Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi
Málstofustjóri: Unnur Dís Skaptadóttir
The transition from an Emigration to an Immigration Country. The case of Iceland 1960–2018
This paper looks at international migration flows to and from Iceland from a long-time perspective. Demographic data from Statistics Iceland is used to shed light on trends in international migration since the 1960s. The focus is on the interplay between emigration of Icelandic born individuals and return migration of those individuals and on the mobility of immigrants to Iceland. The focus is on migration trajectories of different immigrant groups, old and new, to shed light on these changes.
International migration in Iceland differs substantially from the Nordic countries. Emigration from Iceland has thus been high since the 1960s and until recently immigration rates were low. Whereas, the other Nordic countries recruited large numbers of workers from different countries during the 1960s, immigrants in Iceland were few and came mainly from the other Nordic countries and the anglosaxon world. The trajectories of those “old” immigrants were to a large extent related to the destination of Icelandic emigrants.
Recently, important demographic changes have taken place in Iceland and immigration has increased greatly. At the same time Icelandic emigration has remained relatively stable with some yearly fluctuations related to economic cycles. An important feature of the Icelandic emigration is a notable return migration which has also been constant. At the same time, the profile and the size of the immigrant population has changed.
„Vegna þess að við erum frekar dugleg með íslenskuna, þá bara get ég ekki kvartað neitt“: Innflytjendafjölskyldur og fötluð börn
Tilgangur rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að kanna hvernig innflytjendafjölskyldur sem eiga fötluð börn takast á við daglegt líf hér á landi, samskipti þeirra við nærsamfélagið og þjónustukerfin sem ætlað er að styðja fjölskyldur fatlaðra barna. Kenningar Bourdieu og gagnrýnin fötlunarsjónarhorn voru höfð að leiðarljósi. Rannsóknarsniðið var eigindlegt og byggðist á viðtölum við foreldra og þátttökuathugunum á heimilum þeirra. Tólf innflytjendafjölskyldur tóku þátt í rannsókninni. Þær höfðu dvalið á Íslandi frá 18 mánuðum að 20 árum og áttu samtals 16 fötluð börn. Reynsla fólks var margþætt og breytileg en staða margra fjölskyldna var erfið, þær stóðu einar og höfðu lítið stuðningsnet. Þótt samanburðurinn við upprunalandið væri hugsanlega hagstæður gat reynst erfitt að takast á við og samþætta viðfangsefni daglegs lífs. Óvissa í húsnæðismálum, atvinnumálum og fjármálum mótaði líf margra. Tungumálakunnátta, tryggur fjárhagur, öruggt húsnæði og viðeigandi stuðningur réð mestu um það hvort og hvernig fjölskyldunum gekk að byggja upp og nýta félags- og menningarauð í nýju landi. Mikilvægt er að huga að samskiptum og upplýsingagjöf í þjónustu við innflytjendafjölskyldur með fötluð börn með menningarhæfni að leiðarljósi.
Snæfríður Þóra Egilson, Guðbjörg Ottósdóttir og Unnur Dís Skaptadóttir
Trú á flakki – Ólík viðhorf sækja íslenska múslíma heim
Erindi mitt fjallar um trúarhugmyndir í þverþjóðlegu samhengi og er byggt á etnógrafískum dæmum um tvær heimsóknir utan úr heimi til íslenskra múslíma. Viðfangsefnið tengist doktorsverkefni mínu um samfélag múslíma á Íslandi og byggir á etnógrafískri þátttökurannsókn, ásamt formlegum og óformlegum viðtölum. Þessi hluti rannsóknarinnar byggir á þátttöku á vettvangi og óformlegum samræðum við gestina sem og við íslenska múslíma. Markmiðið var að kanna viðhorf íslenskra múslíma til ólíkra trúarlegra viðhorfa. Gestirnir tilheyrðu tvennskonar þverþjóðlegum, íslömskum samtökum sem eiga sér fylgismenn víða um heim, Tablighi Jama‘at og Gülen hreyfingunni. Tablighi Jama‘at flokkast sem bókstafstrúarleg boðunarhreyfing, en Gülen hreyfinguna má skilgreina sem hófsama, sem vinnur að nánari samskiptum íslam við önnur trúarbrögð og að byggja brú á milli íslam og vestrænna viðhorfa (veraldarhyggju). Gülen hreyfingin er andsnúin trúboði. Niðurstaðan er að þeir íslensku múslímar sem hlýddu á boðskap gestanna voru að mestu fráhverfir þröngum hugmyndum Tablighi Jama‘at og sögðust ekki kæra sig um svona þrönga sýn á íslam, en flestir voru jákvæðir í garð fulltrúa Gülen hreyfingarinnar, án þess þó að samsama sig henni sérstaklega. Ennfremur er niðurstaðan sú að meðal íslenskra múslíma er ekki greinanlegur jarðvegur fyrir öfgafull viðhorf í trúmálum og einnig að hinn hófsami meðalvegur er æskilegasta leiðin.
