Starfstengd sjálfsrýni í kennaramenntun
Málstofustjóri: Hafdís Guðjónsdóttir
Í málstofuni munum við kynna Starfstengda sjálfsrýni (SSJÁ) eða Self-study of educational practices og munu öll erindi málstofunnar byggja á aðferðafræði SSJÁ. Áhersla er lögð á að rannsóknir háskólakennara á eigin starfi séu hvorki ákveðnar rannsóknaraðferðir (e. research methods) né sálfræðileg inngrip heldur sú aðferðafræði (e. methodology) sem rannsókn á faglegri framkvæmd og afstöðu til hennar byggir á. Tilgangur ́SSJÁ í kennaramenntun er að fá sjónarhorn háskólakennara sjálfra, samfellda og stöðuga kennararýni sem fram fer í starfi og er aðalsmerki slíkra rannsókna. Aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni gerir ráð fyrir vandaðri og fjölbreyttri gagnaöflun, greiningu og túlkun á gögnum sem gefa rannskandanum tækifæri til að skilja starfið sitt betur, bregðast við og þróa það (Loughran, 2004). Á málstofunni verður þróun SSJÁ á Íslandi, í þremur löndum Evrópu og í Japan kynnt og fjalla rannsóknirnar um kennaramenntun í þessum löndum. Einnig verður erindi um rannsóknaraðferðir í SSJÁ.
Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.
Fjölbreyttar aðferðir í starfstengdum sjálfsrýnirannsóknum
Í þessu erindi verður kynnt rannsókn á aðferðum sem beitt hefur verið í starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun (SSJÁ). Rýnt var í niðurstöður starfstengdra sjálfsrýnirannsókna yfir 12 ára tímabil. SSJÁ er í eðli sínu eigindleg aðferðafræði sem býður upp á mikinn sveigjanleika og skapandi nálgun. Við rýndum í bókarkafla, bækur og greinar sem lýstu rannsóknum með aðferðafræði og aðferðum SSJÁ á árabilinu 2004-2016. Athyglin beindist að þremur þáttum (1) hvernig gögnum var safnað, (2) aðferðum við gagnaöflun og (3) gagnagreiningarferlinu. Niðurstöður okkar sýna að höfundar SSJÁ beittu fjölbreyttum og oft nýstárlegum aðferðum. Við skiptum niðurstöðunum í tvo meginflokka (1) frásagnarrýni- og textaaðferðir og (2) skapandi- og listrænar aðferðir. Dæmi úr flokki 1 byggðu á: rýnisögum, rýnisamtölum, dagbókarfærslum, viðtölum, sjálfsviðtölum, afgerandi atvikum, sjálfsævisögulegri rýni, samskiptum og umræðum og sögulegum textum. Dæmi úr flokki 2 byggðu á: ljósmyndum, teikningum, safnmyndum (e.collage), áþreifanlegum hlutum, ljóðlist, myndlíkingum, dansi, tónlistartjáningu, leikhússtúlkun og fjölradda sjálfsrýni. Niðurstöður okkar sýndu einnig að SSJÁ aðferðafræðin fól í sér fjölbreytt rannsóknarsnið og aðferðir sem oft ýta við og raska þekktum hugmyndum og ýtir rannsakendum til að rýna undir yfirborðið í eigin störfum og til að dýpka skilning sinn á flóknum hlutverkum í menntun og tilgangi hennar. Sterkur hugmyndafræðilegur grundvöllur var sameiginlegur rannsóknunum sem byggðust á gagnrýnni kennslufræði sem byggir á sýn um, félagslegt réttlæti, lýðræði og mannréttindi.
Þróun rannsóknaraðferðarinnar starfstengd sjálfsrýni í kennaramenntun á Íslandi og íslensks tungutaks um hana
Í erindinu verður fjallað um hvernig rannsóknaraðferðin „starfstengd sjálfsrýni í kennaramenntun” (e. selfstudy in teacher education practices) hefur þróast innan kennaramenntunar á Íslandi. Við skráðum námssögur, hver um sig og sameiginlega, um þróun okkar sem kennarar bæði innan kennaramenntunar og á öðrum skólastigum og sem rannsakendur. Þær endurspegla leið okkar að þróun starfstengdrar sjálfsrýni í kennaramenntun á Íslandi og því námssamfélagi sem við höfum skapað til að styðja okkur í mótun rannsóknaraðferðarinnar innan íslenskra menntarannsókna. Sérstök áhersla verður lögð á samræður okkar og ígrundun um kennaramenntun. Við vörpum ljósi á hvernig við höfum þróað faglegt tungutak á íslensku til þess að geta rætt, í fræðasamfélagi okkar, þann kenningagrunn og aðferðafræði sem við byggjum á í rannsóknum á starfi okkar við kennaramenntun. Greiningarferlið, á því hvernig sýn okkar á menntun og gildi sem við leggjum til grundvallar starfi okkar, hefur leitt til aukins skilnings á fagmennsku okkar. Samvinnan hefur þannig styrkt okkur sem menntunarfræðingar til að verða brautryðjendur í þróun starfstengdar sjálfsrýni innan kennaramenntunar.
