Aðalfyrirlesari: Hein de Haas

Hein de Haas

Hein de Haas, leiðandi fræðimaður á sviði fólksflutninga, mun setja erlent starfsfólk á Íslandi í alþjóðlegt samhengi.

Hein de Haas er prófessor í félagsfræði við háskólann í Amsterdam. Hann er einn af stofnendum og fyrrum formaður International Migration Institute við Oxford University. Rannsóknir de Haas snúa að tengslum milli fólksflutninga og víðari félagslegra breytinga. Hann hefur skrifað fjölmargar kenningarlegar og empirískar greinar og bækur um orsakir fólksflutninga og áhrif stefnumótunar á lífsskilyrði innflytjenda, og fært rök fyrir því að helsti drifkraftur fólksflutninga til Evrópu sé þörf evrópska hagkerfisins fyrir ódýrt vinnuafl. De Haas er höfundur (ásamt Stephen Castles og Mark Miller) bókarinnar The Age of Migration: International Population Movements in the Modern World.

Titill erindisins er International Migration: Myths and Facts.

Popular views on international migration are based on myths rather than facts, which results in a huge gap between narratives and realities of migration. Hein de Haas highlights the need to go beyond polarized debates between ‘pro-’ and ‘anti-’ migration voices by rethinking migration as an integral and inevitable part of development processes. His lecture highlights that perceived or real migration policy failure is generally explained by an inability or unwillingness to understand how social, economic, and political transformations affect migration in mostly indirect, but powerful ways, which lie largely beyond the reach of migration policies.

Viðburðurinn er skipulagður sem hluti af öndvegisverkefninu „Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi“ (mobileiceland.hi.is). Í framhaldi af erindi Hein de Haas verða kl. 11 pallborðsumræður um málefni erlends starfsfólks á Íslandi og klukkan 13 málstofan Hreyfanleiki og þverþjóðleiki á Íslandi.

Fundarstjóri er Kjartan Sveinsson, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands.

 

 

Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 09:30
  • End Date
    01/11, 2019 10:45
Höfundar erinda
Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 09:30
  • End Date
    01/11, 2019 10:45