Íþróttir: fjölbreytt sjónarhorn

Málstofustjóri: Gylfi Magnússon

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Inntökuvígslur íþróttafélaga

Hjá mörgum íþróttafélögum tíðkast inntökuvígslur af einhverju tagi. Yfirleitt er nýliði þá látinn gera eitthvað sem honum er erfitt eða er niðurlægjandi. Sumar rannsóknir benda til þess að erfiðar inntökuvígslur auki fórnfýsi einstaklings gagnvart öðrum í viðkomandi félagsskap. Þú sannar þig gagnvart hinum með því að leggja eitthvað verulega á þig fyrir liðið eða félagsskapinn. Vígslur hafa líka af hefð haft það hlutverk að marka skil, hverjir eru fullgildir og hverjir ekki. Í þeim tilgangi að sjá hvort vígslur í innlend íþróttafélög hafi slíkar afleiðingar hafa verið tekin viðtöl við 14 núverandi og fyrrverandi þátttakendur í boltaíþróttum. Viðtölin voru síðan þemagreind og leitað að tilgangi vígslu, upplifun þátttakenda og hvort talið sé að vígslur hafi jákvæð áhrif á liðsandann. Megin niðurstöður eru þær að vígslurnar eru tilviljunarkenndar, skortir þann ramma sem inntökuvígslur þurfa að hafa til að ná (jákvæðum) tilgangi sínum. Ekki þurfa allir að gangast undir vígslu og vígslan markar ekki þau skil sem þær eiga að gera. Nýliði er „kjúklingur“ þó vígsla hafi farið fram og þar til næsti nýliði kemur. Fæstir telja vígslurnar þjóna jákvæðum tilgangi í núverandi gerð en nokkuð var um óskir um rammaðar vígslur sem í reynd þýddu að viðkomandi væri fullgildur meðlimur hópsins.

Ingólfur Gíslason

Lykilorð: inntökuvígslur, íþróttir, fórnfýsi

Áhrif fæðingardags á velgengni

Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif aldurs innan árgangs á velgengni á fullorðinsárum. Fyrri rannsóknir hafa fundið slík áhrif meðal barna. Þeir sem eru fæddir snemma á árinu eru eldri en aðrir í sama bekk í skólakerfinu eða sama æfingahóp í ungliðastarfi í íþróttum sem getur gefið þeim ákveðið forskot. Hér er ekki horft til barna heldur fullorðinna og þannig reynt að meta hvort áhrif fæðingardags, ef einhver eru, fjara út með aldri. Í kaflanum er byggt á innlendum gögnum um fjóra hópa Íslendinga sem telja má árangursríka á einhverju sviði; stjórnmálamenn, landsliðsmenn í knattspyrnu, tekjuháa og útskrifaða úr háskóla. Niðurstöður sýna að í langflestum tilfellum virðist það forskot sem þeir sem fæðast snemma á árinu kunna að hafi notið í æsku hafa fjarað út þegar fullorðinsárum er náð. Engin almenn merki eru um að í þeim hópum sem hér eru skoðaðir sé einkum fólk fætt snemma á árinu. Þó má sjá einstaka fámenna undirhópa þar sem það kann að eiga við. Vísbendingarnar eru þó veikar og ekki óhætt að draga sterkar ályktanir af þeim, a.m.k. ekki án frekari rannsókna. Niðurstöður um forskot þeirra elstu innan árgangs í æsku geta haft talsvert hagnýtt gildi við skipulag skóla- og íþróttastarfs ungmenna. Hins vegar virðist ekki hið sama gilda á fullorðinsárum.

Gylfi Magnússon

Lykilorð: fæðingardagur, velgengni, íþróttir

The clash of tradition and modernity in sporting field: the case of wrestling and football in Iran

Wrestling has been traditionally regarded as Iran’s national sport. It has been considered a form of cultural expression and the marker of Islamic and Persian identity. Even though the juggernaut of globalization and neo-liberal economies in the 20th century has invented football the most popular and attractive sport globally, wrestling in Iran is still considered the stubborn rival of such spectator sport. This trend leads the author to argue how the distinctive cultural traditions, practical values and sporting success shaped the Iranian collective identity epitomized in wrestling. Thus, based on constructivist epistemological premises and drawing on Norbert Elias’ figurational sociology, this study will present how different civilizations developed certain sports discourses with respect to their local cultural values and practices. I postulate the discourse around wrestling as local demand and, further, the socio-cultural development of sport organizations in general and football in particular, as a response to global force; in order to unravel how locally specific and global forces proposed innovation in sport to provide more harmony with the cultural realities and beliefs of the nation over time. More precisely, I argue that changing nature and the impact of sport are driven by socio-cultural and political forces generated by local and global dynamics, the contest of modernity and tradition, the conflicts between globalization and national identity.

Saeed Shamshirian

Lykilorð: sport, globalisation, national identity

Krísa og krísustjórnun innan KSÍ

Institute for Crises Management hefur skilgreint krísu sem verulega truflun, sem veldur umfangsmikilli fjölmiðlaumfjöllun, sem hefur áhrif á hefðbundna starfsemi skipulagsheildar og einstaklinga. Hér á landi förum við ekki varhluta af síendurteknum aðstæðum, sem falla undir þessa skilgreiningu en umræðan hefur ekki verið gerð fræðileg skil hingað til innan háskólasamfélagsins og verið stjórnað af álitsgjöfum og almannatenglum. Markmiðið er að skoða nýlegt dæmi frá Knattspyrnusambandi Íslands sem skipulagsheild og einstaklingum, sem tengjast því máli. Aðferðafræðin er að fara yfir fræðasvið krísustjórnunar og kynntar helstu kenningar, aðferðir og rannsóknir á þessu sviði. Þar verða kynntar kenningar og rannsóknir Nassim Taleb um svarta svani (e. black swan) þ.e. ólíklega og ófyrirséða atburði og áhrif þeirra og hvernig má styrkja skipulagsheildir gegn þessum svörtum svönum.

Við framkvæmdina verður leitað svara við spurningum s.s. Hver var krísan? Hvernig var brugðist við henni? Hver voru áhrif á skipulagsheildina og einstaklingana? Hvaða lærdóm má draga? Þó atburðarásin í máli KSÍ kunni ekki vera alveg til lykta leidd þá er engu að síður niðurstaðan sú að hvorki skipulagsheildin né einstaklingarnir sem tengdust henni brugðust við með þeim hætti að draga úr krísuástandi og áhrifum hennar og koma á eðlilegri starfsemi sem fyrst.

Jón Snorri Snorrason

Lykilorð: krísa, krísustjórnun

Event Details
  • Start Date
    29/10, 2021 15:00
  • End Date
    29/10, 2021 16:45
Höfundar erinda
Prófessor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Dósent
Háskólinn á Bifröst / Bifröst University
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Event Details
  • Start Date
    29/10, 2021 15:00
  • End Date
    29/10, 2021 16:45