Nýsköpun og viðskiptaþróun

Málstofustjóri: Magnús Þór Torfason
Þróun þekkingartengsla milli háskóla og atvinnulífs. Læknisfræðileg verkfræði við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg 1948-2018

Samstarf háskóla og atvinnulífs til eflingar nýsköpunar hefur verið vinsælt rannsóknarefni á undanförnum árum og áratugum. Lengi vel var mest áhersla lögð á viðskiptalega hagnýtingu vísindaþekkingar í gegnum einkaleyfi og stofnun sprota¬fyrirtækja en á síðustu misserum hafa augu rannsakenda í sí¬vaxandi mæli beinst að því hvernig vísindaþekking þróast og hag¬¬nýtist í gegnum ýmiskonar þekkingartengsl milli háskóla og at¬vinnu¬lífs (e. academic engagement). Hingað til hafa þessar rannsóknir fyrst og fremst miðað að því að sýna fram á að þessi tengsl séu til staðar og útskýra hvers vegna þau myndast, en lítið sem ekkert fjallað um þróun þeirra. Tilgangur þessarar greinar er að gera tillögu að hugtakalíkani sem lýsir þróun þekkingar¬tengsla milli háskóla og atvinnulífs. Á grundvelli eigindlegrar raun¬rannsóknar á þróun læknisfræðilegrar verkfræði (e. Bio¬medical engineering) við Chalmers tækniháskólann í Gautaborg yfir sjö áratugi eru borin kennsl á fjórar mismunandi tegundir af þekkingartengslum. Með því að skoða hverja tegund sem safn af verklagsvenjum (e. organizational routines), m.a. hvernig unnið er með sjúkrahúsum bæði beint og í gegnum fyrirtæki, er hægt að tengja við þróunarkenningar um vöxt þekkingar og setja fram tillögu að hugtakalíkani sem lýsir þróun þekkingar-tengsla milli háskóla og atvinnulífs.

Rögnvaldur J. Sæmundsson og Maureen McKelvey

Öryggisnet? Staðsetning og tengslanet áhættufjárfesta sem fjárfesta í umdeilanlegum sprotafyrirtækjum f

Starfsemi sprotafyrirtækja og viðskiptalíkön þeirra eru stundum umdeild eða umdeilanleg, en fjárfestar sem sækjast eftir ávöxtun á fé sitt þurfa að meta mögulegan ávinning og áhættu af því að fjárfesta í slíkum fyrirtækjum. Í þessari rannsókn er til skoðunar hvaða þættir einkenna fjárfesta sem taka þátt í slíkum verk¬efnum, sér í lagi innbyrðis tengsl fjárfesta sem það gera. Próf¬aðar eru tilgátur sem snúa að því að þegar kemur að slíkum fjár¬festingum þurfi fjárfestar að takast á við áhættu tengda orðspori eða lögmæti (í félagslegum skilningi) til viðbótar við fjár¬hags¬áhættu, sem fjárfestar bregðist við með því að takmarka aðra áhættu í samstarfinu. Við prófum tilgáturnar með því að greina gögn um áhættufjárfestingar í samhengi við gögn um um¬deilanleika sprotafyrirtækja sem safnað var með því að láta óháða utanaðkomandi einstaklinga meta fyrirtækin. Niður¬stöðurnar gefa til kynna að við fjárfestingar í umdeilanlegum fyrirtækjum (samkvæmt þessu óháða mati) séu fjárfestar líklegri til að vinna með meðfjárfestum sem hafa starfsstöðvar í næsta nágrenni og með meðfjárfestum sem þeir hafa unnið með áður, samanborið við fjárfestingar í minna umdeilanlegum fyrir-tækjum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að slík óhefðbundin áhætta hafi áhrif á þróun sprotafyrirtækja og nýsköpunnar sem tengist þeim, og því sé nauðsynlegt að hafa hana í huga bæði við rannsóknir og stefnumótun tengdri nýsköpun.

Magnús Þór Torfason og Pavel I. Zhelyazkov

Hvernig eru Agile aðferðir nýttar á Íslandi?

