Kvikmyndir – félagsfræðileg greining

Málstofustjóri: Viðar Halldórsson
100_kvikmyndir

Málstofan samanstendur af fjórum erindum sem eiga það sameiginlegt að rýna í og greina kvikmyndir frá ýmsum tímum (frá 1966-2019) útfrá félagsfræðilegu innsæi.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

Að greina samfélagið í gegnum kvikmyndir:  Litróf félagsfræðilegra kenninga í kvikmyndinni Joker

Kennsluhættir í félagsfræði hafa um langa hríð frekar miðast við að láta nemendur lesa félagsfræði en að sjá félagsfræði. Við lifum og hrærumst aftur á móti í sjónrænum heimi þar sem félagsfræðilegar kenningar og hugtök geta öðlast líf í fjölbreyttum félagsheimi (raunverulegum eða skáldlegum) beint fyrir framan augun á okkur. Ein leið til að læra og þróa með sér félagsfræðilegt innsæi í samfélagið (e. sociological imagination) er því að nota sjónræna miðla, eins og kvikmyndir, sem viðfangsefni félagsfræðilegrar greiningar. Í þessu erindi mun ég notast við kvikmyndina Joker (frá 2019) sem dæmi til að sýna hvenig litróf fjölbreyttra – og ólíkra – félagsfræðilegra kenninga og hugtaka birtist í kvikmyndinni og veita áhorfandanum mis­munandi sjónarhorn á félagsfræðileg viðfangsefni. Nánar tiltekið þá mun ég sýna dæmi um hvernig hægt er að greina kvikmyndina útfrá sjónarhorni virknikenninga (e. functionalism), átakakenninga (e. conflict theories), samskiptakenninga (e. symbolic interactionism), feminisma sem og útfrá og póst-móderniskum hugmyndum.

Viðar Halldórsson

Lykilorð: Joker, félagsfræðilegar kenningar, félagsfræðilegt innsæi

Andrej Rublev eftir Tarkowsky

Kvikmyndin Andrei Rublev eftir Andrei Tarkovsky er jafnan flokkuð meðal mikilvægustu kvikmynda Sovétríkjanna af kvikmyndafræðingum og hafa fjölmörg fræðirit verið skrifuð um hana víðsvegar um heim. Þegar myndin var forsýnd 1966 var hún umsvifalaust bönnuð en það bann var dregið til baka þremur árum síðar og hún send á kvikmyndahátíðina í Cannes í Frakklandi þar sem hún hlaut alþjóðleg verðlaun kvikmynda­gagnrýnenda. Kvikmyndin fjallar um ævi rússneska íkona­málarans Andrei Rúblevs (1360-1430) en veitir um leið athyglis­verða innsýn í rússneska menningu, þjóðarvitund og ríkisvald með táknrænni framsetningu sem sótt er í mystíska trúarhefð rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvernig greina megi myndina sem lýsingu á stöðu listamanna í Rússlandi á dögum keisaranna og sömuleiðis í Sovétríkjunum á þeim tíma sem hún var gerð og hvort þar sé um dulda gagnrýni að ræða sem skýri hvers vegna hún féll þegar í ónáð hjá yfirvöldum. Þessi greining tekur mið af fyrri fræði­skrifum en byggir í megindráttum á íkonafræði rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar sem leikstjórinn vinnur markvisst með. Niðurstaðan er sú að kvikmyndin sé táknrænt listaverk sem dragi fram megineinkenni rússneskrar þjóðarvitundar allt frá upphafi keisaraveldisins og fram á daga Sovétríkjanna og veiti hún enn mikilvæga innsýn í rússneskt samfélag nú á dögum.

Pétur Pétursson

Lykilorð: rússnesk menning, Tarkowsky, íkonlist

Talhnýtingurinn: Um fylgispekt við fasisma í mynd Bernardos Bertolucci

Í kvikmyndinni Il Conformista  greinir Bernardo Bertolucci upp­gang fasismans á Ítalíu út frá sögu taglhnýtingsins Marcellos Clerici (Jean Louis Trintignant). Marcello finnst hann vera utangátta í ítölsku þjóðfélagi og hann tilheyri ekki mikilvægum hópum samfélagsins. Marcello bælir ótta sinn við að vera sam­kynhneigður en óttinn brýst út í þörf hans til þess að vera normal. Við þetta bætist að hann er þjakaður af sektarkennd yfir því að hafa skotið bílstjóra sem reyndi að misnota hann í æsku. Hann leitar í skjól ráðandi afla og gerist fasisti. Þannig uppfyllir hann þörf sína til þess að lifa borgaralegu lífi venjulegs milli­stéttarmanns og fá þá vernd frá valdhöfum sem hann telur sig þurfa. Til þess að sanna hollustu sína við flokkinn tekur hann að sér að myrða fyrrverandi leiðbeinanda sinn prófessor Quadri, sem er einn af leiðtogum ítölsku andspyrnu­hreyfingarinnar. Bertolucci vinnur út frá kenningum Freuds annars vegar og Marxískum kenningum, sem eru endurbættar með „réttum“ skilningi á innræti ítalskar millistéttar, hins vegar. Þegar duldir kraftar, sem búa í undirmeðvitund mann­skepnunnar, fléttast saman við hagsmuni svikullar millistéttar verður útkoman persónulegur og pólitíkskur hildar­leikur. Eins og oft vill verða vindur atburðarásin upp á sig og útkoman verður margslungið listaverk þar sem settar eru fram félagsfræðilegar og félagssálfræðilegar kenningar um uppgang fasismans á ítalíu.

Þórólfur Þórlindsson

Lykilorð: Il Conformista, Bertolucci, fasismi

Isolation in the Lighthouse

The article uses discourse analysis to interpret the movie The Lighthouse (2019) using as its base Foucault’s research on the subject of madness and madhouses as seen in his opus Madness & Civilization: A History of Insanity in the Age of Reason (1965). The understanding is that The Lighthouse focuses on Ephraim Winslow (Robert Pattinson) as a man whose guilty conscience has led to a state of mental isolation which, in turn, pushes him deeper into self-punishment and further away from reason. Such reading allows for an association with the psychological and social impacts of enforced isolation due to the advent of COVID-19, as reported in articles that explore isolation per se as well as recent studies regarding the pandemic. Since social interaction is essential for the well-being of the individual and of society itself, then the methods of isolation being enforced during the COVID-19 pan­demic stand as potential harm if done without due care, reflecting the narrative of the film.

Marcello Milanezi

Lykilorð: COVID-19, lighthouse, isolation

Event Details
  • Start Date
    30/10, 2020 11:00
  • End Date
    30/10, 2020 12:45
  • Zoom meeting id: 628 1257 1294
Höfundar erinda
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA, Msc. student
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Event Details
  • Start Date
    30/10, 2020 11:00
  • End Date
    30/10, 2020 12:45
  • Zoom meeting id: 628 1257 1294