Jónína Vala Kristinsdóttir og Karen Rut Gísladóttir
Lykilorð: starfstengd sjálfsrýni, kennaramenntun, faglegt tungutak
Starfstengd sjálfsrýni í kennaramenntun í Evrópu
Í erindinu verður kynnt hvernig starfstengd sjálfsrýni í kennaramenntun (SSJÁ) hefur þróast í Evrópu. Evrópu má líkja við bútasaumsteppi sem samanstendur af ólíkum ríkjum, menningu og tungumálum. Kennarar sem sinna kennaramenntun í Evrópu eru einnig ólíkir er varðar bakgrunn, verkefni og tækifæri til faglegrar þróunar og þátttöku í SSJÁ. Tilgangur rannsóknarinnar var að kortleggja stöðu SSJÁ í Evrópu og var skjalagreiningu beitt til að fá svör við rannsóknarspurningunni. Við skoðuðum allar rannsóknarniðurstöður um SSJÁ sem birst hafa um kennaramenntun í Evrópu. Það kom í ljóst að það eru fyrst og fremst ákveðnir einstaklingar og hópar sem hafa þróað SSJÁ
í Evrópu og þó fleiri lönd komi við sögu þá verður þróunin í Englandi, á Íslandi, Írlandi og Hollandi kynnt í þessu erindi. SSJÁ hefur nýst vel og verið hvetjandi í þessum löndum hjá kennurum sem hafa færst úr almennu kennarastarfi í að verða kennarar í kennaramenntun og rannsakendur. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar hefur samstarf og jafningjaleiðsögn hjálpað mest þeim sem hafa þróað með sér SSJÁ, en einnig hefur það hjálpað þeim að birta rannsóknaniðurstöður opinberlega. Árlegar ráðstefnur í Norður Ameríku og á Englandi með fagfólki víðsvegar að úr heiminum hafa einnig átt stóran þátt í að efla þátttakendur í SSJÁ.
Lykilorð: starfstengd sjálfsrýni, kennaramenntun, Evrópa
Kennaramenntun fyrir skóla án aðgreiningar
Ein helsta áskorun kennara og þeirra sem mennta kennara í nútímanum er stöðug leit þeirra að kennslufræði og aðferðum til að mæta vaxandi fjölbreytileika innan skóla án aðgreiningar. Hugmyndir um nám án aðgreiningar gera ráð fyrir að allir nemendur hafi jafnan aðgang að gæðamenntun og að skólar skipuleggi námsrými sem henta öllum í anda altækrar hönnunar náms. Skólar og kennarar sem standa frammi fyrir þessari áskorun þurfa að huga að því hvernig þeir bregðast við. Við fullyrðum, eins og aðrir hafa gert á undan okkur (Ainscow 2008; Meijer 2003), að kennarar séu lykilaðilar í að þróa skólastarf og kennslufræði án aðgreiningar. Í erindinu munum við ræða starfstengda sjálfrýni sem snýr að undirbúningi kennaranema til að starfa í skólum án aðgreiningar. Við munum útskýra hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og gefa stutt yfirlit yfir sjálfrýnirannsóknir sem snúa að hugmyndafræðinni. Auk þess munum við gefa nýlegt dæmi um starfstengda sjálfrýnirannsókn í einum skóla sem starfar samkvæmt hugmyndafræðinni og ræða hvernig rannsóknin hefur aukið skilning á hugmyndafræðinni, hefur komið af stað endurskipulagningu á stuðningskerfi skólans og gefið upplýsingar um hvar frekari rannsókna er þörf.
Lykilorð: starfstengd sjálfsrýnis, skóli án aðgreiningar, kennaramenntun
At the dawn of revolution in teaching: A hybrid educator’s prospect of self-study in Japan
The purpose of the study was to investigate how self-study of teacher education practices (S-STEP) would be discussed in the Japanese education context. As a hybrid educator between Japan and Iceland, I aim to inform all educators to learn about their challenges through the personal history self-study method. My personal reflective stories, Japanese S-STEP related articles and an interview with a Japanese teacher educator whom I reached via Facebook served as qualitative data. Findings revealed that it was struggling for Japanese teachers to understand S-STEP as a research methodology because of cultural and language barriers. International S-STEP researchers offered seminars to Japanese teachers in English. Because seminars were based on the western context, they were too foreign for Japanese teachers to understand what would be S-STEP. Japanese teachers’ professional reflection would be negative, as they would focus on their mistakes in teacher-centred contexts. Talking about their successful experiences would be arrogant. English is not a common language among Japanese and it hindered their access to major S-STEP literature. Upon this circumstance, I prospected my role as a critical friend to the Japanese teacher educators and teachers for their self-study journey through inquiry in the same mother tongue.
Lykilorð: self-study, Japanese education system, critical friendship