bækur

Bækur gefnar út af íslensku félagsvísindafólki

9789935233158-510x733
Afríka sunnan Sahara í brennidepli II

Ritstjórar: Jón Geir Pétursson, Magnfríður Birnu Júlíusdóttir, Geir Gunnlaugsson og Jónína Einarsdóttir

Sjávarútvegur og eldi
Sjávarútvegur og eldi

Í bókinni er gerð grein fyrir tveimur atvinnugreinum, sjávarútvegi og eldi, þar sem framleidd eru matvæli sem seld eru um allan heim, en nú á tímum verða matvæli að vera í boði sem víðast, allan ársins hring og á samkeppnishæfu verði. Í bókinni er lögð áhersla á hve mikilvægt er að Íslendingar beri gæfu til þess að tryggja gæði og afhendingaröryggi afurða sinna úr sjávarútvegi og eldi á erlenda markaði alla daga ársins.

Sjáum samfélagið
Sjáum samfélagið

Hvað er þetta óljósa fyrirbæri sem við köllum samfélag? Hvernig mótar samfélagið hugsanir okkar, hugmyndir, hegðun og sjálfsmynd? Í þessari nýstárlegu bók leitast Dr. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði , við að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt með því að beita félagsfræðilegu innsæi á fjölda ljósmynda úr hversdagslífi vestrænna samfélaga. Að rýna með slíkum hætti í ljósmyndir gefur lesandanum færi á að frysta augnablik sem alla jafna þjóta framhjá honum, greina þau og skilja, og breyta þannig upplifunum í þekkingu. Bókin er upplýsandi greining á nútímasamfélaginu og þróun þess og varpar ljósi á félagslega töfra samfélagsins sem og vaxandi firringu þess.

The Performance of Viking Identity in Museums
The Performance of Viking Identity in Museums

The Performance of Viking Identity in Museums explores the representations and uses of Vikings in museums across Iceland, British Isles and Norway.

Drawing on theories from history, philosophy, museology, and sociology, the book analyses how the Viking myth is used by visitors to make sense of present-day society, culture, and politics and the role of museums in this meaning-making process. Demonstrating that the Viking myth is present in collective memory and plays an important role in the construction and modification of collective, national, and personal identities, the book analyses this process through the framework of museums and their visitors.

ManagingNordic
Managing Nordic Local Governments

This open access book examines the roles of municipal chief executive officers in Denmark, Finland, Iceland, Norway and Sweden. Whilst it has long been recognised that local authorities in these countries are often more autonomous than most other local authorities around the world, we still lack an integrated overview of leadership in Nordic local government, and the development of its top administrative management. This book aims to improve such knowledge. Comparative in nature, it will appeal to all those interested in local and urban governance, public administration, public management, and leadership studies.

Rannsóknir í viðskiptafræði IV
Rannsóknir í viðskiptafræði IV

Rétt eins og í fyrri bókum er efni þessarar bókar mjög fjölbreytt. Í 14 köflum segja 25 höfundar frá rannsóknum á sviði sjávarútvegs, iðnaðar, vinnumarkaðar, líftækni, leiðtogafræði, frammistöðumats, kulnunar, nýsköpunar, krísustjórnunar, eineltis á vinnustað, inngildingar og viðskiptatryggðar. Höfundar koma víða að: úr Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst, Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri sem og úr atvinnulífinu.

Sund_kápa
Sund

Sundlaugarnar eru helsti samkomustaður heillar þjóðar sem sækir þangað næði eða samveru, hreinsun og heilsubót sálar og líkama. Sundið er lífsnauðsyn fyrir eyjarskeggja, undursamlegur leikvöllur hinna ungu og nærandi þeim sem eldri eru. Í sundi birtist samfélagið sjálfu sér … á sundfötunum.

Rekstur og hagfræði_kápa
Rekstur og hagfræði

Bókin var upphaflega tekin saman vegna kennslu í rekstrarhagfræði fyrir MBA nemendur en ætti að nýtast öðrum háskólanemum og þeim sem vilja læra meira um rekstur og viðskipti. Gylfi býr yfir langri reynslu af kennslu, rannsóknum og nýtingu fræðanna í íslensku viðskiptaumhverfi.

