Málstofan Lýðfræði Íslands og stofnfundur Hins Íslenska lýðfræðifélags.

Fertility developments and family dynamics in Iceland at the turn of the 21st century

Nowhere in the developed world is extramarital childbearing more pervasive than in Iceland. Roughly 70% of children born in 2017 were conceived outside of marriage, thereof 85% of firstborns, which, on the surface, puts Iceland at the vanguard of a development often associated with a second demographic transition. In this study we investigate the family-formation be­haviour of Icelandic women during a period of 20 years (1994-2013) with the objectives of gaining insight into the interplay of childbearing, nonmarital cohabitation, and marriage; and to enhance our understanding of the function of nonmarital co­habit­ation in the family-building process. We use administrative register data, covering the childbearing and marital history of the total female population born in Iceland during 1962-1997. The data are analysed by means of event history techniques. We find indications of forceful post­pone­ment of family formation over time, but a stable portion of around 80% of women registered cohabitation before any first marriage or age 46, and 90% of women became mothers. Around 70% of women married before age 46, and the standardized marriage rates remained relatively stable during our study period. Our findings suggest that within a context such as the Icelandic one most people tend to marry, regardless of the prevalence of co­habitation, and that social policies regulating nonmarital co­habitation may have limited impact on marriage intensities.

Ari Klængur Jónsson og Ólöf Garðarsdóttir

Framtíð íslenskrar lýðfræði

Fræðimenn og stjórnmálamenn munu þurfa að glíma við ýmsar afleiðingar af breyttum mannfjölda Íslands næstu áratugi. Þó orsakir og afleiðingar breytinga mannfjöldans á liðnum öldum séu nokkuð þekktar þá má búast við að viðfangsefni lýðfræðinga breytist með breyttu samfélagi, þar með talið breytingar á því hvernig mannkynið umgengst náttúruna. Meðal nýrra viðfangs­efna lýðfræðinnar eru búferlaflutningar vegna loftslags­breyt­inga og öldrun mannfjöldans í kjölfar sögulegra breytinga á fæðingartíðni. Ef hitastig jarðar heldur áfram að hækka gætu fleiri svæði jarðar orðið óbyggileg og ýtt undir búferlaflutninga milli landa. Fjallað verður um mögulegar breytingar á mann­fjölda Íslands næstu áratugi í þessu ljósi. Þessar breytingar munu fela í sér áskoranir á fjölmörgum sviðum samfélagsins. Möguleg verkefni lýðfræðinnar í íslensku samfélagi verða reifuð á sviði náttúrverndar, velferðarmála, menntamála, vinnumarkaðsmála, heilbrigðismála og lífeyrissjóðakerfisins. Lýðfræðin mun áfram fjalla um búferlaflutninga innanlands og dreifingu íbúa í þéttbýli og dreifbýli en búast má við áframhaldandi aukningu erlendra innflytjenda. Aukinn fjölbreytileiki mannfjöldans með þeim kostum og mögulega árekstrum sem fjölbreytileikanum gjarnan fylgja mun að líkindum verða krefjandi viðfangsefni næstu áratugi. Þrátt fyrir líklegar breytingar á viðfangsefnum lýð­fræð­innar má búast má við að spurningin um hversu margt fólk jörðin getur brauðfætt verði áfram knýjandi viðfangsefni lýð­fræðinga á næstu áratugum en með aukinni áherslu á sjálfbærni.

Stefán Hrafn Jónsson

Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 13:00
  • End Date
    01/11, 2019 14:45
Höfundar erinda
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Prófessor / Professor
Háskóli Íslands / University of Iceland
Doktorsnemi / PhD student
Annað / Other
Event Details
  • Start Date
    01/11, 2019 13:00
  • End Date
    01/11, 2019 14:45