Stuðningur við börn með námsörðugleika

Málstofustjóri: Sigrún Harðardóttir

Í málstofunni verða tvö erindi. Annars vegar verður fjallað um nýlegar niðurstöður rannsóknar um stöðu kennara í grunnskólum landsins og hvaða áskoranir þeir standa frammi fyrir við kennslu barna með náms- og hegðunarvanda og hins vegar um árangursmat á PEERS félagsfærninámskeiðinu sem ætlað er ungmennum sem glíma við félagslega erfiðleika, einhverfu, ADHD, kvíða og þunglyndi.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Betri undirbúningur í kennaranámi og faglegur stuðningur er grunnur að farsælli skólagöngu barna

Það er hverju samfélagi mikilvægt að kennarar geti lagað nám að fjölbreytilegum þörfum nemenda. Í erindinu verða kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar sem send var kennurum og öðru fagfólki á grunnskólastigi námsveturinn 2018–2019. Markmiðið var að rannsaka hvaða þættir hefðu áhrif, jákvæð eða neikvæð, á getu kennara til að sinna þörfum barna með námsörðugleika. Alls var könnunin send 1444 starfsmönnum hjá 45 grunnskólum vítt og breytt um landið og var svarhlutfallið 45%. Niður­stöður­nar sýna að um helmingur kennara taldi að sér gengi vel að laga námið að þörfum nemenda. Helstu ástæðurnar voru löng starfs­reynsla, góður stuðningur frá samstarfsfólki og hæfilegur fjöldi nemenda í bekk. Þeir kennarar sem töldu að sér gengi illa við að aðlaga námið sögðu að ástæðurnar væru að of margir nem­endur með hegðunar- og eða námsörðugleika væru í bekkjun­um. Einnig kom fram að um sjö af hverjum tíu kennurum töldu sig ekki hafa fengið nægjanlega þjálfun í kennaranáminu til að takast á við fjölbreytileikann í nemendahópnum. Má draga þá ályktun af niðurstöðunum að það þurfi að undirbúa kennara betur til þess að þeir geti sinnt þörfum allra nemenda. Auk þess þurfi að efla faglegan stuðning og handleiðslu fyrir kennara í grunnskóla.

Sigrún HarðardóttirIngibjörg Karlsdóttir og Alex B. Stefánsson

Lykilorð: kennari, grunnskóli, náms- og hegðunarörðugleikar

Árangursmat PEERS námskeiða í félagsfærni

Í erindinu verður sagt frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem höfðu það að markmiði að meta árangur PEERS námskeiða í félagsfærni hjá börnum og unglingum á aldrinum 9-18 ára sem tekið hafa þátt í PEERS námskeiði á vegum Barna- og unglinga­geðdeildar Landspítala, fyrirtækisins Félagsfærni – Lesblinda ehf. og félagsþjónustu Árborgar. Við rannsóknirnar var notast við megindlega rannsóknaraðferð. Til að meta árangur voru lagðir fyrir matslistar til að mæla þekkingu á félagsfærni, félagsvirkni, samkennd og kvíða fyrir og eftir þátttöku á PEERS námskeiði. Úrtakið samanstóð af 154 börnum og unglingum og foreldrum þeirra sem sóttu PEERS námskeið á tímabilinu september 2016 til maí 2019. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á mark­tækan mun fyrir og eftir þátttöku í flestum matslistunum, sem gefur til kynna að þátttaka á PEERS námskeiði í félagsfærni bæti þekkingu á félagfærni, auki félagslega virkni, samkennd og dragi úr kvíða hjá börnum og unglingum á aldrinum 9-18 ára.

Guðrún Helga Andrésdóttir, Sigrún Harðardóttir, Snædís Gerður Hlynsdóttir og Kolbeinn Stefánsson

Lykilorð: PEERS, félagsfærni, börn og unglingar

Event Details
  • Start Date
    30/10, 2020 15:00
  • End Date
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 612 0776 6165
Höfundar erinda
Annað / Other
Annað / Other
Lektor / Assistant professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Annað / Other
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA/MS nemi / MA/MS student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Event Details
  • Start Date
    30/10, 2020 15:00
  • End Date
    30/10, 2020 16:45
  • Zoom meeting id: 612 0776 6165