Andlit til sýnis_kápa
Andlit til sýnis

Bókin Andlit til sýnis varpar öðru ljósi á söguna með því að gera miðlægt lítið safn á Kanaríeyjum á 19. öld sem snýr að líkamsleifum frumbyggja, þar sem finna má brjóstmyndir Íslendinga. Í þessari gripandi frásögn rekur Kristín Loftsdóttir, mannfræðingur, sögur þeirra og tengsl við aðrar brjóstmyndir á þessu safni frá ólíkum heimshornum. Hverjar eru sögur þeirra og hvað varð til að þær rötuðu á þetta safn?

Rannsóknir í viðskiptafræði
Rannsóknir í viðskiptafræði III

Efni þessarar bókar er fjölbreytt. Alls eru kaflarnir níu talsins og fjöldi höfunda 15. Kaflarnir eru á fræðasviðum þjónustustjórnunar, hagfræði, markaðsfræði, nýsköpunar, stjórnunar og stjórnarhátta. Viðfangsefnin sem rannsökuð eru tengjast áhættu, ákvörðunum, eignarhaldi, fjárfestingu, gæðum, frumkvöðlastarfi, frumkvöðlastuðningi, fræðslustarfi, kynjamálum, leiðtogastarfi, lífskjörum, staðfærslu, verðlagningu og öldrun. Fókusinn er einkum á umhverfi og aðstæður á Íslandi, m.a. tengt Covid-19, frumkvöðla- og nýsköpunarumhverfi, ferðaþjónustu, fyrirtækjum, matvöruverslunum og sjávarútvegi. Jafnframt er vettvangurinn alþjóðlegur eins og í tilfelli örlánastofnana.

Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi - bókakápa
Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi

Í þessu riti er leitað skýringa á langtímaþróun byggðarlaga og landsvæða og ljósi varpað á þá þætti sem áhrif hafa á ákvarðanir einstaklinga um að flytja á brott, vera um kyrrt eða snúa aftur heim, jafnframt því sem mat er lagt á framtíðarhorfur í búferla-flutningum og byggðaþróun.

PS_rannsVidsk
Rannsóknir í viðskiptafræði II

Efni þessarar bókar er einnig mjög fjölbreytt. Í 13 köflum segja 23 höfundar frá rannsóknum í heilbrigðisgeira, málefnum innflytjenda, kvikmyndageira, neytendamálum, orkugeira og sjávarútvegi. Einnig er fjallað um ýmis viðfangsefni á sviði þjónustu tengt fjármálafyrirtækjum, vátryggingarfyrirtækjum og stafrænum viðskiptum. Jafnframt er rannsóknum lýst sem tengjast hagfræði og lýðfræði, kynbundnum hindr- unum í stjórnun og á nýsköpunarumhverfi á Íslandi.

skattur á menn - bókakápa
Skattur á menn

Þessi bók er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók fyrir þá sem eru að hefja nám í skattarétti í háskólum landsins. Einnig getur hún nýst sem handbók eða uppflettirit fyrir þá sem þurfa á upplýsingum að halda um skattamál sín.

Grimm bókakápa
Grimm Ripples: The Legacy of the Grimms’ Deutsche Sagen in Northern Europe

This book sheds new light on the central role of the Grimms’ all too often neglected Deutsche Sagen (German Legends), published in 1816-1818 as a follow up to their famous collection of fairy tales. As the chapters in this book demonstrate, Deutsc

Málarinn og menningarsköpun - bókakápa
Málarinn og menningarsköpun – Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874

Bókin inniheldur 17 ritrýndar greinar, hluti afrakstrar fimm ára rannsóknarverkefnis þar sem rýnt var í störf og áhrif Sigurðar Guðmundssonar málara og Kvöldfélagsins, leynilegs málfundarfélags í Reykjavík.  Áhrif þessa starfs á leikhús, hönnun, þjóðsagna-og forngripahönnun, þjóðlega búninga og þjóðfræðislega umræðu.

Baráttan um bjargirnar bókakápa
Baráttan um bjargirnar – Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags

Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för.

