og aukinni sjálfbærni.

 

Efnisorð: nýsköpun, kolefnisspor, sjálfbærni, Tækniþróunarsjóður, frumkvöðlar


Nýsköpunarklemman í notendasamfélögum leikjaspilara

Höfundar: Magnús Torfason and Ana Orelj

 

Ágrip:

Á undanförnum árum hefur verið lögð sífellt meiri áhersla á notendanýsköpun, sem felur í sér að fyrirtæki byggi nýsköpunarstarf á nánu samstarfi við notendur vöru eða þjónustu. Með því geta fyrirtæki betur uppfyllt þarfir notenda og brugðist hraðar við þegar þarfir og væntingar breytast. Notendur geta þó verið íhaldssamir, sem orsakast af því að þeir hafa skýrari sýn á aðlögun fyrirliggjandi lausna en á byltingakenndar nýjungar sem þó gætu skapað mikið virði. Þær áskoranir sem þessu fylgja eru nátengdar því sem kallað hefur verið nýsköpunarklemman (e. innovator‘s dilemma). Hér er sjónum beint að aðkomu leikmanna tölvuleiksins EVE Online að þróun leiksins og því á hvaða hátt nýsköpunarklemman einkennir þá aðkomu. Rannsóknin byggir á könnun sem gerð var meðal þátttakenda í EVE Online um viðhorf þeirra til þátta sem tengjast nýsköpunarframlagi þeirra. Gagnagreining byggir á megindlegum aðferðum, og með aðhvarfsgreiningu er metið hvað einkennir þá leikmenn sem líklegastir eru til að leggja fram nýjar hugmyndir um þróun leiksins. Meðal þess sem greiningin leiðir í ljós er að þeir sem eru líklegastir til að hafa lagt fram slíkar hugmyndir eru þeir sem hafa spilað leikin lengst og mest, en einnig þeir sem eyða hlutfallslega mestum tíma í þennan eina leik. Einnig kemur fram að hvatning fyrirtækisins hefur mismunandi áhrif á hugmyndaframlag þessara hópa. Niðurstöðurnar gefa til kynna að mikilvægt sé fyrir fyrirtæki að huga vel að því á hvaða hátt þau leita til notenda sinna um hugmyndir, til að forðast nýsköpunarklemmuna og tryggja að hugmyndir taki tillit til mismunandi sjónarmiða.

 

Efnisorð: Nýsköpun, Notendanýsköpun, Tölvuleikir


It’s the people: Friends in pixels as motivation to contribute to community innovation initiatives

Höfundar: Ana Orelj and Magnús Torfason

 

Ágrip:

Over the last two decades, gaming has undergone major changes on the industry’s, players’, and companies’ sides. The gaming industry is growing at an unprecedented rate. Video games have transformed from an individual pastime to an intensive social activity, and companies are turning more often to their communities for advice. The number of gamers constantly increases and their contribution to games far exceeds just playing. Yet, the innovation potential of gaming communities has been somewhat overlooked by researchers. By employing grounded theory, we explore the motivation of gamers to contribute not only to the game development, but to other business operations of gaming companies. The research draws on a longitudinal case study of international company CCP Games and the community surrounding their most recognizable game, EVE Online. The paper follows the contribution and motivation change throughout the development of gamers and their role within the community and places a community on the top of the list of most important contribution motives. Research on the motivation to contribute to innovation processes has usually been limited to product development activities and rarely included gamers. A unique community perspective of this paper comes from semi-structured interviews with gamers, but also many secondary data resources were used to triangulate, compare, and enrich data. The paper contributes to user and community innovation literature, but also has practical implications because better understanding of community members and their needs could lead to the improved innovation and co-creation process.

 

Efnisorð: Nýsköpun, Nýsköpunarsamfélög, Tölvuleikir


Barriers for the adoption of new technologies: an organizational perspective on using hydrogen fuel cells in shipping

Höfundar: Mauricio Latapí

 

Ágrip:

Reducing emissions from maritime transportation requires that shipping companies adopt new fuels and technologies. A promising option is a zero-emission technology called hydrogen fuel cells. However, the decision to adopt it is limited by a variety of factors such as high costs and low technology readiness. This presentation provides an overview of a study conducted in 2021 and 2022 of the Nordic shipping industry where the first commercial ships to use the technology will be launched. The research is based on 38 interviews involving high-level managers with the aim of identifying the barriers to the adoption of hydrogen fuel cells from an organizational perspective. The conclusions of the research indicate that the decision of adopting the technology is limited by eleven barriers of behavioral, economic, organizational, and operational nature. The study also identifies the barriers as specific to the organization, the industry, and the technology. These findings can help policymakers prioritize the actions needed based on the nature of the barriers. The research also provides a new conceptualization of the decision-making process in the form of causal feedback loops which can help identify the policy intervention needed to reduce the barriers to adopting the technology.

 

Efnisorð: organizational theory, decision-making barriers, hydrogen fuel cells, sustainability, shipping


Reynsla stjórnenda af innleiðingu sjálfbærni í stefnu stofnana

Höfundar: Ebba Margrét Skúladóttir and Ásdís Emilsdóttir Petersen

Ágrip:

Með verkefninu Græn skref í ríkisrekstri lögðu stjórnvöld áherslu á að allar ríkisstofnanir innleiddu græn skref í ríkisrekstri fyrir árslok 2021. Með vitundarvakningu um sjálfbærni hafa stofnanir hér á landi ýmist mótað stefnu eða innleitt sjálfbærni í stefnu sína. Tilgangurinn er að reyna að stýra þeim áhrifum sem starfsemi þeirra hefur á umhverfið.
Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í upplifun stjórnenda af innleiðingu sjálfbærni í stefnu með því að einblína á forsendur þeirra, aðferðir við innleiðingu og með því að túlka áskoranir þeirra í nýju og breyttu umhverfi. Tekin voru tólf viðtöl við stjórnendur stofnana sem hafa reynslu af þátttöku í verkefninu. Notast var við fyrirbærafræði við öflun og greiningu gagna um reynslu og upplifun frá sjónarhorni stjórnenda.
Niðurstöður gefa vísbendingu um að kröfur samfélags og félagslegt rekstrarleyfi ásamt vaxandi kröfum frá stjórnvöldum séu helstu forsendur fyrir innleiðingu sjálfbærni í stefnu. Reynsla stjórnendanna er að brýn þörf sé á frekari stuðningi frá stjórnvöldum til þess að mæta betur kröfum þeirra. Þá krefst innleiðing breytinga á starfseminni sjálfri sem og hugarfarsbreytingu meðal allra í skipulagsheildinni. Þar skiptir upplýsingamiðlun, hvatning og fræðsla meginmáli. Á tímum örra breytinga og kröfu um sjálfbærni þá er það reynsla stjórnenda að sýna þurfi innleiðingunni þolinmæði og skilning.
Rannsóknarniðurstöður varpa ljósi á mikilvægi þess að innleiða sjálfbærni í gegnum alla starfsemina með því að samræma aðgerðir og ákvarðanir við sjálfbærni. Rannsóknin hefur hagnýtt gildi fyrir þá sem vilja hefja eða komast lengra í sjálfbærnivegferð vinnustaða.

 

Efnisorð: Sjálfbærni, Stefna, Stjórnendur

Event Details
Event Details