Afbrot og löggæsla 2

Málstofustjóri: Snorri Örn Árnason
Er neysla Íslendinga á kannabis að aukast og afstaða þeirra í fíkniefnamálum að breytast?

Neysla fíkniefna hefur löngum valdið töluverðum áhyggjum á Íslandi. Stefna stjórnvalda hér á landi hefur lengi fylgt fordæmi margra vestrænna þjóða þar sem bæði varsla og meðferð tiltekinna fíkniefna varðar við refsilög. Á síðustu áratugum hefur afstaða Íslendinga til afbrota og notkun þeirra á kannabisefnum verið mæld nokkuð reglulega. Fram hefur komið að meirihlutinn er hlynntur ríkjandi stefnu sem m.a. felur í sér að varsla á kannabisefnum til eigin nota eigi að vera refsiverð. Jafnframt hefur komið fram að sífellt fleiri segjast hafa notað kannabisefni oftar en einu sinni á lífsleiðinni. Í mars og apríl 2019 var afstaða Íslendinga mæld að nýju. Tekið var tæplega tvö þúsund manna lagskipt tilviljunarúrtak úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Úrtakið var lagskipt eftir kyni, aldri og búsetu til þess að það endurspeglaði sem best samsetningu landsmanna. Svarhlutfall var innan við 50 prósent og voru gögnin vigtuð til þess að niðurstöður gæfu sem réttasta mynd af þýði. Helstu niðurstöður eru að um þriðjungur svarenda vildi afnema refsingar á vörslu kannabis, þar af mun fleiri karlar en konur og ríflega helmingur allra undir 30 ára. Ljóst er að ríkjandi stefna að meðferð kannabis­efna eigi að vera refsiverð er studd af meirihluta landsmanna. Stefnan er þó heldur á undanhaldi einkum meðal ungs fólks.

Helgi Gunnlaugsson og Jónas Orri Jónasson

Haturstjáning í íslensku samhengi

Í febrúar s.l. lagði Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmála­ráðherra, fram lagabreytingartillögu um að þrengja 233. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þessi tillaga er ein nokkurra lagabreytingartillagna sem nefnd forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsinga­frelsis leggur til svo hægt sé að styrkja tjáningarfrelsi hér á landi. Fyrrgreind nefnd telur að ekki sé nóg að hæðast að, rógbera, smána eða ógna manni eða hópi manna vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar, til að tjáningin verði flokkuð sem hatursorðræða. Nefndin telur að einnig þurfi að vera hægt að sýna fram á að tjáningin sé til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatur, ofbeldi eða mismunun. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um haturstjáningu út frá yfirstandandi rannsókn á hatursglæpum og haturs­tjáningu í íslensku samfélagi. Fjallað verður um frumniðurstöður rannsóknarinnar, sér í lagi helstu birtingamyndir haturstjáningar hérlendis og í hvaða rými slík tjáning er sett fram. Að lokum verður því velt upp hvort nauðsynlegt sé að þrengja ákvæði fyrrnefndar lagagreinar um hatursorðræðu í íslenskum lögum og hvaða afleiðingar slíkt getur haft í för með sér.

Eyrún Eyþórsdóttir

Emotional Labour in Police Work:  Are police officers who live and work in the rural and remote areas ever off-duty?

This paper examines some of the early findings from an ongoing, qualitative study of the experiences of police officers who are living and working in rural and remote areas of Iceland.  Semi-structured interviews were conducted with twenty police officers contributing to a comparative study of their work in urban and rural districts across Iceland. Globally, the experiences and perceptions of police officers who work in rural and remote areas is gaining traction amongst social researchers. Early analysis of our interview data suggests that police officers who live and work in small communities, feel the need to hide or mask their emotions and feelings, both at work and also whilst off duty. Unlike many of their urban-based colleagues who can ´blend´ back into the community after duty. The masking of emotions by those engaged in emergency response is not without physical and mental cost, and this will be discussed further. The study of such ´emotional labour´ within policing is a relatively new field and this current study seeks to add pertentant research to the growing body of knowledge.

Andy Paul Hill

Aðgengi fyrir alla – Breyttar áherslur í þjónustu lögreglu við þolendur kynferðisbrota

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á síðustu misserum unnið staðfastlega að því að bæta þjónustu við brotaþola, þá sérstaklega gagnvart þeim sem eru í viðkvæmri stöðu vegna heimilis- og kynferðisofbeldis. Við upphaf ársins 2017 samþykktu íslensk stjórnvöld að efla réttarvörslukerfið í heild sinni, þar með talið störf og þjónustu lögreglunnar við þolendur kyn­ferðisbrota. Í framhaldinu var farið í vinnu við að rýna og greina helstu þarfir þolenda. Hér verður fjallað um þær áherslu­breytingar sem orðið hafa hjá lögreglunni á höfuð­borgarsvæðinu þar sem stofnunin hefur verið að þróast frá því að vera valdastofnun yfir í það að skilgreina sig sem þjónustu­stofnun þar sem áhersla er lögð á þolendamiðaða þjónustu (e. victim oriented police). Í því felst ákveðin áherslubreyting þar sem horft er í auknum mæli til þarfa þolenda og leitast við að koma til móts við þær. Fjallað verður um birtingarform þessara áherslubreytinga sem m.a. koma fram með stofnun Bjarkarhlíðar, breytinga á upplýsingagjöf til þolenda og áherslum á að tryggja þolendum betra aðgengi að réttarvörslukerfinu. Fjallað verður um breytingar sem hafa átt sér stað og þær breytingar sem eru fyrirhugaðar. Ekki er um að ræða mat á þessum verkefnum eða viðhorfum þolenda til þeirra heldur leitast við að ramma inn breytingar sem hafa átt sér stað og tengja þær fræðilegum rannsóknum á hlutverki lögreglu og breytingum þar á.

Rannveig Þórisdóttir og Anna Lilja Karelsdóttir

Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 11:00
  • End Date
    01/11, 2019 12:45
Höfundar erinda
Háskóli Íslands / University of Iceland
Sérfræðingur / Specialist
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Annað / Other
Annað / Other
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Akureyri / University of Akureyri
Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 11:00
  • End Date
    01/11, 2019 12:45