Rannsóknir í félagsfræði

Netglæpir – Tegundir, þróun og reynsla Íslendinga

Netið hefur smám saman orðið ómissandi þáttur i lífi nútímamannsins og ný tækifæri hafa opnast fyrir margvíslega fráviks – og afbrotahegðan. Hvert er umfang brota af því tagi á Íslandi? Hvaða þjóðfélagshópar eru líklegastir til þess að verða fyrir brotum á netinu og hvaða brot eru algengust? Er brotum af þessu tagi að fjölga hér á landi?

Gögnin sem niðurstöðurnar byggja á koma úr fjórum þjóðmálakönnunum sem Félagsvísindastofnun safnaði saman 2016, 2018, 2020 og 2022. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu orðið þolendur einhverra eftirtalinna netbrota: Meiðyrði eða rógburði, hótun um ofbeldi, persónuupplýsingar verið misnotaðar, t.d. kreditkortaupplýsingar eða kennitala, kynferðislegri áreitni, fjárkúgun, svik í viðskiptum, hvort einhver hafi hótað að dreifa eða birta myndir/efni um sig án leyfis og að lokum hvort einhver hafi birt eða dreift myndum án samþykkis.

Helstu niðurstöður eru að heildarfjöldi þeirra sem segist hafa orðið þolandi netbrots hefur ekki vaxið frá 2018 eftir töluverða aukningu frá 2016. Aftur á móti greindu þeir sem sögðust hafa orðið fyrir netbrotum 2020 og 2022 frá fleiri brotum en þolendur gerðu árin 2016 og 2018. Flestir greindu frá meiðyrðum og fjársvikum árið 2022 eins og áður. Athygli vekur að talsvert fleiri sögðust þolendur kynferðislegrar áreitni árin 2018, 2020 og 2022 en 2016. Ýmislegt bendir til að me-too hreyfingin hafi haft áhrif á reynslu þátttakenda af þessu tagi einkum kvenna.

Rannsóknarteymið

Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við HÍ og  Jónas Orri Jónasson félagsfræðingur hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Fjármögnun og samstarfsaðilar

Verkefnið hlaut styrk frá Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands og unnið í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Félgsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021