Farvegir þjóðsagna og menningararfs II

Málstofustjóri: Kristinn Schram

Í þessari málstofu verða kynntar nýjar og yfirstandandi rannsóknir í þjóðfræði um ólík ferli og umbreytingu þjóðfræðiefnis. Fyrirlestrar taka til gagnrýnnar greiningar hvernig sögur, siðir, fólk og dýr taka á sig ólíkar myndir, verða hluti af þjóðarímynd eða eru varðveitt sem menningararfleifð. Fjallkonur samtímans, sagnir af dýrum og dýr sem menningararfur, álagablettir, heimalestur barna og stafræn gagnasöfn eru meðal tilviksrannsókna þar sem þessir óliku farvegir þjóðfræðaefnis verða raktir.

Sjá ágrip erindanna hér fyrir neðan.

„Lifandi listaverk sem ber að varðveita“: íslenski fjárhundurinn í fortíð og samtíð

Talið er að íslenski fjárhundurinn hafi komið hingað til lands með fyrstu landnámsmönnum. Um miðja síðustu öld var lítið orðið um hreinræktaða fjárhunda og stofninn nálægt útrýmingu en fyrir hugsjónastarf tókst að bjarga honum og í dag þrífst öflugt samfélag í kringum íslenska fjárhundinn. Þrátt fyrir þessa löngu samfylgd hefur samband fólks og íslenska fjárhundsins verið lítið rannsakað. Í erindinu verður sagt frá söfnun samtímaheimilda og frásagna um sambýli fólks og íslenska fjárhundsins sem fram fór sumarið 2021 með aðferðafræði þjóðfræðisöfnunar og eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru djúpviðtöl við fólk sem á og ræktar íslenska fjárhunda og sérstök áhersla lögð á að safna sögum um hundana sem og upplifun og reynslu af sambýli þeirra og manna. Afrakstur rannsóknarinnar er varðveittur í þjóðfræðisafni Árnastofnunar. Viðtölin varpa ljósi á breytt hlutverk íslenska fjárhundsins í samtímanum sem og merkingarbær tengsl fólks við hunda. Íslenski fjárhundurinn er ekki lengur aðeins fjárhundur nýtilegur til bústarfa heldur orðinn að heimilishundi, vini og félaga. Tengslin eru oft og tíðum djúpstæð og varpa ljósi á samband manns og dýra í stærra samhengi. Að auki gefa niðurstöður til kynna að íslenski fjárhundurinn sé orðinn hluti af þjóðarímynd og álitinn menningararfleifð sem þurfi að varðveita. Í erindinu verður varpað ljósi á þessa merkingu og umbreytingu, m.a. út frá kenningum um menningararf sem ferli merkingarmyndunar.

Ingibjörg Sædís Bergsteinsdóttir og Vilhelmína Jónsdóttir

Lykilorð: íslenskur fjárhundur, menningararfur, þjóðfræðiefni

Sagnir um álagabletti, bannhelgi og þjóðtrú

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et dolore magna aliqua. Ut enim ad minim veniam, quis nostrud exercitation ullamco laboris nisi ut aliquip ex ea commodo consequat. Duis aute irure dolor in reprehenderit in voluptate velit esse cillum dolore eu fugiat nulla pariatur. Excepteur sint occaecat cupidatat non proident, sunt in culpa qui officia deserunt mollit anim id est laborum.“

Jón Jónsson

Lykilorð: þjóðtrú, þjóðsögur, bannhelgi

Þulur, konur, börn: rannsókn á flutningi á þulum síðari alda

Í fræðilegri umfjöllun hafa þulur síðari alda (íslensk þjóðkvæði frá u.þ.b. 15.–20. öld) haft sterk tengsl við konur sem flytjendur og börn sem áheyrendur, eða a.m.k. allt frá skrifum Jóns Árnasonar (Lbs 587 4to VII). Í doktorsritgerð minni, Íslenskar þulur síðari alda (2020), er látið reyna á þessi tengsl með athugun á: (1) frumheimildum þulna (handritum frá 18.–20. öld og hljóðupptökum frá 20. öld), m.a. í hvaða samhengi heimildarmenn/safnarar setja þulur og hvort þeir nota orðið þulur eða annað tegundarheiti; (2) heimildarmönnum að þulum og (3) ummælum heimildarmanna um þuluflutning. Rannsóknin sýnir að flestir þuluflytjendur eru vissulega konur, en karlmenn hafa þó alltaf verið allnokkur hluti þuluflytjenda (um ¼–⅓). Áheyrendur eru ekki aðeins börn, heldur einnig fullorðnir. Á 20. öld virðast börn vera helsti markhópurinn við þuluflutning, en um fyrri tíð er erfitt að dæma. Af rituðum heimildum má álykta að á 19. öld hafi heimildarmenn fremur skipað þulum í hóp með lengri frásagnarkvæðum en barnagælum. Helsta hlutverk þulna síðari alda virðist því hafa verið almenn afþreying, en gagnvart börnum gegna þær jafnframt huggunar- og þó einkum fræðsluhlutverki. Þessar niðurstöður má túlka þannig að þótt þulur hafi tengsl við konur sem flytjendur og börn sem áheyrendur og gegni vissu hlutverki í barnauppeldi þá einkenni þau tengsl vart þulur síðari alda umfram ýmis önnur þjóðkvæði.

Yelena Sesselja Helgadóttir

Lykilorð: þulur síðari alda, flutningur þjóðkvæða, konur

Af jaðrinum mitt inn í hringiðu Covid viðbragða: Japanska hafmeyjan sem verndaði Japan

Yfirnáttúrulegar verur í japanskri menningu hafa oft þótt skondnar og áhugaverðar, en samt sem áður iðulega fjarstæðukenndar og fjarlægar nútíma reynsluheimi.  Öðru máli er að hins vegar að gegna með hafmeyjuna Amabie, sem öðlaðist skyndilega mikla frægð þegar fyrsta Covid bylgjan reið yfir Japan.

Skyndilega mátti sjá ímynd hennar á allskyns matvörum, áfengi, á aðvörunarveggspjöldum heilbrigðisþjónustunnar og svo mætti lengi telja.  Sérstaklega var hún áberandi á samfélagsmiðlum þar sem fólk deildi endalaust af myndum af þeirra eigin upplifun af Amabie, oft handteiknuðum og í fjöldamörgum útfærslum.

Í þessum fyrirlestri verður farið yfir ‚raun‘ sögu Amabie í rituðum heimildum, hvað það er í japönsku samfélagi sem gerði innreið hennar svo greiða, hví bæði Búddahof og Shintóhof kepptust við að framleiða verndarbleðla sem voru síðan stimplaðir með rauðu bleki og háæruverðugum stimplum hofanna. Hvernig hún varð á stuttum tíma tákn verndar gegn Covid,  bæði formlega og óformlega, og hvernig sú vernd endurspeglaði ákveðna sögulega tengingu við eldri plágur og hugmyndina um ‚útlönd‘ sem og ‚útlendar veirur‘.

Gunnella Þorgeirsdóttir

Lykilorð: þjóðfræði, Japan, Covid

Event Details
  • Start Date
    29/10, 2021 13:00
  • End Date
    29/10, 2021 14:45
Höfundar erinda
Ph.D
Sjálfstætt starfandi
Lektor
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA/MS nemi
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Aðjúnkt / Adjunct Lecturer
Háskóli Íslands / University of Iceland
Event Details
  • Start Date
    29/10, 2021 13:00
  • End Date
    29/10, 2021 14:45