Viðskiptafræði – endurskoðendur, samkeppnishæfni og fjármálalæsi
Skýjalausnir og gerfigreind – viðskiptafræðileg skilgreining til greiningar á samkeppnishæfni
Undirstöður viðskiptafræðilegrar greiningar á endimörkum fyrirtækja er að finna í tveimur meginkenningum. Kenningu um viðskiptakostnað (e. Transaction cost theory) annars vegar og hins vegar kenningu um aðfanga miðaða sýn (e. Resource based view of the firm). Kenningin um viðskiptakostnað skýrir hvaða framleiðslu- og viðskiptaferlar falla innan endimarka fyrirtækja í stað þess að falla utan þeirra og tilheyra markaði. Kenningin um aðfangamiðaða sýn metur getu fyrirtækja til að skipuleggja framleiðslu- og viðskiptaferla fyrirtækis þess til þess að viðhalda eða mynda forskot á þá samkeppni sem önnur fyrirtæki eða markaðir veita. Án þess forskots hefur fyrirtæki engin endimörk, þ.e.a.s. viðskipta- og framleiðsluferlar þess flytjast annað hvort til samkeppnisaðila eða ytri markaðar.
Í þessari grein eru framangreindar kenningar notaðar til að skilgreina kenningaramma (e. Theoretical framework) sem nýtist til að greina áhrif aukinnar sjálfvirkni vegna tækni eins og gerfigreindar og útvistunar framleiðslu- og viðskiptaferla í skýjalausnum. Hröð þróun þessarar nýlegu tækni vekur upp klassískar viðskiptafræðilegar spurningar um hver séu endimörk fyrirtækja í nútíð og hvernig spá megi fyrir um þróun þeirra til framtíðar litið.
Viðhorf endurskoðenda til endurskoðunarnefnda
Höfundar hafa á undanförnum árum stundað rannsóknir á störfum og umfangi endurskoðunarnefnda. Þessi nýja rannsókn snýr að viðhorfum endurskoðenda til endurskoðunarnefnda og störfum þeirra m.t.t. endurskoðunar. Rannsóknin var unnin í samvinnu við félagsmenn innan Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) og með stuðningi frá félaginu. Endurskoðunarnefndir eru einu nefndir fyrirtækja sem eru lögskipaðar og má ætla að löggjafinn telji mikilvægi þeirra því mikið í endurskoðunarferli fyrirtækja. Endurskoðendum er skylt að hafa samskipti við endurskoðunarnefndir við framkvæmd endurskoðunar. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem gerð var spurningakönnun meðal félagsmanna FLE um viðhorf og samskipti endurskoðenda og endurskoðunarnefnda hjá einingum tengdum almannahagsmunum. Með rannsókninni fékkst heildarsýn endurskoðenda á samskiptum þeirra við endurskoðunarnefndir við framkvæmd endurskoðunar og gerð grein fyrir veikleikum sem og styrkeikum þeirra í samskiptum við nefndirnar og nýta má þá vitneskju inn í skipulagningu endurskoðunarinnar. Nýsköpunargildi verkefnis er nokkurt þar sem rannsóknin er sú fyrsta sinna tegundar hér á landi þar sem löggiltir endurskoðendur eru spurðir út í starf endurskoðunarnefnda. Jafnframt nær rannsóknin til starfsumhverfis nefndanna sem og samskipta við stjórn og endurskoðendur. Nýta má svo niðurstöðurnar við að útfæra nýja verkferla og/eða þróa góða stjórnhætti hjá fyrirtækjum.
Gender difference in financial literacy
We examine gender difference in financial literacy. Why women appear to be less financial literate than men, may relate to their different biological structure. Such trivial argument would have to be seriously supported although some literature exists on the matter. However, the reason could also be that their social status differs from males. Social role theory has often been used to explain differences between males and females in different situations and literature where this theory is used is rich, both in social science and gender studies. Indeed, most research indicates that women are less financially literate than men, often attributed to social factors. We therefore ask whether gender difference in financial literacy is present in Iceland, the most gender equal country in the world. If financial literacy is based on social norms and issues, gender difference in financial literacy should be less in countries like Iceland where women are highly economically empowered. Using a representative sample from the Icelandic population and controlling for a host of factors we find women to be less financial literate than men despite strong gender equality in Iceland.