LoftsdottirWe
We are All Africans Here: Race, Mobilities and West Africans in Europe

Europe is often described as „flooded“ by migrants or by Muslim „others,“ with Western African men especially portrayed as a security risk. At the same time the intensified mobility of privileged people in the Global North is celebrated as creating an increasingly cosmopolitan world.

Exceptionalism
Exceptionalism

Exceptionalism offers comparative case studies from different parts of the world, showcasing the way in which exceptionalism has come to occupy an important narrative position in relation to different nation-states, including the United States, the United Kingdom, the Nordic countries, various European nations and countries in Latin America, Africa and Asia.

Fisheries and Aquaculture
Fisheries and Aquaculture
The Food Security of the Future

The Food Security of the Future takes a multidisciplinary approach in evaluating the fisheries and aquaculture sectors from the scientific and practical perspectives of industry professionals.

Verkefnastjórnun
Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project

Verkefnastjórnun snýst um tíma- og kostnaðarstýringu, breytingastjórnun, fjármálastjórnun og mannauðsstjórnun. Verkefnastjóri þarf að vera gæddur ákveðnum kostum, ekki síst sterkum leiðtogahæfileikum, og geta náð fram því besta í fólki.

Rannsóknir og viðskiptafræði I
Rannsóknir og viðskiptafræði I

Viðskiptafræði er fjölbreytt fræðigrein innan félags- vísinda með margvísleg tengsl við aðrar greinar. Þessi bók, sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi.

Ritröðin Í stuttu máli

Ritröðin er vettvangur til miðlunar rannsókna félagsvísindafólks á Íslandi, hugsuð til að koma vísindalegri þekkingu á framfæri á aðgengilegan og hnitmiðaðan hátt. Hver bók tekur fyrir afmarkað málefni sem skírskotar til brýnna samfélagslegra úrlausnarefna samtímans. Lögð er áhersla á að bækurnar séu læsilegar en uppfylli um leið ýtrustu kröfur vandaðrar fræðimennsku. Markmiðið er að þær þjóni jafnt almenningi, fjölmiðlafólki, stjórnmálamönnum, námsmönnum og fræðasamfélaginu og séu framlag til upplýstrar samfélagsumræðu um aðskiljanlegustu málefni íslensks samfélags. Bækurnar eru ritrýndar og gefnar út af Háskólaútgáfunni í samstarfi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

Hagfræði_kápa
Hagfræði daglegs lífs – í stuttu máli

Margir halda að hagfræði fjalli einungis um verðbólgu, atvinnuleysi og vexti. En hagfræði hjálpar okkur að skilja líf okkar og umhverfi. Hún er í raun allt í kringum okkur. Þannig lýsir hagfræðin ákvörðunum okkar, hvernig hinn skynsami maður ætti að taka ákvarðanir, en jafnframt hvernig ákvarðanataka okkar fellur oft ekki að þessari fullkomnu skynsemi einfaldrar hagfræði og hvaða hvatar kunni að stjórna slíkum ákvörðunum.

kynthattafordomar.kapa
Kynþáttafordómar – í stuttu máli

Í bókinni eru kynþáttahugmyndir teknar til skoðunar. Markmið bókarinnar er tvíþætt. Annars vegar að gefa greinargóða skýringu á kynþáttafordómum í ljósi nýlegrar fræðilegrar umræðu og hins vegar að sýna hvernig kynþáttahugmyndir hafa birst í íslenskri umræðu í ýmsum myndum, bæði í fortíð og samtíma.

Afangastadir_kapa
Áfangastaðir – í stuttu máli 

Markmið bókarinnar er að draga upp nýja mynd af því hvernig áfangastaðir verða til og þróast. Með hliðsjón af uppbyggingu ferðamennsku á Ströndum er rýnt í samband ferðaþjónustu og samfélaga og sýnt hvernig náttúra og menning eru samofin svið en ekki aðgreind eins og oft er látið í veðri vaka.

Thjodarspegill_stubbur 2 2021
Skráning á póstlista

Skráning á póstlista

Nafn persónu, stofnunar eða félagasamtaka