Málstofa í markaðsfræði og þjónustustjórnun II

Málstofustjóri: Magnús Ásgeirsson

Málstofa í markaðsfræði og þjónustustjórnun er vettvangur kynningu á hagnýtum og fræðilegum rannsóknum á sviði markaðs- og þjónustufræða. Markmiðið með miðlun efnis á málstofunni er að efla þekkingu á fræðasviðinu meðal samstarfsfólks, nemenda og einstaklinga í atvinnulífinu.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Do managerial qualifications matter when it comes to job satisfaction among employees?

The purpose of the research is to examine the relationship between the managerial qualifications in banks and the job satisfaction among employees. As the financial sector continues to grow globally and the financial products and services become more complex, banks are challenged with recruiting and retaining qualified managers and employees. A greater feed of professionals is needed to suffice increasing demand for skilled managers. Banks have been criticized for the lack of long-term investments when it comes to recruitment strategies. Not focusing on managers qualifications, that are both skilled in their work and able to motivate their employees that can lead to job satisfaction and increased quality of work amongst employees. The cases chosen for the research are large commercial banks in Iceland and Denmark. A qualitative study consisting of 10 pilot interviews and 40 semi-structured interviews is the data foundation. Comparison of recruitment processes in the financial sector and the impact on internal marketing within these countries is virtually non-existing. The research gives more certitude in evaluating the impact of recruitment strategies has on the organizational climate and job satisfaction, as the premise of national culture is applicable.

Unnar Freyr Theódórsson

Lykilorð: human resource management, service management, motivation

Vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi: Fræðilegt yfirlit og tækifæri til nýrrar þekkingaröflunar

Vörumerki og vörumerkjastjórnun hafa verið skoðuð frá ýmsum hliðum og haldið fram að vel heppnuð staðfærsla vörumerkja á markaði sé lykillinn að samkeppnisforskoti þeirra. Vörumerki hafa verið skilgreind sem nafn, merki, tákn, umbúðir, hönnun eða annað sem einkennir þau og aðgreinir þau frá öðrum. Sterkustu vörumerkin eru vel þekkt og vel metin og árangursrík vörumerkjastjórnun snýst um að vörumerki séu stöðug og viðeigandi með skýra aðgreiningu. Hinn stafræni heimur felur í sér ýmsar nýjar áskoranir fyrir vörumerki eins og óhindraðan aðgang neytenda að upplýsingum, aukin krafa um lægra verð og þá eiga neytendur samskipti við vörumerki í gegnum marga og oft flókna snertifleti. Kerfisáhrif (network effect) gera það að verkum að lögmálið um einn sigurvegara (winner take all) eru ráðandi þáttur þar sem stafræn vistkerfi (digital ecosystems) eiga í samkeppni á markaði fremur en fyrirtæki. Þá er því haldið fram að stafræn vörumerkjastjórnum snúist í auknum mæli um að auka virði neytenda með því að bjóða upp á snurðulausa stafræna upplifun sem talin er skapa aðgreiningu og samkeppnisforskot fremur en annað. Margir halda fram að þessar nýju áskoranir kalli á breyttar aðferðir í vörumerkjastjórnun. Í erindinu verður farið yfir helstu kenningar þegar kemur að vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi, ljósi varpað á helstu áskoranir og spurningar settar fram til að benda á knýjandi þörf fyri aukna þekkingu á þessu sviði.

Brynjar Þór Þorsteinsson

Lykilorð: vörumerkjastjórnun, stafræn, áskoranir

Innri markaðsfærsla og samhæfing innri samskipta

Í erindinu verður sagt frá rannsókn sem snýr að samþættingu innri markaðsaðgerða og samskiptum stjórnenda og starfsfólks í ferðaþjónustu, í fyrstu bylgju COVID-19 á Íslandi, snemmsumars 2020. Innri markaðsfærsla snýr að miklu leyti að því að samþætta og samhæfa aðgerðir sem hjálpa starfsfólki að takast á við þær áskoranir sem staðið er frammi fyrir hverju sinni og að allir gangi í takt. Fyrirtæki og stjórnendur þurfa að vera undirbúin þegar eitthvað bjátar á með skýra aðgerða- og samskiptaáætlun. Upplýsingar þurfa að vera til reiðu og þeim deilt áreiðanlega þegar þarf til starfsfólks og viðskiptavina. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við tíu einstaklinga sem allir hafa áralanga reynslu af störfum í ferðaþjónustu og að lágmarki þriggja ára starfsreynslu við greinina á Íslandi. Viðmælendur störfuðu í mismunandi geirum innan greinarinnar, bæði hjá smærri og stærri fyrirtækjum og keðjum. Niðurstöður benda til þess að samskiptaáætlun hafi ekki verið til staðar hjá fyrirtækjunum sem viðmælendur störfuðu hjá. Samskipti voru af afar skornum skammti, einkenndust af óáreiðanlegum upplýsingum og óreiðkenndum svörum. Skilaboð til starfsfólks voru mismunandi á milli stjórnenda, stönguðust í einhverjum tilfellum á við ytri samskipti á vefsíðum fyrirtækjanna og við það sem var sagt í fjölmiðlum. Stjórnendur nálguðust ekki starfsmenn af fyrrabragði, heldur brugðust við spurningum og áhyggjum sem fram komu.

Magnús Haukur Ásgeirsson

Lykilorð: innri markaðsfærsla, innri samskipti, samhæfing

Event Details
  • Start Date
    29/10, 2021 13:00
  • End Date
    29/10, 2021 14:45
Höfundar erinda
Doktorsnemi
Háskóli Íslands / University of Iceland
Aðjúnkt / Adjunct lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskólinn á Bifröst / Bifröst University
Event Details
  • Start Date
    29/10, 2021 13:00
  • End Date
    29/10, 2021 14:45