Stjórnun, markaðsfræði og alþjóðastjórnmál

 


Krísa KSÍ frá 2021 og krístjórnunin metin ári síðar.

Höfundar: Jón Snorri Snorrason

Ágrip:

Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) stóð frammi fyrir krísu fyrir rúmu ári þegar ásakanir komu fram um að nokkrir leikmenn karlalandsliðsins hefðu gerst sekir um kynbundið ofbeldi og áreiti . Núna 12 mánuðum er því áhugavert að skoða hvernig skipulagsheildin KSÍ hafi brugðist við til að draga úr krísuástandinu og áhrifum þess og koma á eðlilegri starfsemi. Krísan verður greind með kenningum og aðferðum á fræðasviði krísustjórnunar og stuðst við helstu rannsóknir á þessu sviði s.s. frá Mitroff, Pearson og Finks. Niðurstaðan af fyrri rannsókn höfundar, sem kynnt var skömmu eftir krísuna, leiddi í ljós að henni hafi ekki verið stjórnað nægilega vel. Viðfangsefnið sem verður til skoðunar í þessari rannsókn er úr skýrslu starfshóps ÍSÍ: “Úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kvartana og ábendinga sem KSÍ hafa borist um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi 2010 til 2021”. Rannsóknarspurningin sem leita á svara við er: Hvernig hafi KSÍ hafi tekist á við krísuna og sérstaklega fjallað um viðbrögð KSÍ við skýrslu ÍSÍ? Niðurstaða rannsóknar er að ekki hafi í raun verið brugðist við með þeim hætti sem fræðin segja til um og þannig hafi krísan ekki verið alveg til lykta leidd. Sú niðurstaða er studd með vísun í aðferðir krísustjórnunar og metin út frá þeim og kynnt hvaða lærdóm megi draga.

Efnisorð: skipulagsheildir, krísa, krísustjórnun


Verkefnastjórnun í byggingariðnaði

Höfundar: Unnur María Harðardóttir, Eðvald Möller

Ágrip:

Mikilvægt er fyrir verktaka að þekkja hvaða atriði þarf að leggja áherslu á þegar samið er um verk við verkkaupa. Hvaða þætti þarf að hafa í huga til að tryggja að verkefni verði sem árangursríkust. Rannsóknin fjallar um árangursríka verkefnastjórnun innan byggingarverkefna og skoðar hvaða þættir hafa áhrif á árangur verkefna. Rannsóknin var gerð með því að skoða tvö sambærileg verkefni sem unnin voru á sama tíma, hvort með sínum verkefnastjóranum. Annar verkkaupinn var sjálfseignarstofnun sem rekin er án hagnaðarmarkmiða en hinn verkkaupinn fasteignaþróunarfélag. Verkin byrjuðu á ólíkan hátt. Annar verkefnastjórinn tók þátt í hönnun frá upphafi með föstu einingaverði á meðan hitt fólst eingöngu í útfærslu á framkvæmdinni og „cost-plus“ samningi. Niðurstöður verkefnanna reyndust ólíkar hvað varðar tímaáætlanir og hagnað. Við rannsóknina var beitt eigindlegri aðferðafræði og með því öðluðust rannsakendur dýpri innsýn í viðhorf og reynslu verkefnastjóranna í starfi. Svör verkefnastjóranna voru borin saman til að skoða hvað mögulega olli því að verkefni þeirra skiluðu þeim árangri sem þau gerðu. Helstu niðurstöður drógu fram mikilvægi jákvæðra samskipta og trausts. Sérstaklega á milli verktaka og verkkaupa en einnig innan heildarverkefnisins, innan teymisins, undirverktaka, birgja og hönnuða. Annar þáttur sem getur haft áhrif á árangur verkefnis er skipulag og skráning gagna, hvort sem um er að ræða tímaáætlanir eða fjármálastjórn, þ.m.t. að halda vel utan um aukaverk, viðbótarverk og frávik þar sem þessir liðir eru oft kostnaðarsamir og koma upp í uppgjöri.

Efnisorð: Verkefnastjónun, Upplýsingaflæði, Project Management


Stafræn umbreyting

Höfundar: Eðvald Möller, Úlfar Ragnarsson

Ágrip:

Fjórða iðnbyltingin, stafræn umbreyting og stafræn þróun eru hugtök sem þó nokkuð hafa verið í umræðunni undanfarin misseri. Framundan eru töluverðar breytingar sem varða stafræna möguleika og mikilvægt er fyrir fyrirtæki að aðlaga sig að þeim ætli þau að vera samkeppnishæf. Stafræn umbreyting er ákveðið tískuhugtak í dag og mikið í umræðunni. Þó gera ekki allir sér grein fyrir því hvað hugtakið þýðir og rugla til dæmis stundum saman við stafræna þróun. Tekið var til athugunar hver munurinn er á stafrænni umbreytingu og stafrænni þróun og hvað þarf til að stafræn umbreyting verði árangursrík. Viðfangsefnið var skoðað út frá kenningum í breytingastjórnun og leiðtogafræðum. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: „Hvert er hlutverk leiðtoga í stafrænni umbreytingu?“. Til að svara þessari spurningu lögðust höfundar yfir ritrýndar greinar, bæði innlendar og erlendar, og komust að niðurstöðu út frá þeim. Niðurstöður benda til þess að stafrænn leiðtogi sé sífellt að verða mikilvægari innan fyrirtækja og spili í raun lykilhlutverk í umbreytingu fyrirtækja. Nauðsynlegt er að einhver hafi yfirsýn yfir hvert fyrirtækið stefnir og hvar það er statt hverju sinni í stafrænu umhverfi. Stafræni leiðtoginn þarf að vera útsjónarsamur, lausnamiðaður og hafa reynslu af stefnumótun og breytingum. Hann þarf að horfa gagnrýnt á ferla og verkfæri fyrirtækisins til að sjá hvað má betur fara og til að einfalda það ferli þá skiptir máli hvar hann er staðsettur í skipuritinu og því ofar sem hann er því betra.

Efnisorð: Verkefnastjónun, Upplýsingaflæði, Project management, Projeft manager, Stafræn umbreyting


Íslensk fyrirtæki og nýting þeirra á persónugögnum

Höfundar: Sigrún Ellertsdóttir, Ragnar Vilhjálmsson

Ágrip:

Í ljósi alls þess gagnamagns sem neytendur skilja eftir sig í netsamskiptum og safnað er og varðveitt af fyrirtækjum er áhugavert að skoða viðhorf almennings til þeirra upplýsinga sem fyrirtæki geyma um viðskiptavini sína, ásamt því að skoða hvernig fyrirtæki hagnýta sér gögn til markaðsstarfs. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá betri skilning og þekkingu á því hvaða persónugögnum fyrirtæki eru að safna og hvers konar persónugögnum viðskiptavinum finnst í lagi að fyrirtæki safni um þá. Rannsóknarspurningar voru tvær: 1) Hversu vel nýta íslensk fyrirtæki persónugögn viðskiptavina til að kynnast þeim og veita þeim betri þjónustu og 2) Eru viðskiptavinir sáttir við þær persónulegu upplýsingar sem fyrirtæki safna um þá. Fyrri rannsóknarspurningin var skoðuð með eigindlegum viðtölum við forsvarsmenn sex þjónustufyrirtækja og seinni rannsóknarspurningin var skoðuð með megindlegri spurningakönnun á meðal almennings. Tilgátur höfundar voru tvær: 1) Íslensk fyrirtæki eru í auknu mæli að notfæra sér persónuleg gögn um viðskiptavini til að betrumbæta þjónustu sína og 2) Viðskiptavinum íslenskra fyrirtækja er almennt sama um þær upplýsingar sem fyrirtækin safna um þá. Fyrri tilgátan var staðfest á meðan síðari tilgátan var felld því niðurstöður rannsóknar sýndi að viðskiptavinir voru frekar ósáttir með að fyrirtæki væru að safna persónugögnum þeirra og fundu þeir fyrir frekar miklum áhyggjum af friðhelgi einkalífs síns.

Efnisorð: Persónugögn, Gagnavinnsla, Friðhelgi viðskiptavina


Weaponising Conspiracy Theories

Höfundar: Eiríkur Bergmann

Ágrip:

Via widespread disinformation campaigns populist politicians have weaponised a range of conspiracy theories (CTs) for their own gain in recent years, leading to disruption in contemporary politics. In this paper I compare three examples of CTs that have been weaponised by populist politicians, and ask whether, and if so, how, their evolvement has changed the nature of contemporary politics. The three CTs under examination are the following. First is the the Deep State conspiracy theory, which has found far-reaching spread in the US and contributed to the storming of the US Capitol in January 2021. The second is the anti-Western conspiracy theory coming out of Russia, which was used as a pretext for the invasion into Ukraine. Third is the Eurabia conspiracy theory, which has been activated for stoking actions against those that are deemed being dangerous others mainly in Europe. Rapid rise of right-wing populist political parties coincided with simultaneous increased spread of conspiracy theories. Populism has as now well gone mainstream. In this paper I argue that we have entered into the era of the populist – the conspiratorial populist. I conclude that both conspiracy theories and populism are now deeply integrated into contemporary democratic politics. Studies have shown that being exposed to conspiracy theories decreases trust in government institutions, and that they can be a catalyst of extremism. Thus, increased spread of CTs can undermine democracy and social trust. It is thus timely to explore how populists can weaponize contemporary conspiracy theories for their own political gain.

Efnisorð: Conspiracy Theories, Populism, Crisis, Political Science

 

 

Event Details
Event Details