Agile verkefnastjórnunaraðferðin hefur verið mikið notuð í hugbúnaðarþróun og var upphaflega hugsuð fyrir lítil fyrirtæki og einstök teymi, en er nú notuð í auknum mæli á stærri skala. Í þessari rannsókn er til skoðunar hvaða Agile aðferðir eru notaðar hjá nýskapandi hugbúnaðarfyrirtækjum af mismunandi stærð og hver er upplifun starfsfólks á þeim. Byggir rannsóknin á 25 viðtölum sem tekin voru við starfsmenn hjá samtals 10 hugbúnaðarfyrirtækjum. Fyrirtækin voru misstór og á mis¬mun¬andi stað í þroskaferlinu; meðal fyrirtækjanna voru sprota¬fyrirtæki, minni fyrirtæki sem nýlega höfðu þróast frá skil¬grein¬ingu sprotafyrirtækis, stærri fyrirtæki sem höfðu tekið upp Agile og fyrirtæki sem höfðu yfirtekið minni einingar sem studdust við Agile. Niðurstöðurnar sýndu að teymi sprota-fyrirtækja aðlaga Agile aðferðir töluvert að eigin þörfum. Upplifun viðmælenda gaf til kynna að helstu kostir við notkun aðferðafræðinnar væru aukin samskipti og regluleg endurgjöf viðskiptavina en fram kom að við uppskölun Agile aðferða vilja þessir kostir að einhverju leyti tapast með auknu flækjustigi og togstreitu milli þeirra hluta fyrirtækjanna sem notast við Agile og þeirra sem ekki gera það. Einnig kom fram að þrátt fyrir að tilgangur Agile væri að auka sveigjanleika þótti starfsmönnum tíðar og skyndilegar breytingar með óþægilegustu þáttum aðferða¬fræðinnar, auk þess sem tímastjórnun á fundum og áætlanagerð voru áskoranir sem komu fram hjá mörgum við-mælendum.

Edda Ýr Georgsdóttir, Sara Sturludóttir og Magnús Þór Torfason

Opinber nýsköpun – Hvernig geta stjórnvöld stuðlað að frekari nýsköpun hjá opinberum vinnustöðum?

Lítið er vitað um stöðu nýsköpunar hjá opinberum vinnustöðum á Íslandi og var þessari rannsókn ætlað að dýpka þá þekkingu, enda er slík þekking mikilvæg við þróun og úrbætur fyrir hið opinbera á þessu sviði. Rannsóknin byggir á samnorrænu könn¬un¬inni „Nýsköpunarvogin“ þar sem spurningalisti var sendur á opinbera vinnustaði um allt land, bæði ríkisstofnanir og vinnu¬staði á sveitastjórnarstigi. Svör bárust frá 272 vinnustöðum og gáfu niðurstöður til kynna að meirihluti opinberra vinnustaða á Íslandi sé nýskapandi samkvæmt viðmiðum nýsköpunar¬vogar¬innar. Það sem einkennir nýskapandi opinbera vinnustaði eru helst fjórir þættir: þeir eru líklegri til að feta ótroðnar slóðir, vinna kerfisbundið að því að læra af mistökum, að því að finna og notast við nýjar lausnir frá öðrum og greina kerfisbundið hvort lausnir þeirra virka. Opinberir vinnustaðir á landsbyggðinni eru ólíklegri til þess að hafa innleitt nýsköpunarverkefni og ólíklegri til að beita einstökum nýsköpunarþáttum. Aðkoma starfs¬fólks var sá þáttur sem ýtti mest undir nýsköpunar-verkefnin að mati þáttakenda, en takmarkað fjármagn hafði mest hamlandi áhrif. Þrátt fyrir að þátttakendur teldu mikla nýsköpun eiga sér stað hjá opinberum vinnustöðum kölluðu þeir eftir meiri samvinnu á öllum stigum, meiri fræðslu og auðveldara aðgengi að upplýsingum og fjármagni.

Daði Már Steinsson, Hannes Ottósson og Magnús Þór Torfason

Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 11:00
  • End Date
    01/11, 2019 12:45
Höfundar erinda
MA/MS nemi / MA, Msc. student
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Aðjúnkt / Adjunct Lecturer
Prófessor / Professor
Dósent
Háskóli Íslands / University of Iceland
Lektor / Assistant Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA/MS nemi / MA, Msc. student
Háskóli Íslands / University of Iceland
MA/MS nemi / MA, Msc. student
Háskóli Íslands / University of Iceland
Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 11:00
  • End Date
    01/11, 2019 12:45