Nýjar áskoranir í sjávarútvegi
Málstofustjóri: Daði Már Kristófersson
Nýsköpun og fæðuöryggi. Nýjar áskoranir í sjávarútvegi
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með 1,3% hlutdeild á heimsvísu. Hér er því velt upp hvernig tryggja megi komandi kynslóðum aðgang að auðlindinni og nýtanlegu hráefni til framtíðar. Íslendingar eru fremstir í flokki varðandi nýtingu á þorski og er staðan sú að í dag felast meiri verðmæti í aukaafurðum heldur en í þeim þorskflökum sem flutt eru á erlenda markaði. Mikil nýsköpun hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi og hafa fyrirtæki náð að meðaltali um 80% nýtingu á þorski á móti um 55% hjá öðrum þjóðum í Evrópu. Sé litið til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um fæðuöryggi í heiminum þá skiptir betri nýting á kalki, fitu og próteinum miklu máli. Hér verður skoðað hvaða leiðir stærstu sjávarútvegsfyrirtækin á Íslandi eru að fara. Stuðst er við blandaða aðferð við rannsóknina. Spurningalisti verður lagður fyrir lykilstjórnendur 50 stærstu sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi og viðtöl tekin við stjórnendur og starfsmenn. Markmiðið er að sýna fram á að verðmætasköpun hefur aukist verulega á undanförnum árum frá vörum sem unnar eru úr íslensku sjávarfangi. Af þessu má ráða að betri nýting sjávarfangs í heiminum er forgangsatriði á næstu árum, fyrir fæðuöryggi og fyrir aukna verðmætasköpun.
Greining á umfangi endurvigtarsvika
The accurate measurement of catch quantity is essential in ITQ systems. The Icelandic ITQ system relies on a network of certified harbor weighing stations that monitor landed quantity. Estimating catch from landed quantity is complicated if many product forms are landed. E.g. adjusting landed quantity for ice is a challenge. A system of producer reweighing allows producers to separate ice and fish and report net weight. About 45% of all Icelandic catches go through reweighing. There have long been rumors that vertically integrated firms abuse this system by overreporting ice in the catch. Although the Icelandic directorate of fisheries monitors reweighing, their ability to detect fraud is limited. We perform a case-control analysis of monitored landings versus unmonitored landings to access the extent of overreporting of ice. The results show that this is a substantial problem but the vast majority of cheating is limited to a small group of firms. We then provide an analysis of the effects of such factors as vessel type, location, season and firm type on the level of cheating. Further, we test the effectiveness of initiatives implemented by the Directorate of fisheries to reduce cheating. The results have clear policy implications about how best to combat this problem while maintaining the reweighing system and the positive effects it has on ice use and catch quality.
Framleiðni í fiskveiðum eftir skipaflokkum
Á undanförnum 20 árum hafa nokkrar athuganir verið gerðar á framleiðni í íslenskum sjávarútvegi. Þær greiningar hafa tekið mið af sjávarútvegi í heild, en í þessari grein er fjallað um þróun framleiðni eftir skipaflokkum. Framleiðni er metin með aðferð sem kennd er við gagnaumgjörð (Data Envelopment Analysis, DEA) sem er óparametrísk aðferð. Notuð er svokölluð Malmquist vísitala til að sundurgreina framleiðni í breytingar á skilvirkni og tæknibreytingar. Skilvirknibreytingarnar má svo aftur sundurliða í skalahagkvæmni og breytingar á hreinni skilvirkni. Greiningin byggir á gögnum frá Hagstofu Íslands um tekjur og kostnað í sjávarútvegi á árunum 1997-2017. Kostnaði er skipt í fernt; launakostnað, olíukostnað, kostnað við veiðarfæri og viðhald og fjármagnskostnað. Breytingar á framleiðni, skilvirkni og tækni eru metnar bæði fyrir atvinnugreinina í heild og fyrir sex báta- og skipaflokka. Frumniðurstöður gefa til kynna að framleiðni hafi að jafnaði vaxið mest hjá bátum 10-200 tonn að stærð og stærri en 200 tonn, en dregist saman hjá ísfisktogurum. Þessi þróun ræðst mest af tæknibreytum en skilvirkni hefur haldist nær staðið í stað.
Hverjir fá auðlindarentuna í íslenskum sjávarútvegi?
Í erindinu er greint frá viðamikilli rannsókn á þróun á auðlindarentu í íslenskum sjávarútvegi og skiptingu hennar. Rentunni var skipt á milli þriggja aðila: þ.e. þeirra fyrirtækja sem enn starfa í atvinnugreininni, ríkisins og þeirra aðila sem selt hafa kvótann og hætt starfsemi. Rannsóknin hefst 1998 og nær til 2017. Notuð voru ítarleg gögn frá Hagstofu Ísalands við rannsóknina. Niðurstöðurnar voru að nær engin auðlindarenta var framleidd í íslenskum sjávarútvegi fyrr en 2008. Ástæður þessa voru stanslaus samdráttur í veiðum frá 1990 til 2008. Á þeim tíma helmingaðist aflinn mældur í þorskígildum. Atvinnugreinin hagræddi, fækkaði stöfum um helming, lokaði vinnslum og fækkaði skipum. En þessi hagræðing náði varla að halda í við minni afla. Þegar veiðar jukust 2009, samhliða veikingu krónunnar, varð veruleg auðlindrenta sýnileg. Frá 2009 hefur auðlindarentan verið nokkuð stöðug og verið að meðaltali 15-19% af útflutningsverðmæti íslensks sjávarútvegs. Skipting rentunnar hefur verið nokkuð jöfn á milli þessara þriggja aðila. Íslenska ríkið hefur fengið sinn skerf af rentunni með veiðigjöldum, fjármagnstekjuskatti og hærri tekjuskatti sem lagður er á hagnað fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem enn starfa í greininni hafa fengið verulegan skerf af rentunni enda hefur afkoma yfirleitt verið góð. Að lokum hafa þeir aðilar sem selt hafa aflaheimildir og hætt rekstri fengið stóran hluta af rentunni.