Flakk og framhaldslíf: lundar og hvítabirnir á mannöld
Í þessu erindi ræðum við um frásagnir, hreyfanleika og táknmyndir lunda og hvítabjarna í þjóðfræðilegu og menningarsögulegu samhengi. Fjallað verður um það hvernig táknræn merking þessara dýra hefur mótast í gegnum tíðina. Við skoðum hvernig þau birtast okkur í samtímanum, m.a. í ferðamennsku, á söfnum og öðrum sjónrænum miðlum sem táknmyndir, t.d. fyrir ákveðna hópa og/eða landsvæði á borð við norðurslóðir. Þá ræðum við um birtingarmyndir þeirra í orðræðum um þverþjóðleg tengsl, umhverfisvá, líffræðilegan fjölbreytileika og útrýmingu tegunda. Við beinum sjónum að framhaldslífi þessara dýra í formi listmuna, safngripa og minjagripa. Við spyrjum m.a. hvað gerist þegar lifandi dýri er breytt í safngrip eða minjagrip? Hvaða spurningar og umræðu vekja slíkir gripir? Nálgun okkar byggir á þverfræðilegri aðferðafræði þar sem við notumst við þjóðsagnafræðilegar og sjónrænar aðferðir. Við greinum hvernig tilteknir hlutir eða dýr öðlast merkingu, vald og/eða gildi í gegnum ólíkar frásagnir og framsetningar á opinberum vettvangi á borð við söfn eða sýningar. Með hliðsjón af nálgunum eftirmennskunnar (e. Posthuman approaches) og fjöltegundaetnógrafíu er lögð áhersla á að greina dýr, hluti og gripi sem mikilvæga „gerendur” í mótun samfélaga, tengslaneta og sýn okkar á veröldina.
Transnationalism and grassroots movements: Polish migrants’ protests in Iceland
On October 3, 2016 a black-dressed crowd gathered on Austurvöllur in Reykjavik, a square in front of the Icelandic parliament. Polish migrants, along with other foreigners living in Iceland and lots of Icelanders, came together to show their solidarity with women in Poland who went on strike that day to protest against a proposed abortion ban. This event was often referred as “Black Monday” in line with “Black Protest(s)”, which were part of the ongoing resistance movements commenced already in April 2016 as reaction to proposed new bill that would restrict access to abortion considerably. The demonstration in Reykjavik was one of many similar organized in other cities across the world. However, since the idea that women in Poland would abandon work as a form of a protest was blatantly inspired by Icelandic women’s strike in 1975, it gave additional motivation for people in Iceland to participate. Moreover, although initiated by Polish migrants, the protests genuinely involved Icelandic local population. In this presentation, I discuss the Black Monday in Reykjavik as an example of migrants’ grassroots movement and expression of their transnational practices, which in turn results in Iceland’s entanglement into the politics of another country. I show, how migration flows entail different kinds of (bi-directional) movements; not only people and commodities, but also images and ideas. The presentation draws on interviews with Polish leaders of the protests, analysis of the speeches given that day as well as my longitudinal study among Polish migrants.